Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 40
24 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Í dag færi ég þér gjöf, Gúrí-Lotta! Óboj! Neisko, snjókarl! Ég bjó hann sjálfur til! Úr flösu af mér! Maður reynir að gefa eitthvað af sjálfum sér... Það dugar bara aldrei, Ívar minn! Þú ert snemma á ferðinni í dag. Vekjara- klukkan mín var eitthvað vanstillt. Hannes, viljið þið Action Man ekki setjast hjá okkur í teboðið? Action Man mætir ekki í teboð! Þetta er ekki te, þetta er ávaxtasafi. Nújæja, svo Action Man lætur sjá sig í teboðum. Uss! Ég sagði honum að þetta væri upplýsinga- fundur. Af hverju þarf ég að taka þetta, mamma? Er ekki hlátur besta meðalið? Sniff Hóst Atjú Ég hef bakað mér ómældar óvinsæld-ir í spænska þorpinu Zújar með þjóð- rembu minni. Sýknt og heilagt er ég að benda bæjarbúum á gæði lands og þjóðar minnar. Lengst af voru menn tilbúnir að humma þetta fram af sér en steininn tók úr fyrir nokkrum vikum þegar ég fór með Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar og skoraði á kráargesti á Ake Carlos-barnum að finna spænskt ljóð sem færi fegurra í munni. Síðan þá hef ég verið svo til vina- laus í þorpinu. EITT hefur mér þó verið bent á sem Spánverjar hafa fram yfir okkur Íslendinga, og nú þegar nýtt Ísland liggur á teikniborðinu sé ég mig knú- inn til að stinga þessu að landanum. ALLIR þekkja vonbrigðin sem fylgja því þegar frídagur, eins og 1. maí eða sjálfur þjóðhátíðardagur- inn, kemur upp á laugardegi eða sunnudegi. Það er eins og að borga fyrir aðalrétt og eftir- rétt en fá síðan eftirréttinn maukaðan ofan í aðal- réttinn. SPÆNSK alþýða hefur séð við þessu með svo- kallaðri brú eða puente. Brúin virkar þannig að 1. maí er færður til mánudags þó svo að alm- anakið mæli svo um að hann komi upp á sunnudegi. Þannig verður enginn svikinn. Þar sem menn eru á annað borð farnir að sveigja almanakið til þá láta þeir heldur ekki undir höfuð leggjast að gefa mönn- um frí á föstudegi ef frídagur kemur upp á fimmtudegi. Það kæmi íslenskri alþýðu aldeilis vel en 17. júní ber einmitt upp á fimmtudegi í ár. 101-liðið gæti jafnvel skroppið austur fyrir Elliðaár. EINHVERJIR kynnu að malda í móinn og segja að með þessu móti myndu vinnuaf- köstin minnka til muna. Hins vegar felast í því tækifæri fyrir ríkið sem hingað til hefur reynt að halda aftur af sjómönnum með sóknardögum og sífellt minni kvóta. Því ekki að sýna stjórnkænsku á nýja Íslandi og halda mönnum við gleðskap í stað þess að láta menn horfa í gaupnir sér meðan beðið er eftir nýju kvótaári? Nú er til dæmis komið upp ástand á Grundar- firði þar sem útgerðarmenn eru í brýnni þörf fyrir frídaga til að treina kvótann. AFKASTASEMI var líka helsti mikil í öðrum geirum á gamla Íslandi. Hver veit nema að við gætum um frjálst höfuð strokið ef okkar stórtækustu fjármála- menn hefðu unnið aðeins minna. Þar hefði brúin líklega getað orðið brú yfir boða- föllin. Brú yfir boðaföllin BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytignu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Austurhöfn, TRH Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistar og ráðstefnuhúss og niðurfellingar á byggingareitum. Byggingarreitir 3 og 4 sem sýndir eru á uppdrætti eru felldir niður, gata suð-austur af byggingarreit 6 verður felld niður og stofnstígur meðfram Kalkofnsvegi verður framlengdur út Geirsgötu en stofnstígur yfir torg TR út Austurbakka er felldur niður þar sem torgið í heild er m.a.ætlað gangandi og hjólandi vegfarendum. Að- og frákeyrsla í bílahús í Tryggvagötu verður færð í Pósthússtræti. Tryggvagata austur af Pósthússtræti verður einbreið en var áður tvíbreið að inn- og útkeyrslu bílahúss. Stærð skipulagsreits breytist lítillega og stækkar um u.þ.b.1.700 m2 vegna niðurfellingar göngubrúar og bílastæða austast í Tryggvagötu. Tillögur að verulegum breytingum á hönnun þessara svæða skulu lagðar fyrir skipulagsráð til samþykktar og staðfestingar í borgarráði sem breytingar á deiliskipulagi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 12. maí 2010 til og með 24. júní 2010. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 24. júní 2010. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 12. maí 2010 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.