Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 2
2 13. maí 2010 FIMMTUDAGUR SPORTVEIÐI „Fuglinn var vel hald- inn,“ segir Haukur Snorrason, einn félagsmanna Hins íslenska byssuvinafélags, sem 1. maí efndi til hópferðar til að skjóta svartfugl undir Látrabjargi. Byssuvinirnir tóku hvalaskoð- unar- og sjóstangveiðibátinn Andreu á leigu í Stykkishólmi og sigldu þaðan út Breiðafjörðinn og í nágrenni Látrabjargs. Þar segir Haukur að mikið sé af fugli á þess- um tíma. „Um borð voru 26 skyttur sem skiptu sér í þrjú holl sem skipt- ust á um að vera í stafni og skjóta þegar skipstjórinn gaf merki. Síðan tíndi Zódíak-gúmmíbátur fuglana upp.“ Að sögn Hauks var afrakstur- inn á bilinu 600 til 700 fuglar, mest álka en einnig eittvað af lunda og langvíu. Það sé ágætt miðað við að aðeins hafi verið veitt í þrjár til fjórar klukkustundir. Veiðitímabil- inu á svartfugli lauk í byrjun vik- unnar enda varp að hefjast. Eftir veiðina var Andreu snúið inn á Breiðafjörðinn aftur þar sem gist var í Svefneyjum. Úlfar Finn- björnsson listakokkur var einn leiðangursmanna og reiddi fram kræsingar í næturstað. „Það var borðað úti í mildu veðri undir vor- himni. Það var ævintýrablær yfir allri þessari ferð,“ segir Haukur. Hið íslenska byssuvinafélag hefur starfað frá árinu 1992. Stór ferð í líkingu við þessa sem hér er sagt frá hafi þó aðeins einu sinni verið farin. Það var fyrir þrettán árum. Haukur segir félagið stofn- að utan um áhuga félagsmanna á byssueign, byssusmíði og -söfnun og skotveiði. „Þetta er skemmti- leg blanda manna úr öllum stig- um þjóðfélagsins,“ segir Haukur Snorrason. gar@frettabladid.is Her skotveiðimanna skaut 700 svartfugla Þrjátíu manna hópur úr Hinu íslenska byssuvinafélagi skaut sjö hundruð svart- fugla í nágrenni Látrabjargs. Leigður var hvalaskoðunarbátur til fararinnar sem lýst er sem ævintýralegri. Listakokkur annaðist villibráðarveislu í Svefneyjum. VÍGALEGUR MANNSKAPUR Eitt þriggja holla liðsmanna Hins íslenska byssuvinafélags bíður átekta í stafni hvalaskoðunarskipsins Andreu eftir að skipstjórinn gefi merki um að hefja svartfuglsveiðarnar. MYND/HAUKUR SNORRASON VILLIBRÁÐARVEISLA Í SVEFNEYJUM Úlfar Finnbjörnsson listakokkur var með í för og reiddi hann fram kræsingar á næturstað leiðangursmanna. MYND/HAUKUR SNORRASON Um borð voru 26 skyttur sem skiptu sér í þrjú holl sem skiptust á um að vera í stafni og skjóta þegar skipstjórinn gaf merki. Síðan tíndi Zódíak-gúmmíbát- ur fuglana upp. HAUKUR SNORRASON FÉLAGI Í HINU ÍSLENSKA BYSSUVINAFÉLAGI Árni Páll, á bara að keyra þetta mál í gegn? „Já, en Alþingi ræður hraðanum.“ Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur um nokkurra vikna skeið staðið í viðræðum við bílalánafyrirtækin um afskriftir erlendra bílalána og breytingar á þeim í íslenskar krónur. Hann lagði málið fyrir á Alþingi í gær. Sjö ökumenn í fíkniefnum Sjö voru teknir á höfuðborgarsvæðinu um helgina fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, sex karlar og ein kona. Einn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi, annar hafði aldrei fengið ökuréttindi og sá þriðji var á stolnum bíl. LÖGREGLAN Tveir listar í Strandabyggð Tveir framboðslistar verða í Stranda- byggð í komandi sveitarstjórnar- kosningum, annars vegar J-listi: Listi félagshyggjufólks og V-listi: Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. SVEITASTJÓRNARMÁL DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær átta ára fangelsisdóm yfir Bjarka Má Magnússyni fyrir hrottafengið ofbeldi gegn sambýl- iskonu sinni um árabil. Málið á sér enga hliðstæðu í íslenskri réttar- sögu. Bjarki er dæmdur fyrir að hafa í fimm skipti á árunum 2006 til 2007 ráðist á konuna með ofbeldi, sem olli henni stórfelldu heilsutjóni, að því er fram kom í ákæru. Maðurinn neyddi einnig konuna, „með hótunum og annars konar ólögmætri nauðung“, til kynmaka með ókunnug- um mönnum, oft mörgum í einu. Bjarki ýmist ljósmyndaði ofbeldið eða tók það upp á mynd- band og var iðu- lega þátttakandi í því sjálfur. Alls var um fimmtán skipti að ræða með ellefu mönnum utan hans sjálfs. Þá var hann dæmdur fyrir að ráðast á föður sinn. Bætur til konunnar voru hins vegar lækkaðar úr 3,8 milljónum í þrjár. Bjarki hefur aldrei setið í gæslu- varðhaldi vegna málsins og geng- ur enn laus. Það er mjög óvenjulegt þegar menn hafa hlotið svo þunga dóma fyrir svo alvarleg afbrot. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að Bjarki Már fari af þeim sökum fremst í forgangsröðina hjá þeim nú. Hann fari rakleiðis í afplánun þegar pláss losnar. Ekki sé þó ljóst hvenær það verður. - sh Hæstiréttur lækkar bætur sem Bjarka Má Magnússyni er gert að greiða þolanda: Átta ára fangelsi yfir níðingi staðfest BRETLAND, AP Fimm ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Davids Camer- on, leiðtoga Íhaldsflokksins í Bret- landi, koma úr röðum Frjálslyndra demókrata. Gengið verður frá formlegri stjórnarmyndun á næstu dögum. Fyrir liggur að Nick Clegg, leið- togi Frjálslyndra demókrata, verð- ur aðstoðarforsætisráðherra. Þá liggur fyrir að náinn félagi Davids Cameron, George Osborne, verður fjármálaráðherra, og Willi- am Hague, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, tekur við embætti utanríkisráðherra. Samsteypu- stjórn Íhaldsflokksins og Frjáls- lyndra demókrata er fyrsta sam- steypustjórnin í Bretlandi í 65 ár. Cameron hefur þegar lofað því að innan 50 daga verði lögð fram neyðarfjárlög, en nýja stjórnin vill hraða opinberum niðurskurði. Spara á sex milljarða punda (1.150 milljarða króna) á fjárlagaárinu sem lýkur í apríl. Þá ætlar nýja stjórnin að stokka upp kosningakerfi landsins, en það var ein af kröfum Frjálslyndra demókrata í stjórnarmyndunar- viðræðunum. Nýr utanríkisráðherra, William Hague, hefur líka boðað að tengsl- in við Bandaríkin verði „traust en ekki þrælsleg“ og að Evrópusam- bandinu verði ekki gefin eftir frek- ari völd án þjóðaratkvæðagreiðslu. - óká Fyrsta samsteypustjórnin í 65 ár lítur dagsins ljós: Ráðist í mikinn niður- skurð hjá hinu opinbera NÝ STJÓRN HANDSÖLUÐ David Cameron tekur í höndina á Nick Clegg fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJARKI MÁR MAGNÚSSON SVÍÞJÓÐ, AP Sænski teiknarinn Lars Vilks vonast til að fá boð um að endurflytja fyrirlestur um málfrelsi við Uppsalaháskóla. Hann varð frá að hverfa á þriðju- dag vegna mótmæla múslima á fundarstað. Vegna friðsamlegra mótmæla utan dyra voru lögreglumenn í salnum, en þar kom til átaka. Vilks var skallaður í andlitið og gleraugu hans brotnuðu. Hann sakaði þó lítið. Vilks hefur fengið hótanir eftir birtingu myndar hans af spá- manninum Múhameð í hundslíki. Í fyrra var flett ofan af samsæri um að myrða hann. - óká Teiknari hraktist úr fundarsal: Skrámaðist í mótmælum MÓTMÆLT Í UPPSÖLUM Mótmælendur í fundarsalnum þar sem Lars Vilks hélt erindi í Uppsalaháskóla í Svíþjóð á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tveir menn sem grun- aðir eru um að hafa ráðist á 64 ára mann, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ 3. maí síðastliðinn, hafa verið úrskurðaðir í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 8. júní. Dómari við Héraðsdóm Reykja- ness tók sér sólarhringsfrest til að taka afstöðu til kröfu lög- reglustjórans á Suðurnesjum um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum. - jss Dómari tók sólarhringsfrest: Meintir hrottar áfram í gæslu DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann um sjötugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa, að morgni laugardagsins 11. apríl 2009, stungið konu með hnífi í brjóstið, með þeim afleið- ingum að hún hlaut 2,5 senti- metra stungusár á framanverðu brjóstholi, loftbrjóst og loft í mið- mæti. Konan gerir einkaréttarkröfu í málinu. Hún krefst skaðabóta að upphæð ríflega tvær milljónir króna. - jss Ákærður fyrir líkamsárás: Stakk í brjóst konu með hnífi FJÖLMIÐLAR Lestur Fréttablaðsins á landsvísu í apríl jókst um þrjú prósent miðað við apríl í fyrra meðan lestur Morgunblaðsins dróst saman um þrettán prósent. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri lestrarkönnun Capacent Gallup. Meðallestur á tölublað Fréttablaðsins mælist 64 prósent á landsvísu, en 34,8 pró- sent hjá Morgunblaðinu. Milli kannana eykst lestur á bæði blöð, Fréttablaðsins um tvö prósent og Morgunblaðsins um átta. Á könnunartímanum var margt stórfrétta, eldgos og útgáfa rannóknarskýrslu Alþing- is og ekki ólíklegt að þær hafi haft áhrif á notkun fjölmiðla. - óká Lestur dagblaða eykst: Meiri lestur í tíð stórfrétta Dagblaðalestur % 60 50 40 30 20 10 0 Maí-júl. 2007 Ág.-okt. 2008 Feb-apr. 2010 Fréttablaðið Morgunblaðið CAPACENT 12. MAÍ.2001 64,0% 34,8% SPURNING DAGSINS HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LYFTINGU Sérhönnuð hárvörulína fyrir aukna Ýkir lyftingu, mótar og gefur glans

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.