Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 46
30 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Söngkonan Pink segist hafa verið ósanngjörn og kvikindisleg við eig- inmann sinn í gegnum tíðina. „Ég er mjög dramatísk og hér áður fyrr var ég mjög kvikindisleg. Einn dag kom Carey til mín eftir rifrildi og sagði við mig: Það særir mig þegar þú kallar mig ljótum nöfnum. Viltu vera svo væn að hætta því.“ Og ég sagði við hann á móti: Takk fyrir að deila tilfinningum þínum með mér. Núna reyni ég að vera sanngjörn þegar við rífumst,“ sagði söngkonan sem kynntist motocross-öku- manninum árið 2001 þegar hann lék í tónlistarmyndbandi hennar. Íslandsvinurinn Pink bað hans fjór- um árum síðar með því að halda uppi spjaldi sem á stóð „Viltu giftast mér?“ þegar Hart ók fram hjá henni í mot- ocross keppni. Parið gifti sig stuttu seinna en þau skildu svo aðeins tveim- ur árum síðar. Söngkonan sagði í viðtali við Ophru að hún hafi loks lært að reyna ekki að breyta eiginmanni sínum heldur elska hann eins og hann er. „Ég hef líka lært að farsælt hjóna- band krefst mikillar vinnu. Nú reyni ég að vinna bæði í sjálfri mér og hjónabandinu,“ sagði hún í sjónvarps- þættinum. Söngkonurnar Jennifer Hudson og Leona Lewis hafa sent frá sér lagið Love is Your Colour þar sem þær syngja dúett. Lagið verður að finna í kvik- myndinni Sex and the City 2 sem er vænt- anleg í kvik- myndahús í sumar. Hudson átti lag í fyrri myndinni og kemur því ekki á óvart að hún endurtaki leikinn í framhaldinu. Lewis er aftur á móti nýliði þegar Beðmálin í borginni eru annars vegar. Hún hefur áður átt lög í myndunum Avatar og Previous. Þær Carrie, Samantha, Charlotte og Miranda verða sem fyrr í sviðs- ljósinu í Sex and the City 2 og auð- vitað kemur Mr. Big líka við sögu. Syngja dúett í Beðmálum LEONA LEWIS > HÁVÆRT HEIMILI Leikkonan Cate Blanchett, sem fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Robin Hood á þrjá syni, þá Dashi- ell, Roman og Ignatius. Hún lýsir heim- ilishaldinu sem mjög háværu en segir gaman að vera eina konan á heimilinu. „Það er hávært. Mjög hávært. Af- skaplega hávært.“ Guðný Svava Gestsdóttir heldur úti tónlistarbloggi undir nafninu Missy Melody og hefur skrifað undir því nafni í rúmt ár. Á blogginu fjall- ar Guðný Svava um flestar stefn- ur innan danstónlistar og segir hún slíkt blogg lengi hafa vantað hér á landi. „Mér fannst vanta blogg þar sem fjallað væri um þessa tegund af tón- list. Ég hlusta á Beatport allan dag- inn í vinnunni og það getur verið erfitt að finna góða hluti því það er svo mikið framboð af danstónlist í dag. Ég vel bara þau lög sem mér finnst góð og set það inn á bloggið mitt, ég er í raun ekki að gagnrýna tónlist því ég fjalla einfaldlega ekki um tónlist sem mér þykir leiðin- leg.“ Guðný Svava hefur starfað sem plötusnúður frá árinu 1994 en segist þó lítið hafa sinnt spilamennskunni undanfarin ár þar sem hún sé orðin móðir og segir það ekki fara sér- staklega vel við lífsstíl plötusnúðs. Að eigin sögn byrjaði hún upphaf- lega að blogga til að geta sjálf hald- ið betur utan um alla þá tónlist sem hún fann á netinu. „Ég hef verið að gera árslista fyrir ýmsa útvarps- þætti í mörg ár og fannst þetta kjör- in leið til að halda utan um alla tón- listina sem ég hlustaði á yfir árið. Svo vatt þetta bara upp á sig.“ Guðný Svava skrifar allar færsl- urnar á ensku en segir það ekki vefjast fyrir sér. „Ég skrifaði fyrst á íslensku en fékk svo mikið af bréf- um frá fólki sem var að biðja mig um að þýða færslurnar fyrir sig yfir á ensku og þá ákvað ég bara að svissa yfir. Ég held að það séu um hundrað og fimmtíu manns sem heimsækja síðuna daglega núna sem er ánægjulegt.“ Þeim sem vilja fylgjast með skrif- um Guðnýjar Svövu er bent á vef- síðurnar www.missymelody.blog- central.is og www.rvkunderground. com/missy-melody. -sm Guðný bloggar um danstónlist BLOGGAR UM TÓNLIST Guðný Svava Gestsdóttir heldur úti bloggi þar sem hún fjallar um danstónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GRIMM Pink segist hafa verið kvikindisleg við eiginmann sinn þegar þau rifust. NORDICPHOTOS/GETTY Ósanngjörn Pink SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR *E in un gi s er g re it t up p ha fg ja ld 6 k r. a f hv er ju s ím ta li. M án .v er ð 1. 76 5 kr . E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 16 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.