Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 28
 12. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR Náttúran endist best Baðvenjur jarðarbúa hafa breyst og þróast í gegnum aldirnar. Böð hafa verið stunduð frá fornum tímum. Trúarlegar, efnahagslegar og stjórnmálalegar ástæð- ur spiluðu oft stórt hlutverk í að ákvarða hvenær, hvernig og hvar fólk baðaði sig. Egyptar og Krítverjar voru meðal fyrstu fornu samfélaganna til þess að byggja sérstök baðhverfi og í sumum fornum grískum höllum má finna baðherbergi með böðum og drenlögnum. Þó voru það Rómverjar sem breyttu böðum í samfélagslegt fyrirbæri og á fjórðu öld voru um þúsund almenningsböð í Róma- veldi. Eftir fall Róma- veldis hurfu böð að stórum hluta úr Evr- ópu og voru litin horn- auga af kaþólsku kirkj- unni. Á endurreisnar- tímabilinu var hreinlæti vanrækt en á átjándu öld fóru vinsældir baða að auk- ast og nokkuð var um að byggð væru almenningsböð vegna þess að böð voru ekki í heimahúsum. - mmf Dalvegi 10–14 | 201 Kópavogi Sími 564 3500 | www.parki.is Framleiðandi Casa Dolce Casa, Porcellana veggflísar, litur hvítur, stærð 20x60cm Framleiðandi Casa Dolce Casa, Black & White Slim/4, stærðir 30x60/60x60cm, þykkt 4 mm Framleiðandi Casa Dolce Casa, Black & White Slim/4, stærðir 30x60/60x60cm, þykkt 4 mm Framleiðandi Casa Dolce Casa, Pietra Mediterranea, litur grigio, fáanlegar í mörgum stærðum Baðvenjur jarðarbúa hafa mikið breyst í gengum aldirn- ar og voru á tímabili samfélagslegt fyrirbæri. Baðvenjur í gegnum aldir Fólk trúði því fram á miðja nítjándu öld að böð væru auðveld smitleið og væru þar af leiðandi hættuleg. ●SUDOKO Á SALERNINU Tíminn er misjafnlega langur sem eyða þarf á snyrtingunni eftir því hvert erindið er. Ef dvölin dregst eitthvað á langinn er gott að hafa eitthvað sér til dundurs, leysa krossgátu eða glugga í bók. Salernisrúlla með Sudoko-talnaleik gæti líka komið sér einkar vel til að stytta sér stundina. Parki við Dalveg í Kópavogi selur gólfflísar, granít, nátt- úrustein og veggflísar í miklu úrvali á baðherbergi. Egill Arn- ar Birgisson, sölu- og markaðs- stjóri, veit allt um málið. „Þunnar flísar, svona fjögurra millimetra flísar, eru nýkomnar á markað. Þeir sem vilja skipta til dæmis um gólfefni án þess að rífa allt út hjá sér hafa orðið sér úti um þess konar flísar og þá látið leggja yfir þær sem fyrir eru með lítilli fyrirhöfn,“ segir Egill hjá Parka, beðinn um að nefna þær nýjungar sem ber hæst hjá versl- uninni. Á heildina litið segir Egill nátt- úruflísar vera vinsælastar á gólf líkt og undanfarin ár, en á veggi séu ýmist notaðar náttúruflísar eða glerjaðar flísar. „Fólk kýs einna helst jarðliti til að viðhalda ákveðnu látleysi á baðherberginu heldur en að fara út í einhverja sterka liti, enda hefur það sýnt sig að þeir standast betur tímans tönn. Nema þá að einhver vegg- ur sé lagður undir einhvern sterk- an lit.“ Egill segir flísar alltaf vera að stækka. „Fólk vill yfirleitt stærð- ina 60 sinnum 60 á baðherbergis- gólfið og víðar en leikur sér svo kannski með aðrar stærðir, svo sem 10 sinnum 60, af sams konar flísum á veggina til að brjóta upp umhverfið og sumir kjósa jafnvel að taka mósaík með, til dæmis í sturtuklefann eða í kringum bað- karið,“ útskýrir hann. Parki selur flísar frá virtum framleiðendum á borð við Casa Dolce Casa á Ítalíu, sem fylgja vel helstu tískustraumum og Buchtal í Þýskalandi, sem heldur sig sígilt útlit og er einn þekktasti framleiðandinn í heiminum í dag. „Þótt ólíkir séu eiga þessir aðilar sammerkt að framleiða vandaðar flísar,“ segir Egill. Egill segir starfsmenn Parka aðstoða viðskiptavini við val á flísum og annarri vöru, auk þess sem fyrirtækið aðstoði fólk við að finna iðnaðarmenn til verks- ins. „Yfirleitt tekur svo á bilinu fjórar til átta vikur að fá afhenta vöru, þegar um er að ræða nýj- ungar og eitthvað sérstakt sem ekki er til á lager.“ Parki selur meðal annars granít, náttúrustein og gólf- og veggflísar á baðherbergið. Hér sést Egill með flís af stærðinni 60 sinnum 120. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.