Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 8
8 13. maí 2010 FIMMTUDAGUR Sýslumaðurinn í Reykjavík mun taka afstöðu til beiðni Glitnis um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Pálma Haraldsson- ar og Lárusar Welding eftir helgi, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Málið snýr að ólögmætum lán- veitingum til félagsins FS38 ehf., gruns um undanskot eigna og tengsl við vafasama fjármálagerninga. Slitastjórn og skilanefnd Glitnis hafa farið fram á að eignir upp á allt að sex milljarða verði kyrrsettar. Þessi krafa nær til allra eigna þre- menninganna; hlutafé í fyrirtækj- um, fasteigna, innstæðna í bönk- um, farartækja og svo framvegis. Kyrrsetningin tekur ekki gildi fyrr en úrskurður sýslumanns liggur fyrir. Tvær kyrrsetningarbeiðnir eru lagðar fram á Jón Ásgeir, önnur á Íslandi en hin í London. Sú síðar- nefnda nær yfir allan heim. Báðar beiðnirnar eru upp á sex milljarða. Að sögn Steinunnar Guðbjarts- dóttur hjá skilanefnd Glitnis var talið rétt að leggja fram tvær beiðn- ir á Jón Ásgeir. „Það er spurning um hvernig málið er strúktúrerað,“ segir Steinunn. Kyrrsetningarbeiðnin í London hefur verið samþykkt en ekki er búið að kyrrsetja tilteknar eignir. Málið er fyrir breskum dómstólum og er næsta fyrirtaka 28. maí. Ekki hefur tekist að afhenda Jóni Ásgeiri gögnin er varða kyrrsetn- inguna í London þar sem það liggur ekki fyrir hvar hann er búsettur. Eftir að Jóni Ásgeiri hafa borist gögnin hefur hann 48 klukkustund- ir til að leggja fram tæmandi lista yfir eignir sínar, alls staðar í heim- inum, samkvæmt úrskurðinum í London. Þá er honum óheimilt að eiga viðskipti með eignir sínar. Ef Jón Ásgeir leggur ekki fram listann eða fer ekki að beiðni dómarans á hann yfir höfði sér fangelsisvist. Kyrrsetningarbeiðnirnar ná ekki yfir eignir Ingibjargar S. Pálma- dóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. Ingi- björg er stjórnarformaður 365 sem gefur út Fréttablaðið. Steinunn segir að slitastjórn og skilanefnd bankans muni reyna allt til að endurheimta eignir. Kyrrsetn- ingin gefi rýmri heimildir til rann- sókna. „Við hefðum aldrei farið út í þetta ef við hefðum ekki trú á að það væru ein- hverjir eignir að finna,“ segir Steinunn. „Við teljum að bank- inn hafi orðið fyrir tjóni og hann [innsk. blm. Jón Ásgeir] sé ábyrgur fyrir því og við reynum allt sem við getum til að endurheimta það,“ segir Steinunn. - kh Í stefnunni er endurskoðunar- fyrirtækið PricewaterhouseCoo- pers (PwC) sagt hafa beitt vís- vitandi blekkingum til að laða fjárfesta að Glitni í skuldabréfa- útboði í New York í september 2007. Það hafi tekið þátt í að halda því leyndu hve skuldbindingar til tengdra aðila voru miklar. Sagt er að fyrirtækið hafi verið ráðið í apríl 2007, beinlínis til að kanna skuldbindingar við eigend- ur og tengda aðila og bera saman við aðra viðskiptavini. Stefnend- ur fullyrða að við yfirferð gagna hafi fyrirtækið gert sér grein fyrir að gögn hafi verið röng. Fjármálaeftirlitið bað um endur- bætta skýrslu um málið 14. sept- ember 2007, en hún hafði ekki verið unnin þegar skuldabréfa- útboðið fór fram ytra. Þvert á móti er fyrirtækið sagt hafa gefið út staðfestingarbréf (Comfort Letter) 20. september í tengslum við útboðið. Með því hafi þeir staðfest uppgefnar upp- lýsingar í skuldabréfaútboðinu væru í samræmi við ársreikn- ing. „Sakborningurinn PWC vissi, þegar hann skrifaði undir yfir- lýsinguna, að fjárhagslegar upp- lýsingar sem lagðar voru fram í útboðinu í september hafi verið rangar í grundvallaratriðum.“ Ragnar Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri rekstrar hjá Price- waterhouseCoopers, segist hissa á stefnunni. „Þessar stóryrtu yfir- lýsingar koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. […] Okkur finnst það í fyrsta lagi svolítið merkilegt að þurfa að gúggla á internetinu til að finna stefnu á okkur.“ Ragnar segir að menn hafi ekki haft nokkra ástæðu til annars en að ætla að vinna fyrirtækisins hafi verið í samræmi við það sem eðlilegt getur talist. „Við munum sýna fram á það þar sem þarf að gera það,“ segir Ragnar. Spurður hvort endurskoðend- ur fyrirtækisins hefðu ekki átt að neita að skrifa upp á reikn- inga Glitnis, sé það rétt sem fram kemur í stefnunni, segir Ragnar ekki tímabært að fara út í þær spurningar. - kóp, bj PricewaterhouseCoopers stendur við reikningana: Endurskoðanda kennt um ENDURSKOÐANDINN Skilanefnd og slitastjórn Glitnis stefndu ekki bara eigendum og stjórnendum bankans heldur einnig endurskoðendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ingibjörg S. Pálmadóttir, helsti eigandi og stjórnarformaður 365 miðla, sem gefur út Frétta- blaðið: „Ég veit ekkert meira en þið,“ segir Ingibjörg S. Pálmadóttir, ein sjömenninganna sem slita- stjórn Glitnis hefur stefnt. Hún segist hafa fyrst heyrt af stefnu slitastjórnar Glitnis aðfaranótt miðvikudags en síðan fyllt upp í eyðurnar með netútsendingu af blaðamannafundi slitastjórn- ar Glitnis. Stefnuna hefur hún ekki fengið í hendur. „Við erum að reyna að finna út hvað er í gangi. Þetta er stórfurðulegt. Ef þið getið sagt okkur eitthvað myndi ég þiggja það með þökk- um. Þetta er risastórt mál, upp- hæðirnar með ólíkindum. Við vitum jafn lítið og þið. Við … ég veit ekki neitt,“ segir Ingibjörg. Hún hefur ekki hugleitt stöðu sína sem stjórnarformaður 365 miðla í ljósi stefnunnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjár- festir og fyrrverandi stjórnar- formaður FL Group.: Ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir í gær. Pálmi Haraldsson, fjárfestir og eigandi Iceland Express: „Þetta er sorglegt. Ég bara skil þetta ekki,“ segir Pálmi Har- aldsson. Hann segir stefnu skila- nefnda uppfulla af tómu bulli. Í stefnu slitastjórnar Glitnis var Pálmi í fyrstu sagður fyrr- verandi stjórnarmaður í Glitni. Pálmi vísaði því á bug. Sama máli gegni um stjórnarsetu hans í einkahlutafélaginu FS38 og stöðu stjórnarformanns í Fons [innskot: fjárfestingarfélag sem Pálmi átti meirihluta í á móti Jóhann- esi Kristinssyni.]. Einkahlutafé- lagið FS38 var í eigu Fons. „Ég er gapandi. Maður myndi ætla að stefna myndi byggja á rökum og sannindum,“ segir hann. Pálmi hótaði í gærmorgun að stefna slitastjórn Glitnis vegna rangra saka sem geti haft mikil fjárhagsleg áhrif fyrir hann. Slita- stjórn leiðrétti málið í gær, sagði Pálma stefnt sem fyrrverandi stjórnarmanni FL Group. Pálmi sagði það rangt. „Ég var ekki í stjórn FL Group þegar umrætt mál átti sér stað hjá Glitni,“ segir Pálmi. Ekki náðist í Þorstein M. Jóns- son, stjórnarformann Vífilfells og fyrrverandi stjórnarformað- ur FL Group, Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóra FL Group, Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóra Glitnis, Jón Sigurðsson, for- stjóra Stoða, áður FL Group. Jón er sagður hafa verið erlendis í gær og ekki í símasambandi. - jab Viðbrögð þeirra sem stefnt hefur verið fyrir dóm í New York eru misjöfn: Ingibjörg kemur af fjöllum FLUGIÐ OG FERÐAÞJÓNUSTAN HVERT STEFNIR? ÁVARP FYRIRLESARAR ÞÁTTTÖKUGJALD KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR iðnaðarráðherra flytur ávarp. SIMON CALDER ICELAND: THE GREATEST SHOW ON EARTH Þróun ferðaþjónustu í ljósi eldgossins í Eyjafjallajökli. Simon Calder er einn kunnasti fjölmiðlamaður samtímans á sviði ferðamennsku. Hann starfar fyrir The Independent, Sky Travel, BBC Radio og fleiri og er eftirsóttur ræðumaður um stefnu og þróun í ferðamennsku víða um heim. ULRICH SCHULTE-STRATHAUS THE STATE OF THE AIRLINE INDUSTRY IN MAY 2010 Staðan hjá evrópskum flugfélögum og hvert stefnir. Ulrich Schulte-Strathaus er framkvæmdastjóri Evrópusambands flugfélaga, AEA. Hann var um 20 ára skeið einn af æðstu yfirmönnum Lufthansa en hefur undanfarin ár stýrt AEA sem safnar upplýsingum og stundar rannsóknir á þróun atvinnuflugs. BIRKIR HÓLM GUÐNASON, framkvæmdastjóri Icelandair, stýrir fundinum. Þátttökugjald er 2.000 kr. og innifalinn er léttur morgunverður. + Vinsamlegast skráið þátttöku á www.icelandair.is Icelandair boðar til morgunverðarfundar miðvikudaginn 19. maí kl. 8.30—10.30 á Hótel Loftleiðum. Stefna á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis Sýslumaður tekur afstöðu til kyrrsetningar eftir helgi: Krafan nær til allra eigna þremenninganna JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON ÞORSTEINN JÓNSSON PÁLMI HARALDSSON LÁRUS WELDING INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR JÓN SIGURÐSSON HANNES SMÁRASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.