Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 26
 13. MAÍ 2010 FIMMTUDAGUR Spretthlauparinn Usain Bolt er fæddur á Jamaíku 21. ágúst 1986. Hann er núverandi ólympíugull- hafi, heimsmeistari og heimsmet- hafi í 100 og 200 metra sprett- hlaupi karla. Á Ólympíuleikunum í Peking 2008 setti hann heimsmet og ól- ympíumet í báðum greinum; 9,69 sekúndur í 100 metrum og 19,30 sekúndur í 200 metrum. Með jam- aíska liðinu setti Bolt einnig heims- met í 4x100 m hlaupi, þar sem hann hljóp þriðja sprettinn. Á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 setti Usain Bolt aftur heims- met í 100 metra hlaupi þegar hann hljóp á 9,58 sekúndum og í 200 metra hlaupi á 19,19 sekúnd- um. Þar með varð hann fyrstur til að eiga ólympíumeistaratitil og heimsmeistaratitil í báðum grein- um. Usain Bolt er talinn hraðskreið- asti maður veraldar og er gjarn- an kallaður „Þrumufleygur“ eða „Lightning Bolt“. Complete Velosis - Heil IdCELL plata í sóla - EverFoam minnisfrauð við hæl - duoCell gelpúði í hæl - ArchTech stuðningur undir miðfæti Verð: Kr. 29.990.- Complete Vectana - M2D innanfótarstuðningur - EverFoam minnisfrauð við hæl - IdCell frauðplata og duoCell gelpúði í sóla - ArchTech stuðningur undir miðfæti Verð: Kr. 28.990.- Complete Ventis - Tvískipt IdCELL plata í sóla - EverFoam minnisfrauð við hæl - duoCell gelpúði í hæl - ArchTech stuðningur undir miðfæti Verð: Kr. 26.990.- Cell Levaio - IdCELL plata undir framfæti - ArchTech stuðningur undir miðfæti - Góð öndun Verð: Kr. 17.990.- PUMA hlaupaskór fást í íþróttaverslunum um land allt Fljótasti maður heims hleypur í Puma-hlaupaskóm og ætlar enn að auka hraðann í sam- vinnu við Puma. „Puma á sér langa sögu í lífsstíls- fatnaði og margir sem setja sama- semmerki milli Puma og tísku, en undanfarið hafa Puma-menn lagt meiri áherslu á að Puma sé líka íþróttamerki og það vilja þeir halda í,“ segir Ragnhildur Rósa Guð- mundsdóttir, sölustjóri Puma hjá Tótem, sem flytur inn allt sem til- heyrir Puma. „Puma-æði hefur runnið á heimsbyggðina eftir að fljótasti maður heims, jamaíski spretthlaup- arinn Usain Bolt hljóp til sigurs á Ólympíuleikunum í Peking 2008, en í Puma-hlaupafatnaði og á Puma- hlaupaskóm hefur hann einnig orðið heimsmeistari og heimsmet- hafi í 100 og 200 metra spretthlaupi karla. Puma á í nánu samstarfi við Usain Bolt sem er nú aðalauglýs- ingaandlit Puma og hefur þróað hlaupafatnað undir eigin nafni fyrir Puma,“ segir Ragnhildur um sjóðheita hlaupalínu Puma sem Ís- lendingar hafa beðið með óþreyju. „Puma hafði áður gert samn- ing við landslið Jamaíku í frjáls- um íþróttum árið 2002 og hafa á hverju ári síðan komið með árs- tíðabundnar hlaupalínur í sam- vinnu við liðið. Fyrir Ólympíuleik- ana 2008 stigu þeir svo stærsta skrefið í átt að því að verða alvöru hlaupamerki og árangurinn lét ekki á sér standa með Usain Bolt í hlaupaskónum, en hann er nú orð- inn frjálsíþróttamaður númer eitt í heiminum,“ segir Ragnhildur sem næsta sumar tekur mót nýrri línu Usains Bolt fyrir Puma í lífsstíls- fatnaði. „Mikil eftirspurn hefur orðið eftir hlaupafatnaði og hlaupaskóm Puma, enda línan nánast fullkom- in og allt í boði, bæði keppnisföt sem og dagleg föt í ræktina og út að hlaupa, og fötin með því allra besta sem gerist,“ segir Ragnhildur sem fer ekki varhluta af vinsældum Puma hjá einstaklingum og liðum hér heima. „Það var klókt hjá Puma að fá Usain Bolt til liðs við sig, og vissu- lega verðskuldað líka því hann er sannarlega sá allra besti í heim- inum í sínum eigin Pumaskóm. Þá hentar merkinu einkar vel að vera í samstarfi við landslið Jamaíku sem er trallandi hresst og brosir mót heiminum, því ímynd Puma er allt önnur en annarra merkja á heimsvísu.“ Heimsmet slegin í Puma Þrumufleygurinn Usain Bolt Hér sjást þau Sigþór Árnason sölumaður og Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, sölustjóri Puma hjá Tótem, með hlaupaskó frá Puma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alþjóðafrjálsíþróttasambandið kaus Usain Bolt frjálsíþrótta- mann ársins 2008.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.