Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 28
 13. MAÍ 2010 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● íþróttavörur Gott að fara í greiningu Hlaupalag fólks er misjafnt og niðurstig þess ólíkt. Því þarf skótauið að vera miðað við einstaklinginn. Rang- ur fótabúnaður getur valdið verkjum í liðum og tábergi og aukið áhættuna á meiðsl- um. Víða er hægt að fá þjón- ustu sem nefnist göngu- greining þar sem bein-og vöðvauppbygging er skoðuð og metin og í framhaldinu er mögulegt að velja úr inn- leggjum sem veita stuðning. Það getur borgað sig að leita til þeirra sem hafa reynslu og þekkingu á þessum hlut- um áður en tekið er á sprett út í sumarið. Áríðandi er að verða sér úti um rétt skótau áður en lagt er af stað. Göngugarpar vilja gjarnan hafa með sér einhvern búnað þegar farið er í göngu út fyrir bæinn enda fátt betra en heimatilbúið og hollt nesti og mikilvægt að hafa aukahlífðarföt og ekki síður áttavita. Þá er lítill og létt- ur sjúkrakassi, með plástr- um fyrir hælsæri og annað, góður förunautur ef um lengri göngu er að ræða. Þegar búið er að raða nauð- synjum í bakpokann er mjög mikilvægt að vigta pokann til að athuga hvort þyngdin sé hæfileg. Gott er að miða við að pokinn sé ekki þyngri en 15 kíló því annars munu göngumenn fljótt kenna sér meins í baki og þá er verr af stað farið en heima setið. Mikilvægt að ferðast létt Bakpokar eiga ekki að vera þyngri en 15 kíló. Fyrir fólk sem er að byrja að hlaupa og langar að geta hlaupið til að mynda 10 kílómetra eftir ein- hvern tíma er gott að gera sér smá hlaupaáætlun. Góð æfingaáætlun samanstend- ur af þremur æfingum á viku að sögn hlaupara og er það hæfilegt fyrir flesta sem eru að byrja, þótt sumir þoli að hafa æfingarnar fjór- ar. Til að minnka hættuna á álags- meiðslum getur þó verið sniðugt að hafa fjórðu æfinguna einhvers konar öðruvísi tegund af hreyf- ingu, svo sem göngu, hjólreiðar eða sund, auk þess sem slíkt er góð tilbreyting frá því að hlaupa. - jma Æfingaáætlun fyrir byrjendur Námskeiðið er hægt að greiða með léttgreiðslum til þriggja mánaða. Námskeiðið hefst 17. maí en þú getur byrjað núna!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.