Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 13. maí 2010 Á laugardaginn opnar Gallerí HAV- ARÍ í Austurstræti sýningu með verkum eftir Gjörningaklúbbinn, Siggu Björgu, Hugleik Dagsson, Lindu Loeskow og Söru Riel. Um er að ræða bæði frum- sýningar og endursýningar á verkum listamannanna. Gjörningaklúbburinn/The Icelandic Love Corporation sýnir teikningar frá 2007. Þar kennir ýmissa grasa úr hugmyndaheimi þrenning- arinnar. Hugleikur Dagsson sýnir verk af ýmsum stærðum. Meðal annars lands- lagsmynd þar sem Guð faðmar fjall en Sigga Björg ætlar að sýna teikning- ar sem fara út fyrir blaðið og inn í veggi. Linda Loeskow er grafískur hönnuður sem unnið hefur til fjölda verðlauna. Linda mun sýna hvetjandi vegg- myndir, eins konar kaffi- stofulist. Sara Riel málaði vegglistaverk í and- dyri gallerísins sem var frumsýnt í byrjun mánaðarins. - pbb Gaman í Havaríi MYNDLIST Hug- leikur sýnir ýmsar stærðir í Havaríi. Söngskólinn í Reykjavík Inntökupróf í allar deildir skólans fara fram 17. maí Umsóknir og upplýsingar: sími 552 7366 / songskolinn.is / rafraen.reykjavik.is HÁSKÓLADEILDIR Einsöngs- og kennaradeildir SÖNGDEILDIR Nemendur frá 16 ára aldri UNGLINGADEILDIR Stúlkur og drengir 11-15 ára SÖNGLEIKJADEILDIR Nemendur á framhaldsskólaaldri öll fölsk – umarkaður náttúrulega afskaplega veik stjórn- sýsla sem ekki hefur dregið þess- ar röksemdir fram fyrr en núna að rannsóknarnefndin gerir það.“ Gallað frumvarp Gylfa Þú setur skýrsluna í samhengi við nýtt stjórnarfrumvarp um fjármála- fyrirtæki sem Alþingi er með til meðferðar, segir að það sé gallað og kallar eftir þverpólitískri samstöðu um nýja löggjöf. Hverjir eru þessir gallar og í hverju á sáttin að felast? „Ég tel að það sé algjört grund- vallaratriði að skilja á milli við- skiptabankastarfsemi og fjárfest- ingarbankastarfsemi. Það var fjárfestingarbankastarfsemin sem setti íslenska bankakerfið um koll. Það er margvísleg reynsla af þessu í öðrum löndum. Eftir kreppuna í Bandaríkjunum í byrjun 20. aldar- innar var bannað að reka viðskipta- banka og fjárfestingarbanka undir einum hatti. Ég tel að svona bann eigi að taka upp hér en það er alls ekki gert ráð fyrir því í þessu frum- varpi Gylfa Magnússonar. Ég hef reynt að spyrjast fyrir um það hvernig á þessu standi. Mér er sagt að rökin hafi verið þau að ef þetta yrði gert væru ekki til nægilega stórir bankar til að þjóna íslenskum fyrirtækjum. Þetta eru nákvæmlega sömu rök og voru notuð hér fyrir áratug. Bankarn- ir væru svo litlir að þeir gætu ekki sinnt stórum íslenskum fyrirtækj- um. En ég spyr: Hvar eru þessi stóru, íslensku fyrirtæki í dag sem bankarnir geta ekki þjónað? Þau eru horfin, þau eru ekki lengur til. Ég tel að þetta sé algjört grundvallar- atriði.“ Næstu bækur um kalda stríðið og Sjálfstæðisflokkinn Um hvað verður næsta bók? Ertu byrjaður á henni? „Ég er búinn að velta því fyrir mér lengi að skrifa um kalda stríð- ið á Íslandi. Mér finnst æskilegt að lýsa viðhorfum minnar kynslóðar til kalda stríðsins. Mér finnst yngri kynslóðir eiga eitthvað erfitt með að skilja okkur,“ segir Styrmir. „Svo hef ég líka áhuga á að skrifa eitt- hvað um innri málefni Sjálfstæðis- flokksins á undanförnum áratugum, sem ég hef fylgst vel með.“ FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.