Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 13.05.2010, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI13. maí 2010 — 111. tölublað — 10. árgangur 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Íþróttavörur FIMMTUDAGUR skoðun 14 veðrið í dag Fer með til Noregs Halldór Eiríksson, unnusti söngkonunnar Heru Bjarkar, segist vera laumuaðdáandi Eurovision-söngkeppninnar. fólk 30 opið 13–18 í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 CLAUDIA SCHIFFER situr fyrir í júníhefti hins þýska Vogue. Þykir það merkilegt fyrir þær sakir að ofurfyrirsætan er kasólétt og situr fyrir ber á for- síðunni. Ljósmyndarinn var enginn annar en Karl Lagerfeld. „Mig var lengi búið að dreyma um að eignast smekkbuxur svipuðum þeim og maður átti þegar maður var lítill,“ segir Ásgerður Birna Björnsdóttir sem heldur mikið upp á smekkbuxur sem hún keypti fyrir nokkrum árum í versluninni KronKron. „Þær hafa tilfinninga-legt gildi,“ segir hún brosandi og strýkur yfir grábláar buxurnarVið buxurna þar finnst henni gaman að skoða og finna flíkur. „Maður finnur svo margt skemmtilegt sem er ekki að finna annars staðar, bæði flotta en líka undarlega hluti,“ segir hún og bætir við að verðið skemmi ekki fyrir. Þrátt fyrir að Ásgerður sé mikið fyrir gamaldags hluti segisthún einnig skoða tískublöðþ ki tengjast framavonir hennar einn-ig sama sviði. Eftir útskrift úr MR í vor ætlar Ásgerður að vinna næstu mánuði og safna peningum til að ferðast. Á næsta ári vill hún hins vegar skella sér á skólabekk á ný og þyki líklegt að i Kolaportið er ein besta tískuvöruversluninÁsgerður Birna Björnsdóttir hefur gaman af gamaldags fatastíl en þykir skemmtilegt að blanda saman gömlu og nýju. Þannig er hún í gamalli skyrtu sem hún fann í Kolaportinu við smekkbuxur úr KronKron. Ásgerður útskrifast frá MR í vor en stefnir í framtíðinni á að læra um textílhönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 www.gabor.is Sérverslun með Skór & töskur í miklu úrvali Íþróttavörur Sérblað • fimmtudagur 13. maí VÆTA NORÐAN TIL Í dag verða norðan eða norðaustan 8-13 m/s, en hægari S- og A-lands. Væta N-til en annars úrkomulítið og bjart með köflum SV-lands. Hiti 4-12 stig. veður 4 8 7 4 6 6 Karlarnir hvöttu mig til að taka við starfinu Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins. tímamót 16 Valur hefur titilvörnina Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í dag. sport 26 FYRIR UTAN DÓMSALINN Einn var handtekinn þegar til stimpinga kom milli lögreglu og mót- mælenda fyrir utan stærsta dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Þar var tekið fyrir mál á hendur nímenningum sem sakaðir eru um að hafa gert árás á Alþingi í desember 2008. Sjá síðu 10 EFNAHAGSBROT Sýslumaðurinn í Reykjavík tekur afstöðu til beiðni slitastjórnar og skilanefndar Glitnis um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárusar Weld- ing og Pálma Haraldssonar strax eftir helgi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði sýslumaður við beiðninni má gera ráð fyrir að allar eignir þremenninganna hér á landi verði frystar, þar á meðal 45 prósent eignarhlutur Jóns Ásgeirs í Gaumi og eignarhlutur Pálma í Iceland Express auk annarra eigna þeirra hér á landi. Skilanefnd og slitastjórn Glitn- is stefndu í fyrradag Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex öðrum fyrr- verandi stjórnendum og eigend- um bankans til greiðslu hátt í 260 milljarða króna. Þeir eru sakaðir um samsæri um að ræna bankann innan frá og nota féð til að bjarga eigin fallandi fyrirtækjum. Stefnan beinist að Jóni Ásgeiri og konu hans Ingibjörgu Pálmadóttur, Lárusi Welding, fyrrverandi for- stjóra Glitnis, Þorsteini Jónssyni, áður stjórnarformanni bankans, Jóni Sigurðssyni hjá FL Group, Pálma Haraldssyni í Fons og Hann- esi Smárasyni. Samkvæmt heimildum blaðsins mun stjórn Stoða, áður FL-Group, fara yfir stöðu Jóns Sigurðssonar, forstjóra félagsins, í kjölfar stefn- unnar. Ekki náðist í Eirík Elís Þor- láksson, stjórnarformann Stoða, í gær. Í stefnunni er því lýst hvernig eig- endur Glitnis hafi raðað mönnum sér hliðhollum í stjórn bankans. Stjórn- in hafi svo í kjölfarið skipt út reynd- um forstjóra, Bjarna Ármannssyni, fyrir Lárus Welding, sem hafi verið lítt reyndur og að mestu fylgt fyrir- mælum Jóns Ásgeirs. Jón Ásgeir og aðrir stefndu hafi náð stjórn yfir bankanum og notað áhrif sín til að láta bankann lána milljarða Bandaríkjadala til aðila þeim tengdum. Ástæða þess að sjömenningunum er stefnt í New York er skuldabréfa- útboð sem þar fór fram í septemb- er 2007. Stefndu eru sakaðir um að hafa leynt skuldbindingum bankans við eigendur og aðila þeim tengdum, til að laða fjárfesta frekar að útboð- inu. Alls safnaðist einn milljarður Bandaríkjadala í útboðinu. Jón Ásgeir Jóhannesson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær. Ingibjörg S. Pálmadóttir, eig- inkona hans, sagði: „Við vitum jafn lítið og þið.“ Þá er endurskoðendafyrirtæk- inu PriceWaterhouseCoopers stefnt fyrir að liðka til og aðstoða við ólög- mæt framferði eigenda og stjórn- enda bankans. -kh, -sh / sjá síður 4,6 og 8 Mergsugu Glitni í eigin þágu Hópur þekktra íslenskra viðskiptamanna undir stjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur verið krafinn um 260 milljarða í máli sem á sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni. Eignir Jóns Ásgeirs um heim allan kyrrsettar. KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta bæjarfulltrúa í sveitarfélaginu Árborg sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Vinstri græn fengju tvo bæjar- fulltrúa samkvæmt könnuninni, en eru með einn í dag. Samfylking fengi samkvæmt könnuninni einn bæjarfulltrúa, en er með tvo í dag. Framsóknarflokkur missir líka annan af tveimur bæjarfulltrúum sínum. Þessir þrír flokkar mynda í dag meirihluta með fimm bæjarfull- trúa af níu í Árborg. Meirihlutinn er því fallinn samkvæmt könnun- inni. Afar litlu munar þó að Sam- fylkingin nái öðrum bæjarfulltrúa á kostnað fimmta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Gerist það myndi meirihlutinn halda. Allt stefnir því í afar spennandi kosn- ingar í Árborg. - bj / sjá síðu 12 Meirihluti í Árborg á bláþræði: Sjálfstæðis- flokkur með meirihluta LÖGREGLUMÁL Dómsmálaráðuneytið hafði í gær enga tilkynningu feng- ið um það frá Lundúnalögreglunni að ekki yrði orðið við þeirri beiðni sérstaks saksóknara að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Kaupþings, verði hand- tekinn og framseldur til Íslands. RÚV greindi frá því í gærkvöldi að umleitaninni hafi verið hafn- að vegna þess að aðild Íslendinga að Evrópusamningi um handtöku og framsal grunaðra eða dæmdra manna hefði ekki verið lögfest hér á landi. Sé slíkri beiðni hafnað þarf að tilkynna um það formlega til alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, sem aftur tilkynnir það rakleiðis til dómsmálaráðuneytisins. Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra bendir á að í gildi sé annar framsalssamningur sem oft hafi verið beitt gagnvart Bretum. Komi í ljós að lögfesting Evrópusamn- ingsins standi íslenskum yfirvöld- um fyrir þrifum þurfi hiklaust að hraða lögfestingunni. „En ef þeir hafna framsali þá getur samt sem áður hvílt á þeim skylda til að veita okkur réttaraðstoð sín megin.“ Ingólfur Helgason, áður forstjóri Kaupþings á Íslandi, var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarð- hald, og Steingrímur Kárason, áður yfirmaður áhættustýringar bank- ans, í farbann fram yfir helgi. - sh Lundúnalögreglan hefur ekki hafnað handtöku Sigurðar Einarssonar formlega: Ráðherra ekki borist synjun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.