Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 42
26 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Vortónleikar Kórs Bústaðakirkju verða í kvöld kl. 20. Kórinn hefur undir stjórn Jónasar Þóris safnað saman stórum hóp listamanna og kalla þeir Bústaðamenn dagskrána Frægustu athafna- lögin. Með kórnum kemur fram fimmtán manna hljómsveit og hópur einsöngvara: Margrét Ein- arsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Nathalia Druzin, Gréta Hergilsdóttir, Margrét Helga og Jóhann Friðgeir svo nokkrir séu nefndir. Efnisskráin er sótt vítt og breitt: Vivaldi, Hand- el og Bach, óperujöfrar á borð við Mozart, Verdi og Mascagni, sitja á bekk með meisturum hins alþýðlega söngleiks, Lloyd Webber, Gershwin og þeirra Rodgers og Hammerstein, auk nokkurra ítalskra laga eftir tónsmiði á borð við Dalla, Morricone og Quarantotto. Hér er því í boði dagskrá sem ætti að gleðja vini söngsins og þá sem skemmra eru komnir. Jóhann Friðgeir leiðir Bústaðamenn TÓNLIST Jóhann Friðgeir ásamt þeim Grétu Hergils, Jónasi Þóri Þórissyni og Hjörleifi Valssyni. Kammerkórinn Carmina leggur nú lokahönd á efn- isskrá sem hann flytur í Kristskirkju í Landakoti um helgina. Kórinn setti Árni Heimir Ingólfsson á stofn og hefur Carmina uppskor- ið mikið hrós hjá vönduð- um erlendum tónlistartíma- ritum fyrir flutning sinn á tónlist fyrri alda en á því sviði starfar kórinn fyrst og fremst. Þannig voru menn á breska tónlistarblaðinu Gramophone yfir sig hrifn- ir af geisladisk kórsins, Melódíu. Kammerkórinn Carmina var stofn- aður árið 2004 og er eini tónlistar- hópur sinnar tegundar á Íslandi sem sérhæfir sig í flutningi á tón- list endurreisnartímans. Meðlim- ir hópsins koma víða að, eru ýmist búsettir á Íslandi, í Lundúnum eða Kaupmannahöfn. Allir eru þeir með söngmenntun að baki og starfa bæði sjálfstætt sem tónlistarmenn og með öðrum kórum. Á undanförn- um árum hefur Carmina einbeitt sér að því að flytja og hljóðrita tón- list úr íslenskum nótnahandritum sem lengi höfðu legið í þagnargildi, en auk þess hefur hópurinn frum- flutt á Íslandi fjölda meistaraverka frá 15. og 16. öld. Á efnisskránni í Kristskirkju er til að mynda að finna þrjú tónverk sem ekki hafa heyrst áður hér á landi. Árni segir kórinn hafa það hlut- verk í tónlistarlífi landsins að syngja tónlist sem annars ratar sjaldan á tónleikaprógrömm: „Ef litið er yfir tónlistarsviðið má segja að tónlistarsagan byrji með Bach í kringum aldamótin 1700 og nái til dagsins í dag, sem gerir um þrjú hundruð ár. Okkar áhersla spannar ríflega tvær aldir þarna á undan, og við reynum markvisst að láta okkar efnisskrár ekki skarast við það sem aðrir hérlendir kórar og sönghópar fást við. Við teljum ein- faldlega mikilvægt að Íslendingar fái tækifæri til að upplifa þá ómót- stæðilegu töfra sem tónlist endur- reisnartímans býr yfir. Þetta er eitt af gullaldarskeiðum listasögunnar og það gildir jafnt um tónlistina eins og aðrar listgreinar.“ Á tónleikunum í Kristskirkju á laugardag og sunnudag eru nokkr- ar helstu perlur endurreisnartón- listarinnar og eiga verkin það flest sameiginlegt að vera samin Maríu guðsmóður til dýrðar. Meðal þeirra má nefna hið víðfræga Ave Maria eftir Josquin des Prez, sem hefur verið kallað „Mona Lisa endur- reisnartónlistarinnar“. Einnig eru á efnisskránni Maríusöngvar eftir Morales, Victoria og Dunsta- ble, auk tveggja söngva úr íslensk- um handritum frá 16. og 17. öld. Þá verða flutt tvö magnþrungin verk við Harmljóð Jeremía, eftir Thom- as Tallis og Orlando di Lasso, þar sem leikið er á margvíslega strengi tilfinninganna. Það er fjölmargt spennandi á döfinni hjá Carminu og ljóst að hróður hópsins hefur borist víða. Fyrir utan tónleikana á Listahátíð mun kórinn koma fram á tónlist- arhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði í júní, og á hátíðinni Wege Durch das Land í Þýskalandi í júlí. Þar syngur Carmina í hinu sögufræga Dalheim-klaustri í Lichtenau, þar sem Nikulás Bergþórsson ábóti á Munkaþverá gisti á leið sinni til Rómar um miðja 12. öld. Einnig er væntanlegur á markað nýr hljómd- iskur þar sem Carmina flytur lög úr íslenska handritinu Hymnodia sacra, sem ritað var árið 1742. Stjórnandi á tónleikunum í Kristskirkju er Árni Heimir en þeir eru kl. 16 báða dagana og er miða- sala á midi.is og í miðasölu Listahá- tíðar á Bernhöftstorfunni. - pbb CARMINA MEÐ TÓNLEIKA Í LANDAKOTI UM HELGINA TÓNLIST Kammerkórinn Carmina er með þéttskipaða dagskrá og gefur brátt út nýjan disk með íslenskri tónlist úr Hymnodíu-handritinu. MYND CARMINA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 12. maí 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Kammerkór Hafnarfjarðar og kór Öldutúnsskóla halda tónleika í Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu. Einn- ig koma fram Ágúst Ólafsson bariton, Leó Snæfeld Pálsson kórsópran, Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari, Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari. 20.00 Kvennakórinn Vox feminae heldur tónleika í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Sérstakir gestir tónleikanna verða Sigrún Hjálmtýsdóttir, félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum og Stúlkna- kór Reykjavíkur. Nánari upplýsingar á www. midi.is. 20.30 Opnunartónleikar Listahátíðar 2010 með Amadou & Mariam í Laug- ardalshöllinni. Retro Stefson sér um upphitun. Nánari upplýsingar á www. midi.is. 22.00 Hljómsveitirnar Króna, Báru- járn og Miri halda tónleika á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. Dj Biggi Maus þeytir skífum eftir tónleikana. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Opnanir 14.00 Nemendur á fyrsta og öðru ári myndlistardeildar Listaháskólans opna sýningu í Kubbnum, sýningarými mynd- listadeildar við Laugarnesveg. Opið fimmtudag og föstudag kl. 09-16. ➜ Fyrirlestrar 12.10 Hönnuðurinn Sruli Recht verður með fyrirlestur í Opna Listaháskólanum við Skipholt 1 (st. 113). Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Nánari upplýsingar á www.lhi.is. 12.10 Dr Astrid E.J. Ogilvie flyt- ur erindi um eldsumbrot og áhrif á umhverfi, loftslag og samfélag á Íslandi í aldanna rás. Fyrirlesturinn fer fram hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í and- dyri Borga við Norðurslóð á Akureyri. Nánari upplýsingar á www.svs.is. ➜ Málstofa 15.00 Málstofa um rannsóknir á launa- mun kynjanna verður haldin í fundarsal Seðlabankans að Sölvhóli. Erindi flytja Margrét Kristín Indriðadóttir og Eyjólfur Sigurðsson. Nánari upplýsingar á www. sedlabanki.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. ath. kl. 14 í Listaháskólanum í Laugarnesi. „Ljósmyndin sem sjálfstæður miðill í myndlist“ kallast sýning í Kubbn um. Nemendur á fyrsta og öðru ári í myndlistardeild hafa unnið með ljós- myndina út frá mismunandi nálg- un. Opið virka daga frá kl. 9.00 - kl. 16.00. Leikferðir um landið voru í eina tíð fastur passi í leikhúslífi þjóðarinn- ar. Lagt var úr bænum um leið og vegir voru færir og leikið stundum í hverju einasta samkomuhúsi sem tók leikmynd og var með bærileg- um ljósabúnaði. En nú er það liðin tíð. Því kemur gleðilega á óvart að í gær hófst miðasala á leikför um landið með gamanleikinn Hellis- búann sem verið hefur á fjöl- um Óperunnar í vetur. Hafa þá um 20 þúsund séð sýning- una sunnan og norðan heiða. Rúnar Freyr Gíslason leik- stýrði og Sigurjón Kjart- ansson sá um að þýða og staðfæra. Vegna fjölda áskor- ana hefur nú verið ákveðið að fara í túr um landið. Hellisbú- inn verður á ferðinni 5.-19. júní og heimsæk- ir sex bæjarfélög. Dagskráin er svona: 5. júní: Bíóhöllin, Akranesi 10. júní: Klif, Ólafsvík 11. júní: Félagsheimilið, Búðardal 12. júní: Edinborgarhúsið, Ísafirði 18. júní: Valaskjálf, Egilsstöðum 19. júní: Valhöll, Eskifirði Aðeins er um eina sýningu að ræða í hverju bæ og því takmarkað magn miða í boði. Miðasalan hófst í gær á Miði.is. Jóhannes Haukur Jóhannes- son er Hellisbúinn: Hann segir þá verða tvo í för og þetta sé allt í lágmarkinu. Vel komi til greina að bæta við stöðum ef áhugi sé á: því farið þið ekki til Eyja, spyrjum við. „Það hefur komið til tals,“ segir hann, „Þá er það bíóið eða íþrótta- höllin.“ Eða brekkan á þjóðhátíð, segjum við. - pbb Lagt í Hellisbúatúr LEIKLIST Hellis- búaspaug Jóhannesar Hauks fer brátt um landið. > Ekki missa af … Sýningin Klippt og skorið – um skegg og rakstur opnuð í Horninu á 2. hæð í Þjóð- minjasafni Íslands á morgun. Á sýningunni má sjá ýmislegt tengt skeggi karlmanna og hvernig þetta karlmennsku- tákn hefur tekið mið af tísku og tíðaranda. 512 5100 | STOD2SPORT.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.