Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 13. maí 2010 17 Útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Sólveigar Ólafsdóttur frá Norður-Fossi í Mýrdal, sem lést á Dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka 5. maí, fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal laugardaginn 15. maí kl. 14. Ólafur Sigursveinsson Ólöf Karlsdóttir Jóhanna Sigursveinsdóttir Ólafur Þorsteinn Jónsson Sveinn Sigursveinsson Sigurður Sigursveinsson Kristín Sigurmarsdóttir Runólfur Sigursveinsson Ragnheiður Thorlacius og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Vilhjálmsdóttir, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, andaðist á Hjallatúni fimmtudaginn 6. maí. Útför hennar fer fram frá Víkurkirkju föstudaginn 14. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Dvalarheimilið Hjallatún. Finnur Bjarnason Gréta Bjarnadóttir Oddný Bjarnadóttir Stefán Á. Stefánsson Valborg Bjarnadóttir Egill Bjarnason Sigurlín Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, Aðalheiður Sigurðardóttir lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 9. maí. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.00. Haraldur Þorsteinsson Sigurður Haraldsson Jóna Guðjónsdóttir Þorsteinn Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Sturla Þorsteinsson Ástráður Haraldsson Eyrún Finnbogadóttir barnabörn og barnabarnabörn.Ástkær faðir okkar, Guðmundur Garðar Guðmundsson sem lést miðvikudaginn 5. maí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Kristskirkju Landakoti föstu- daginn 14. maí kl 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Lilja Guðmundsdóttir Hrafnhildur Guðmundsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elísabet Jónsdóttir Árskógum 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 13. Jón Guðmundsson Marta Kjartansdóttir Björg Guðmundsdóttir Gunnar Kr. Guðmundsson Ása Dóra Konráðsdóttir Örn Guðmundsson Ragnhildur Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Bryndís Björnsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Bláhömrum 2 Grafarvogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 10. maí. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 17. maí kl. 13.00. Margrét Þórhildur Jóelsdóttir Stephen Fairbairn Lúðvík Páll Jóelsson Kolbrún Sveinbjörnsdóttir Baldur Jóhann Jóelsson Sigrún Magnea Jóelsdóttir Erling Bjarnason Þórður Jóelsson Birgitta Jóelsson Ásdís Ósk Jóelsdóttir Adolf Petersen barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigurbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili áður Hofsvallagötu 21, Reykjavík, lést á Grund laugardaginn 8. maí. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, og Hvítabandið en minningakort þess fást í Kirkjuhúsinu. Gunnar Sigurður Konráðsson Agnes Magnúsdóttir Óskar Konráðsson Jóhanna Jónasdóttir Haukur Konráðsson Ólafía Jónatansdóttir Kjartan Konráðsson Margrét Björnsdóttir og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför Þorleifs Jónssonar Skúlagötu 40a, Reykjavík, áður bónda Litla-Langadal á Skógarströnd. Sigurfljóð Jónsdóttir Margrét K. Jónsdóttir Guðmundur Jónsson Guðríður F. Guðjónsdóttir Ingunn Jónsdóttir og systkinabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Bjarni Ólafsson fv. stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsvík, sem lést 3. maí á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju næstkomandi laugardag kl. 13.00. Marta Kristjánsdóttir Vigdís Bjarnadóttir Einar S. Sigurjónsson Kristján Bjarnason Steinunn Tryggvadóttir Kristbjörg Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Engilbert Sigurðsson Langholtsvegi 132 Reykjavík, sem lést 7. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19. maí kl. 15.00. Regína Erlingsdóttir Þóra Engilbertsdóttir Guðmundur Már Engilbertsson Rebecca Engilbertsson Sigurður Haukur Engilbertsson Brynja Ósk Pétursdóttir Gunnar Valur Engilbertsson barnabörn og barnabarnabörn. Bretinn Richie Smith opnar mynd- listarsýningu í menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri í dag ásamt Gunnari Guðsteini Gunnarssyni. Richie hefur starfað sem listamaður um nokkurt skeið og er þetta í annað sinn sem hann heldur myndlistarsýn- ingu hér á landi. „Þetta eru um þrjá- tíu verk, öll mjög lítil. Síðast þegar ég hélt sýningu komu verkin með skipi, en núna komu þau flugleiðina og þess vegna eru þau í minni kantinum. Þetta eru ný verk og ég hef mikið verið að vinna með endurunnin efni og hluti sem fólk mundi undir venjulegum kringumstæðum bara henda,“ útskýr- ir Richie. Þetta er í fimmta sinn sem Richie og eiginkona hans sækja Ísland heim og segist hann mjög hrifinn af landi og þjóð. „Við elskum Ísland. Þetta er ævintýralegt land og mér líður nánast eins og ég sé að koma heim í hvert sinn sem ég kem hingað.“ Aðspurður segist hann ekki hafa miklar áhyggjur af því að verða innlyksa á Íslandi vegna ösk- unnar frá Eyjafjallajökli, en hann mun fljúga aftur til síns heima á sunnudag. „Ég hef engar áhyggjur og væri í raun alveg sama þótt ég festist hér til eilífð- arnóns,“ segir hann og hlær. Sýningin verður opnuð í dag klukk- an 14 og stendur yfir til 16. maí. - sm Væri sama þótt hann festist hér SÝNIR Á STOKKSEYRI Richie Smith opnar sýningu í Hólmaröst á Stokkseyri í dag. Heimspekingur er nýlega fluttur inn í Þjóðarbókhlöðuna. Um er að ræða skúlptúr eftir Aðalheiði S. Eysteins- dóttur, innblásinn af Þorsteini Gylfa- syni, fyrrum prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands sem lést árið 2005, sex- tíu og þriggja ára að aldri. Styttan er gjöf til Háskólans frá vinum Þorsteins en að baki henni stend- ur einkum Þráinn Eggertsson, prófessor í hagfræði. Rektor HÍ fól landsbókaverði styttuna til varðveislu í Þjóðarbókhlöðu og stendur hún á 2. hæð, við stigann niður í þjóðdeild. Það á vel við því Þor- steinn ánafnaði Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni bækur sínar auk þess sem safnið hefur fengið handrit hans og bréf til varðveislu. Þó að verk Aðalheiðar, Heimspeking- ur, minni mjög á Þorstein er það ekki portrettmynd af honum. Aðalheiður not- ast ekki við ljósmyndir af fyrirmyndum sínum heldur minningar og tilfinning- ar og notar til þess afgangs timbur og fundna hluti. -gun Minningar og tilfinningar HÖFUNDUR OG HEIMSPEKINGUR Aðalheiður S. Eysteinsdóttir við skúlptúrinn af Þorsteini Gylfasyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.