Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 54
38 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. Listastefna, 6. persónufornafn, 8. hljóð svína, 9. gogg, 11. átt, 12. vísa, 14. rót, 16. bókstafur, 17. áþekk, 18. munda, 20. nesoddi, 21. yfirhöfn. LÓÐRÉTT 1. stjórnarumdæmis, 3. rykkorn, 4. sprengiefni, 5. maka, 7. tilgátu, 10. fley, 13. óvild, 15. skakki, 16. í hálsi, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. dada, 6. ég, 8. rýt, 9. nef, 11. na, 12. staka, 14. grams, 16. ká, 17. lík, 18. ota, 20. tá, 21. kufl. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. ar, 4. dýnamít, 5. ata, 7. getgátu, 10. far, 13. kal, 15. skái, 16. kok, 19. af. Nú er ljóst að HLH-flokk- urinn mætir KK bandi í fyrsta Popppunkts- þættinum sem fer í loftið laugar- daginn 5. júní. Upptökur eru þegar hafnar og það má búast við látum í fyrsta þætti þegar reynsluboltarnir mætast. Björgvin Halldórsson reynist KK og félögum væntanlega erfiður keppinautur þar sem hann hefur verið lengi í brans- anum og ávallt tengst yngra fólki bransans í gegnum börnin sín, Svölu og Krumma … Og meira um kepp- endur Popppunkts. Eldgosið í Eyja- fjallajökli heldur áfram að trufla ferðalög fólks. Söngkonan Lay Low sat föst í New York síðast þegar Fréttablaðið frétti af henni, en Stóra eplið er reyndar ekki versta borg í heimi fyrir strandaglópa. Lay Low er sem kunnugt er í hljómsveitinni Benny Crespo‘s Gang, en hinir með- limirnir bíða óþreyjufullir eftir henni þar sem þeir hafa verið boðaðir í upptökur á Popppunkti í dag og eiga að mæta sterku liði hljómsveitarinn- ar Lights on the Highway … Og það eru fleiri Íslendingar fastir í New York. Fyrirsætan Ingibjörg Egilsdóttir, sem tók þátt í tískuvikunni á eyjunni St. Croix í Karíbahafinu í síðustu viku, ætlaði einnig að vera komin heim. Hún er þó ekki í slæmu yfirlæti þar sem hún fékk lánaða íbúð í Trump- turninum á meðan flugsamgöngur lágu niðri. Eins og nafnið gefur til kynna er turninn í eigu auðkýfingsins Donalds Trump, en hann er eigandi keppninnar Miss Universe, sem Ingibjörg tók þátt í fyrir Íslands hönd í fyrra. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Það var gaman fyrir mig að kljást við svona fólk. Þetta er fólk sem leggur rosalega mikið í það sem það er að gera og er rosalega ötult,“ segir Kristján Ingimars- son. Hann lék nýverið í leikriti Shakespeare, Macbeth, á móti þeim Nicolas Bro og Sofie Gråbøl úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Forbrydelsen. Fóru þau tvö með hlutverk herra og frú Macbeth og stóðu sig með mikilli prýði að sögn Kristjáns. Sjálfur lék hann hin ýmsu hlutverk í sýningunni, þar á meðal nornir og morðingja. Atriðin með nornunum fólu í sér nýstárlega hreyfilist og var það Kristján sem samdi þau. Rúmlega þrjátíu sýningar voru haldnar í leikhúsinu Gasværket í Kaupmannahöfn fyrir fullu húsi. Leikhúsið er gömul gasstöð sem rúmar 800 manns og er sérlega skemmtilegur vinnustaður að mati Kristjáns. „Húsið að innan er ferlega hrátt. Þetta er hringlaga tankur sem er hlaðinn úr grjóti og gluggarnir eru einnig hringlaga og mjög flottir,“ segir hann. „Þeir notfærðu sér þetta og gerðu ein- falda sviðsmynd. Síðan var okkar að reyna að fylla út í þetta rými.“ Kristján segir að Nicolas hafi gríðarlegan áhuga á teiknimynda- hetjum á borð við Spider-Man og Superman. Hann safni teikni- myndablöðum af miklum þrótti og hafi nýtt áhuga sinn á ofurhetj- um til að koma sér í gírinn fyrir hlutverk sitt sem hinn blóðþyrsti Macbeth. Kristján, sem hefur starfað mikið í Danmörku, leikstýrði sinni eigin sýningu áður en hann lék í Macbeth. Hún hét Big Wheel Café. Þar bauð hann gestaleikurum öðru hvoru að stíga á svið. Ólafía Hrönn KRISTJÁN INGIMARSSON: GAMAN AÐ KLJÁST VIÐ SVONA FÓLK Lék á móti aðalleikurum Forbrydelsen í Macbeth LÉK Á MÓTI FORBRYDELSEN- FÓLKI Kristján lék á móti Nicolas Bro og Sofie Gråbøl úr sjónvarpsþátt- unum Forbrydelsen í leikritinu Macbeth. Jónsdóttir var ein þeirra og eitt kvöldið mætti Nicolas Bro. „Hann kom inn á kaffihúsið sem Mac- beth og tók innleikssenu úr leik- ritinu. Þetta var áður en Macbeth var frumsýnt og þannig kynntist ég honum fyrst,“ segir Kristján og greinilegt að Nicolas er maður sem fer sínar eigin leiðir. Næsta hlutverk Kristjáns verð- ur í verkinu Af ástum manns og hrærivélar sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 20. maí og er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Þar leikur hann einmitt á móti Ólafíu Hrönn. Þau sömdu einnig leikrit- ið ásamt þeim Ilmi Stefánsdóttur og Vali Frey Einarssyni. „Okkur hefur tekist að gera alveg kolbrjál- aða og stórskemmtilega sýningu,“ segir Kristján og hlakkar mikið til. freyr@frettabladid.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Forsvarsmenn Iceland Airwaves ætla að borga átta til tólf íslenskum hljómsveitum fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Þetta er breyt- ing frá því sem verið hefur því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur það ein- ungis verið gert í undantekningartilfellum. „Það verður samið við ákveðnar hljóm- sveitir en við erum ekki að tala um gígant- ískar upphæðir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Airwaves. Þær sveit- ir sem eru á meðal þeirra stærstu hér á landi fá borgað, þ.e. þær sem hafa selt hvað flestar plötur og eru duglegar við að fara í tónleikaferðir erlendis. „Við erum að byggja upp „hæp“ í kringum hátíðina og það er því eðli- legt að þessi stærstu bönd fái ákveðna þóknun,“ segir Grímur. Hann á ekki von á að allar innlendar sveitir fái borgað í fram- tíðinni, enda er þar um gríðarlega stóran hóp að ræða sem telur á ári hverju nokkur hundruð manns. Erlendum hljómsveitum verður áfram borgað eins og verið hefur en þó mismik- ið. Sumar fá eingöngu flugið til Íslands borgað, aðrar fá pening og flug á meðan enn aðrar borga allt saman sjálfar. Fleiri nýjungar eru í burðarliðn- um hjá Iceland Airwaves því reyna á að tengja hátíðina betur við erlend- ar tónlistarhátíðir. Þannig yrðu nokkr- ar hljómsveitir sem tækju þátt í Airwa- ves valdar til þátttöku á öðrum hátíðum á borð við hina norsku By:Larm. Fengi hver um sig um 1.000 evrur í farareyri. „Við erum að markaðssetja íslenska tón- list erlendis og ef band stend- ur sig vel á Airwaves gæti það verið valið. Við borg- um þá bandinu og aukum í leiðinni tækifæri þess erlendis,“ segir Grímur. - fb Grímur Atla tekur upp veskið GRÍMUR ATLASON Átta til tólf íslenskar hljómsveitir fá borgað fyrir þátttöku sína í Iceland Airwaves- hátíðinni. „Við erum búin að tala um þetta í fimm til sex ár og ætlum nú loks að láta verða af þessu,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson en Bandalag íslenskra lista- manna hyggst halda golfmót úti á Seltjarnarnesi 23. maí næstkomandi. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að menn séu meðlimir í einhverju af aðildarfélögum Bandalags íslenskra listamanna. Björn er sjálfur liðtækur kylfingur, er með 12,9 í forgjöf sem verður að teljast nokkuð gott. „Ég byrjaði ´94 og þetta er besta forgjöfin sem ég hef verið með frá því að ferillinn í þessu sporti byrj- aði,“ segir Björn og viðurkennir að golfið sem íþrótt henti listamönnum ákaflega vel. Björn segir aðeins fjörutíu og fjóra komast að í þessu móti en stefnt sé að því að hafa það árlega. „Við erum að láta smíða bikar en menn hafa ekki reynst tilbúnir til að leggja heiðurs- eða listamannslaun að veði eða einhverja styrki,“ bætir Björn við og hlær en skráning fer fram á fih.is. Fjölmargir listamenn hafa lagt stund á golfið og þeir hafa margir skráð sig í mótið. Nægir þar að nefna stórleikarann Arnar Jónsson sem er með 9,5 í forgjöf og Kormák Geirharðsson en hann er með 9,2 í forgjöf. Kvikmyndagerðarmaðurinn Lárus Ýmir Óskarsson er skráður með 9,9 í for- gjöf en fyrrum Spaugstofufélagarn- ir Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson eru á svipuðum stað ef marka má skrán- inguna; Randver er með tæpa tuttugu í forgjöf á meðan Sigurður er með 23. - fgg Listamenn blása til golfmóts úti á Nesi ÞOKKALEGIR KYLFINGAR Kormákur Geirharðsson og Arnar Jónsson eru báðir með undir tíu í forgjöf. Þeir taka þátt í golfmóti listamanna ásamt Birni Brynjúlfi. pakkinn Fyrsti á aðeins 845 krónur! klubbhusid.is 528-2000Nýr pakki kominn út! „Sushi barinn á Laugaveginum. Besta sushi í Reykjavík. Þó ekki staður fyrir óþolinmóða.“ Birgir Örn Steinarsson, poppsöguritari Páls Óskars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.