Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 12
12 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Garðbæingar þekkja ekki annað en hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Pétur Gunnarsson peturg@frettabladid.is Garðabær slapp betur frá hruni efnahagslífsins en flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjárhagsstaðan er traust og reksturinn skilaði góðum afgangi síðasta ár. Bæjarstjórn Garðabæjar hafði markað þá stefnu að taka engin lán í erlendum gjaldmiðlum. Skulda- staðan stökkbreyttist því ekki við hrun krónunnar, líkt og gerðist til dæmis hjá nágrönnunum á Álfta- nesi. Þá tóku einkaaðilar en ekki bæj- arsjóður mesta skellinn af sam- drætti á byggingamarkaði í bænum. Kópavogur, Reykjavík og fleiri sveitarfélög hafa orðið fyrir mikl- um kostnaði vegna skila á bygging- arlóðum en hjá Garðabæ er ekki um slíkt að ræða; þeir einstakling- ar sem eru að byggja í Akralandi og Urriðaholti keyptu sínar lóðir af einkafyrirtækjum. Þá var lánið með Garðbæingum hvað varðar kostnað sveitarfélags- ins við uppbyggingu nýs miðbæjar. Framkvæmdir þar voru að rétt að hefjast þegar hrunið varð. Útsvarstekjur bæjarins á hvern íbúa eru með þeim hæstu á land- inu í Garðabæ þótt útsvarsprósent- an sé þar ein sú lægsta. Minnihlut- inn bendir á að Garðbæingar séu krafðir um hærri þjónustugjöld en íbúar margra annarra sveitarfé- laga. Deilur um þetta hafa meðal annars birst í umræðum um þátt- töku bæjarins í því að niðurgreiða mat fyrir börn í grunnskólum og leikskólum. Skólamál hafa verið í brennidepli í Garðabæ undanfarin ár og meiri- hlutinn hefur lagt áherslu á einka- rekstur, meðal annars með sam- starfi við skóla Hjallastefnunnar, sem hefur rekið grunnskóla fyrir börn í 1. til 4. fjórða bekk. Skóla- nefnd bæjarins samþykkti nýlega að semja við fyrirtækið um aukin viðskipti og grunnskólavist fyrir nemendur upp í 7. bekk. Hreinn meirihluti Sjálfstæð- isflokksins hefur verið við völd í Garðabæ svo lengi sem elstu menn muna. Flokkurinn hefur nú fjóra bæjarfulltrúa af sjö en Samfylking og Framsókn fengu þrjá af sameig- inlegum A-lista. Framsóknarmenn og samfylk- ingarmenn hafa hætt samstarfinu og bjóða nú fram eigin lista. VG býður ekki fram í Garðabæ. Nokkur átök hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Það birtist skýrast í óánægju sem kom upp í kjölfar prófkjörs þar sem fjórir karlar urðu í efstu sætum. Úr því var leyst með því að Erling Ásgeirsson, sem varð í 1. sæti, og Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem varð í fimmta sæti, höfðu sæta- skipti. Erling er sagður í baráttu- sæti flokksins, þannig að markmið sjálfstæðismanna er að sækja sér einn fulltrúa til viðbótar í þessum kosningum. Fjórði framboðslistinn sem fram kom fyrir þessar kosningar hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokk- inn. Oddviti M-listans, Ragný Þóra Guðjohnsen, er varabæjarfull- trúi sjálfstæðismanna til átta ára og formaður í nefndum bæjarins í umboði núverandi meirihluta. Hún náði ekki settu marki í prófkjöri sjálfstæðismanna. M-listinn leggur áherslu á gagnsæi og stjórnsýslu- umbætur. Í öðru sæti þar er fyrr- verandi varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Víðar á listanum er fólk, sem hefur gegnt trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Það er þó ekki einhlítt, til dæmis er fyrrver- andi bæjarfulltrúi framsóknar- manna og óháðra í bænum í fjórða sæti listans. Þó er ljóst að M-listinn rær eink- um á mið Sjálfstæðisflokksins í atkvæðaleit, enda er vart á önnur mið að sækja fyrir ný framboð sem leita áhrifa í bæjarpólitíkinni í Garðabæ. Hittumst við Shellstöðina við Suðurfell. Gengið um Seljahverfi , ræðum hugmyndina á bak við skipulagið og skoðum tilraunareiti í fylgd Ágústu Krisjánsdóttur og Péturs H. Ármannssonar. Rölt um einskismannslandið milli Kópavogs og Breiðholts og þess freistað að ná tali af Kópavogsbúum með sameiningu sveitarfélaganna í huga. Fræðslu- og sameiningarganga um Seljahverfi milli 10 og 12 á laugardag Allir velkomnir í góðan göngutúr! Borgarganga með Hjálmari Slapp flestum betur frá hruninu „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fjárhagslegan stöðugleika, ef hann er ekki til staðar er lítið hægt að gera,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem skipar 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Fjárhagsstaða bæjarins sé traust og sjálfstæðismenn leggi áherslu á að útsvar verði óbreytt. Það er með því lægsta sem þekkist. „Við ætlum að halda traustri fjármálastjórn og óbreyttum álögum.“ Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á að auka ekki skuldir bæjarbúa heldur nýta fjárhagslegan styrk bæjarsjóðs til að varðveita grunnþjónustu við íbúana. „Ég held að þessi kosningabarátta sé ekki barátta stórra loforða,“ segir Áslaug Hulda. „Þetta snýst um að varðveita þann árangur sem við höfum náð og horfa til framtíðar.“ Bærinn hafi verið í forystu í skólamálum og muni halda áfram á sömu braut í þeim efnum. „Staðan hér í Garðabæ er mjög góð, sérstaklega ef við horf- um til þess hvernig hún er í sveitarfélögunum í kringum okkur.“ Tónninn sé jákvæðari í Garðabæ hér en annars staðar sem byggist á því að fjármálin eru í lagi. Áslaug Hulda segir að mjög góð samvinna hafi verið milli meirihluta og minnihluta í bæjarstjórninni á þessu kjörtímabili. Góð samstaða hafi þar tekist um mörg af mikilvægustu málunum. Þar hafi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gegnt lykilhlutverki. Snýst um fjárhagslegan stöðugleika GARÐABÆR Garðabær bar engan kostnað af lóðaskilum í kjölfar hrunsins. Einkaaðil- ar en ekki bærinn sjálfur báru ábyrgð á uppbyggingu byggingarsvæða. Gagnsæi og gott siðferði „Við köllum okkur Lista fólksins í bænum af því að við viljum starfa fyrir fólkið í bænum,“ segir Ragný Þóra Guðjohnsen, oddviti M-listans. „Við endurspegl- um fjölbreytni samfélagsins, erum á ýmsum aldri, konur og karlar, með mikla reynslu úr bæjarmálum, atvinnulífinu, félagsmálum og þeim málaflokkum sem sveitarstjórnin fjallar mest um.“ Ragný Þóra hefur sjálf verið varabæjarfulltrúi undanfarin tvö kjörtímabil og starfað í skipulags-, bygginga- og forvarnarnefndum bæjarins. Fleiri á listanum hafa verið áberandi í starfi Sjálfstæðis- flokksins en þar er einnig fyrrver- andi bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra. M-listinn leggur áherslu á aukið gagnsæi og gott siðferði í stjórn- sýslunni segir Ragný Þóra. Þar endurspeglist sú krafa sem verið hefur uppi á landsvísu um breytta og bætta stjórnsýslu. „Hugsjónir okkar eru í samræmi við þessa nýju sýn á samfélagið á Íslandi,“ segir hún. Einnig er lögð áhersla á góða velferðarþjónustu og markvisst starf í málaflokkum bæjarins, sérstak- lega skólamálum og á uppbyggingu í útivistar- og umhverfismálum í sátt við íbúa. „Hjá okkur snýst þetta um að bæta það sem er gott í Garðabænum,“ segir Sverrir Björn Björnsson, nýr oddviti framsóknarmanna. Hann segir að góð fjárhags- staða Garðabæjar gefi færi á að verja og bæta þjónustu við íbúa. „Við leggjum áherslu á fólkið og fjölskyldurnar í bænum og viljum efla alla nærþjónustu, íbúum til hagsbóta. Það er hægt að bæta þjónustu á ýmsan hátt án þess að kostnaður fari upp úr öllu valdi.“ Á tímum samdráttar þurfi að forgangsraða í þágu velferðar barna og unglinga. „Við teljum það lykilatriði til að geta rekið gott sveitarfélag, að stjórnsýsla sé opin og byggð á réttmætum siðferðilegum gildum.“ Sjálfstæðisflokkur hefur alla tíð haft hreinan meirihluta í Garðabæ. „Við reyn- um okkar besta til að breyta því,“ segir Sverrir Björn. „Það er aldrei gott ef eitt afl er ríkjandi í sveitarstjórn eða annars staðar.“ Framsóknarmenn bjóða fram undir merkinu Þinn valkostur. Þeir vilja meðal annars endurvekja næðisstundir í grunnskólum og tryggja að hægt verði að nota greiðslur frá sveitarfélaginu til að niðurgreiða tónlistarnám, líkt og íþrótta- og tómstundaiðkun. „Við viljum ekki ganga á opin svæði og byggja áfram upp net útivistar- og göngustíga,“ segir Sverrir Björn. Áhersla á fólkið og fjölskyldurnar Samvinnu í stað samkeppni sveitarfélaga „Kosningarnar snúast um þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu við eldri borgara sem hefur fjölgað mikið, og svo skipulagsmál í víðu samhengi,“ segir Steinþór Ein- arsson, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar. „Garðabær stendur vel og getur margt gott gert en hér eru mjög há þjónustugjöld lögð á barnafjölskyldur, mun hærri en í nágrannasveitarfélögunum. Vegna hárra meðaltekna Garðbæinga eru útsvarstekj- ur hærri á hvern íbúa en í öðrum sveitarfélögum þótt álagningarprósentan sé nokkuð undir hámarki. Steinþór segir að fjárhagsstaða bæjarins sé ágæt og veiti svigrúm til að bæta þjónustu við íbúana. Eitt stærsta verkefni næstu ára verði að endurskoða miðbæjarskipulagið, draga úr því byggingarmagni sem nú er gert ráð fyrir á því svæði og „ná sátt um að byggja upp fallegan og góðan miðbæ“. Steinþór segir að allir bæjarfulltrúar hafi staðið saman að gerð síðustu fjár- hagsáætlunar enda kalli ástandið í þjóðfélaginu á samstöðu. Á næstu árum þurfi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að leggja áherslu á samvinnu á fleiri sviðum í stað þeirrar samkeppni sem ríkt hefur þeirra á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.