Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 CLAUDIA SCHIFFER situr fyrir í júníhefti hins þýska Vogue. Þykir það merkilegt fyrir þær sakir að ofurfyrirsætan er kasólétt og situr fyrir ber á for- síðunni. Ljósmyndarinn var enginn annar en Karl Lagerfeld. „Mig var lengi búið að dreyma um að eignast smekkbuxur svipuðum þeim og maður átti þegar maður var lítill,“ segir Ásgerður Birna Björnsdóttir sem heldur mikið upp á smekkbuxur sem hún keypti fyrir nokkrum árum í versluninni KronKron. „Þær hafa tilfinninga- legt gildi,“ segir hún brosandi og strýkur yfir grábláar buxurnar. Við buxurnar valdi Ásgerður nokkurs konar sjóliðaskyrtu sem hún fann í Kolaportinu. „Ég elska Kolaportið,“ segir hún glaðlega en þar finnst henni gaman að skoða og finna flíkur. „Maður finnur svo margt skemmtilegt sem er ekki að finna annars staðar, bæði flotta en líka undarlega hluti,“ segir hún og bætir við að verðið skemmi ekki fyrir. Þrátt fyrir að Ásgerður sé mikið fyrir gamaldags hluti segist hún einnig skoða tískublöðin enda þyki henni gaman að blanda saman gömlu og nýju. Hún hefur enda lengi haft gaman af tísku og þykir skemmtilegt að kynna sér gömul tískutímabil. Þá tengjast framavonir hennar einn- ig sama sviði. Eftir útskrift úr MR í vor ætlar Ásgerður að vinna næstu mánuði og safna peningum til að ferðast. Á næsta ári vill hún hins vegar skella sér á skólabekk á ný og þykir lík- legt að eitthvað í sambandi við tísku og textílhönnun verði fyrir valinu. Hún hefur ekki ákveð- ið hvort sá skóli verði hér á landi eða erlendis. „Ég er með ýmislegt í huga en svo veit ég ekki hvar ég enda.“ solveig@frettabladid.is Kolaportið er ein besta tískuvöruverslunin Ásgerður Birna Björnsdóttir hefur gaman af gamaldags fatastíl en þykir skemmtilegt að blanda saman gömlu og nýju. Þannig er hún í gamalli skyrtu sem hún fann í Kolaportinu við smekkbuxur úr KronKron. Ásgerður útskrifast frá MR í vor en stefnir í framtíðinni á að læra um textílhönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 www.gabor.is Sérverslun með Skór & töskur í miklu úrvali Listh STILLANLEG RÚM HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Queen rúm með botni kr. 179.900 SAGA, ÞÓR OG VALHÖLL Heilsudýnur á frábæru verði. Queen rúm með botni frá kr. 99.900 Gleðilegt sumar! www.svefn.is 349.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.