Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Tilhugsunin um að skokka sam- fellt í fleiri fleiri mínútur reyn- ist kyrrsetufólki erfið en með því að fara hægt af stað og gefa sér góðan tíma er hægt að ná fínum árangri. Á heimasíðu skokkhópsins Fjöln- is er að finna tíu vikna byrjenda- áætlun sem endar með þrjátíu mín- útna skokki. Þar er mælt með því að byrjað sé á að aðlaga líkamann með þrjátíu mínútna röskri göngu þrisvar til fjórum sinnum í viku. Í fyrstu hlaupavikunni er byrjað á því að skokka í tvær mínútur og ganga í fjórar og er það endurtek- ið fimm sinnum. Í næstu viku er skokkað í þrjár mínútur, gengið í þrjár og endurtekið jafn oft. Nán- ari leiðbeiningar er að finna á slóð- inni www.skokk.is/Byrjandaaætl- un.htm en miðað er við að þeim sé framfylgt þrisvar í viku. Að tíu vikum liðnum er hálftíma skokk leikur einn. - ve Trail Attack 6 Utanvegaskór Stöðugur og mjúkur skór til að hlaupa utanvega. Notkun. Fyrst og fremst skór til að hlaupa utanvega. Ekkert mælir þó móti því að nota líka í götuhlaup, því allur stöðug- leiki og dempun götuskóna er til staðar. Hentar hlaupurum með mismunandi hlaupalag. Stöðugir skór (stability, structured cushion- ing) með umtalsverðri dempun og mýkt. Stöðugleiki. Skórnir eru mjög stöðugir sem er mikill kostur í utan- vega hlaupum, þar sem veltingur um ökkla eykur hættu á meiðslum. Frá niðurstigi að fráspyrnu rúllar skórinn einstaklega vel með hjálp IGS (Impact Guidance System). IGS stjórnar lendingunni frá hæl að fráspyrnu og veldur þannig mun eðlilegra niðurstigi. Kayano 16 Stöðugur og mjúkur innanfótastyrktur æfingaskór. Asics skór eru mjög vinsælir meðal hlaupara. Henta sérlega vel þeim sem eru með venjulegan hlaupaferil eða örlítið of mikinn innhalla. Stöðugir skór (stability, structured cushioning) með umtalsverðri dempun. Stórir gel púðar undir hæl og tábergi. Skórnir eru mjög stöðugir. Frá niðurstigi að fráspyrnu rúllar skórinn einstaklega vel með hjálp IGS (Impact Guidance System). IGS stjórnar lendingunni frá hæl að fráspyrnu og veldur þannig mun eðlilegra niðurstigi. Þetta er vegna þess að IGS kemur í veg fyrir að fóturinn skekkist inn á við í niðurstiginu. Nimbus 11 Hentar vel þeim sem eru með venjulegan hlaupaferil eða ein- hvern úthalla (frekar stífur fótur). Venjulegir skór henta oft hlaup- urum með háa il. Ótrúlega þægilegir og mjúkir æfingaskór. Frábær höggdempun, mikill stöðugleiki og enn nær full- komnun í léttum öflugum skóm. Nimbus er hannaður til að mæta kröfum þeirra sem eru með háa rist (stífan fót) og álagið út á jarkann í niðurstiginu eða þeirra sem eru með venjulegan hlaupaferil. Mjög endingargóðir. GT-2150 (Karlar) Stöðugur og mjúkur æfingaskór. Asics skór eru mjög vinsælir meðal hlaupara. Notkun. Henta sérlega vel þeim sem eru með venjulegan hlaupaferil eða örlítið of mikinn innhalla. Stöðugir skór henta oft mjög vel hlaupurum með venjulega il/rist (ekki of háa eða flata) og venjulegt hlaupa- lag, en eru í þyngri kantinum. Á tíu vikum er hægt að ná góðum árangri. Skynsamleg skokkáætlun Íþróttamerkið Asics hefur fest sig rækilega í sessi á Íslandi sem gæðamerki í hlaupaskóm. Í merkinu fæst einnig fjöl- breyttur íþróttafatnaður og skór fyrir ýmsa útivist. „Ég hef tekið eftir því að fólk er farið að forgangsraða lífi sínu öðruvísi eftir bankahrunið. Það tekur heilsu, vellíðan og fjölskyld- una fram yfir mikla vinnu og mér þykir mikill meðbyr í þjóðfélag- inu með hreyfingu og íþrótta- iðkun,“ segir Gunnar Einarsson knattspyrnumaður sem er yfir heildsölusviði hjá fyrirtækinu Sportís. Sportís er meðal annars með umboð fyrir vörur frá Asics sem Gunnar segir mjög vinsælar á Íslandi. „Mín fyrstu kynni af Asics voru í Hollandi þegar ég spilaði með liði sem klæddist vörum frá þeim,“ segir Gunnar og líkaði stórvel. Hann spilaði knattspyrnu í Hol- landi í fimm ár, hefur síðustu ár spilað á Íslandi og nú hafið þjálf- araferil sinn sem spilandi aðstoð- arþjálfari hjá Leikni. Þótt hann hafi haft góð kynni af íþróttamerkinu Asics kom honum mjög á óvart, þegar hann hóf störf hjá Sportís síðastliðið haust, hversu mikil vísindi liggja að baki hönnun þess. „Það liggur margra áratuga þróun að baki bæði skónum og föt- unum,“ segir hann og bætir við að mjög stór hluti hlaupara á Íslandi klæðist skóm frá Asics. „Fólk er trútt vörumerkinu og margir sem vilja ekki vera í öðru.“ Hlaupaskór frá Asics eru vin- sælastir á Íslandi en þó er einn- ig að finna breiða línu göngu-, takka- og handboltaskóa. Þar fyrir utan er einnig framleiddur gæða- íþróttafatnaður í merkinu. Mark- mið Sportís er að auka úrval og sýnileika fatnaðarins á næstunni. Gott orðspor Asics hefur bor- ist víða um landið og ekki sakar að Sportís er iðið við að styðja við afreksíþróttamenn á borð við Helgu Margréti Þorsteinsdóttur tugþrautakonu. Einnig var nýlega stofnaður Asics hlaupahópur sem samanstendur af sjö áberandi götu- hlaupurum. Þá eru Sportís styrkt- araðilar að Reykjavíkurmaraþon- inu og Laugavegshlaupinu og koma að mörgum hlaupum yfir sumar- tímann. Asics-vörurnar eru seldar í helstu íþróttavöruverslunum landsins. Gunnar segir mikið kapp lagt á að veita góða þjónustu og að sölumenn séu duglegir að kynna sér nýjungar í merkinu enda allt- af verið að betrumbæta skó og fatnað. Fólk setur heilsu, vellíðan og fjölskyldu í forgang „Asics stendur fyrir Anima Sana in Corpore Sano sem þýðir Heilbrigð sál í hraustum líkama,“ segir Gunnar Einarsson knattspyrnu- maður og starfsmaður Sportís. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.