Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 18
18 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR Við Íslendingar höfum mátt búa við grófar blekking- ar og mikið ranglæti undan- farin ár. Fjármálajöfrar not- uðu tálmyndir til að fá aðgang að lífeyrissjóðum, trygging- arsjóðum og innistæðureikn- ingum almennings, hér heima og erlendis. Þeim var leyft að sölsa nánast allt undir sig; banka, fjölmiðla, matvöruversl- anir, upplýsinga- og tæknifyrir- tæki og heilu hverfin í borginni. Þeir hikuðu ekki við að veðsetja traust og gömul fyrirtæki nán- ast út úr heiminum. Stofnan- ir, sem áttu að gæta hagsmuna okkar almennra borgara í land- inu, brugðust: Seðlabanki, fjár- málaeftirlit, ráðuneyti, Alþingi, ríkisstjórnir. Skýringarinnar er fyrst og fremst að leita í ábyrgðarlausri efnahagsstjórn, sem skreytti sig nafni frjálshyggjunnar, og gamalgróinni pólitískri menn- ingu hér á landi. Stjórnmála- flokkar á atkvæðaveiðum yfir- spiluðu hver annan með skrumi. Kosningaloforð um skattalækk- anir og 90% íbúðarlán á tímum hættulegrar þenslu vorið 2003, virkuðu eins og olíu væri hellt á bál. Við þessu var varað en allar gagnrýnisraddir voru kveðnar í kútinn af dæmalausum hroka og talsverðu magni af smjör- klípum. Allt er þetta tekið fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis og fær falleinkunn; stjórnsýsl- an, pólitíski kúltúrinn og efna- hagsstjórnin. Ójöfnuður Ekki nóg með það. Frá árinu 1995 og fram að efnahagshruni virðist ójöfnuður á Íslandi hafa vaxið meir en í nokkru öðru vestrænu landi. Virtir íslensk- ir fræðimenn, prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, bentu á það í greinum og skýrslum ár eftir ár. Í rann- sókn Arnaldar Sölva Kristjáns- sonar og Stefáns Ólafssonar frá síðasta ári um þróun tekju- skiptingar á Íslandi, er því lýst hvernig búið var til velferðar- kerfi hátekjufólks hér á landi með niðurfellingu hátekjuskatts og róttækri lækkun fjármagns- tekjuskatts niður í 13%. Niður- staðan varð meðal annars sú að ríkustu 10 prósent fjölskyldna juku hlut sinn af heildartekj- um fjölskyldna úr 22 prósent- um árið 1993 í 40 prósent árið 2007. Tekjuhlutdeild 90 prósenta fjölskyldna minnkaði á þessum tíma úr 78 í rúm 60 prósent. Auk þess, segir í greininni, rýrðu stjórnvöld barna- og vaxtabæt- ur til ungra fjölskyldna á árun- um 1995 til 2006. Við erum jafnaðarmenn. Okkur blöskrar hvernig ójöfn- uðurinn hefur verið aukinn kerfisbundið ár eftir ár. Við tókum það skref, sem hvorug- ur okkar hafði nokkru sinni ætlað sér, að ganga til liðs við stjórnmálaflokk. Samfylking- in hefur gert mörg mistök und- anfarin ár og á stundum virkað tækifærissinnuð. Flokksforust- an sá ekki í gegnum tálmynd- ir, hlustaði ekki á viðvaran- ir og gagnrýni en gekk til liðs við spilltan valdaflokk í ríkis- stjórnarsamstarfi vorið 2007. Við erum engu að síður sann- færðir um að hin klassíska jafn- aðarstefna, sem er grunnstefið í stefnuskrá Samfylkingarinnar, er eina færa leiðin fyrir okkur Íslendinga að vinna okkur út úr vandanum. Skorinorðasta tján- ing jafnaðarstefnunnar er kjör- orð frönsku stjórnarbyltingar- innar. Að okkar mati er enginn annar vegur fær til að skapa hið nýja Ísland, sem svo marg- ir þrá, en vegurinn sem er varð- aður frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi. Vanmáttur Bankahrun má bæta og hag- vöxtur gengur í bylgjum en vöxtur þjóðar er flókið og við- kvæmt ferli. Þjóðfélag þiggur ekki líf af eigum sínum jafnvel þótt það sé auðugt. Rætur þess standa dýpra í veruleikanum. Íslandshrunið er ekki fyrst og síðast fjárhagslegt heldur stönd- um við nú frammi fyrir siðferð- islegu og félagslegu tapi sem m.a. birtist í því að stór hópur fólks í landi okkar er í þann mund að festa þá tilfinningu í vitund sinni að samfélagið sé andsnúið þeim. Þar horfum við ekki síst á þau nokkur þúsund ungmenni í borginni, og á land- inu öllu, sem hvorki hafa fund- ið sig í skóla né fengið atvinnu við hæfi. Þetta er unga fólkið sem sér enga sérstaka ástæðu til annars en að sofa á daginn og vaka á nóttunni vegna þess að samfélagið sem það tilheyrir reiknar ekki með kröftum þess á nokkurn hátt. Vikurnar líða og mánuðirnir og niðurstaðan í lífi þessa fjölmenna hóps er vanmáttur, lærður vanmáttur sem virka mun eins og tæring á þjóðarlíkamann ef ekki verður komið til móts við hann. Þó er þar ljós í myrkri þegar litið er til þess átaks sem Vinnumála- stofnun hefur staðið að gagn- vart þessum hópi og sannað með einstökum árangri að böl má bæta. Annar hópur fólks nokkru ofar í aldri stendur jafnframt illa, en það er allt duglega unga fólkið sem fyrir fimmtán til tíu árum valdi sér námsbrautir í skólum, lauk prófum, stofnaði fjölskyldu, eignaðist börn og tók lán fyrir húsnæði sem síðan stökkbreytt- ust og urðu að skuldagildrum. Þetta er kynslóðin sem trúði á hið nýja og ríka Ísland af því að þeim var kennt að gera það allt frá unglingsárum. Þetta er sú kynslóð Íslendinga sem verst hefur verið svikin. Á þetta fólk að vilja byggja upp samfélag sem heldur þeim í heljargreip- um skulda? Hversu reiður er þessi hópur? Og hvar mun reið- in lenda þegar hún hefur alið afkvæmi sín? Við bendum á þessa tvo hópa, unga óvirka fólk- ið og reiðu kynslóðina með börn- in og skuldaklafana. Jöfnuður skapar stöðugleika Við lofum hvorki styttum né skattalækkunum. Við lofum engu nema því að leggja okkur alla fram við að skapa hér rétt- látara samfélag. Við höfnum ójöfnuði. Ójöfnuður leiðir til sundrungar en jöfnuður skapar stöðugleika. Við viljum tryggja öllum tækifæri. Við viljum eitt samfélag fyrir alla. Eitt samfélag fyrir alla Velferðarmál Bjarni Karlsson frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Hjálmar Sveinsson frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Flokksforustan sá ekki í gegnum tálmyndir, hlustaði ekki á viðvar- anir og gagnrýni en gekk til liðs við spilltan valdaflokk í ríkisstjórnar- samstarfi vorið 2007. Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjón- varpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lít- ilmagnans sem stendur í bið- röð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann. Tötra- legir og guggnir fátæklingar híma undir vegg í rigningarsudda og vonin vaknar í augunum þegar smekklega klæddar yfirstéttar- konur koma svífandi eins og engl- ar af himnum ofan til að gauka að þeim súpu. Lífsglaðir öreig- ar dansa um götur eins og í My Fair Lady og þjófóttir en sjarm er- andi götustrákar taka lagið fyrir vegfarendur, alveg eins og í Oli- ver. Þarna var nú aldeilis litríkt mannlíf og margt skemmtilegt sem gerðist, ekki satt? Ætli þeir hafa það ekki bara þokkalegt líka, fátæku Íslendingarnir, ekki síst ef þeir draga nú upp nikkuna í biðröðinni eftir súrmjólkurpott- inum og taka lagið? Og skyldi ekki blessuðum börnunum þeirra þykja vænt um allt góða fólkið sem réttir þeim ölmusuna og vera því þakklát? Það er ekki langt síðan Íslend- ingar þekktu neyðina mætavel. Fyrr á árum var börnum fátæk- linga komið fyrir í þrælkun á þeim bæjum sem voru tilbún- ir að taka við þeim fyrir lægstu meðgjöfina frá sveitinni. Niður- setningarnir eru ekki fjær okkur í tíma en svo að einhverjir þeirra kunna enn að vera á lífi, þó nán- ast allir af þeirra kynslóð séu gengnir á vit feðra sinna. Örlög þeirra réðust af fátækt – af því að heimili leystust upp, kannski vegna dauðsfalls, eða af því að foreldrarnir voru einhverra hluta vegna ekki færir um að sjá fyrir börnunum sínum. Niðursetning- arnir áttu síðan að vera bændum þakklátir fyrir að fá þak yfir höf- uðið, eitthvað að éta og starfa. Og nær okkur í tíma fann efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum skjól í Kamp Knox og öðrum misjöfn- um hermannabröggum. Marg- ir muna líka eftir að hafa búið þar. Þeir sem yngri eru þekkja braggahverfin kannski helst af skrautlegu mannlífi í bókum Ein- ars Kárasonar og bíómynd gerðri eftir þeim, svona dálítið eins og My Fair Lady eða Oliver, og jafn óraunverulegt og fjarlægt og þær sögur. Fúkkalyktin og rottugang- urinn sitja kannski meira í minni þeirra sem ólust þar upp, eineltið, níðið og örvæntingin. Við erum sem betur fer komin talsvert langt frá þessum aðstæð- um hérna á Íslandi og upplifum þær vonandi aldrei framar. Ekk- ert barn á að þurfa að alast upp við slík kjör. En við verðum líka að horfast í augu við raunveru- leikann, þó að það sé kannski skemmtilegra að láta sig dreyma um lundabjarg í Húsdýragarðin- um og glæsilega golfvelli. Nú er farið að ganga á sparifé gætnu fjölskyldnanna og bráðum verður séreignarsparnaðurinn uppurinn. Margir hafa misst vinn- una og ekki fundið aðra. Margir eiga sífellt erfiðara með að borga af lánum og standa í skilum og fjöldi fólks óttast að missa hús- næðið. Hvert á það að fara ef sá ótti verður að veruleika? Hvern- ig ætlum við að hjálpa fjölskyld- unum svo að þær leysist ekki upp vegna ómegðar og bjargarleysis? Þetta er ekki vinsælt umræðu- efni í kosningabaráttu, ekki frek- ar en að misskipting í samfélag- inu hefur aukist og heldur áfram að aukast ef ekkert er að gert. Við ættum að hafa áttað okkur á að blind einstaklingshyggja hefur komið okkur í ógöngur og við þurfum að snúa við blaðinu. Það er hluti af því að lifa og hrærast í samfélagi að taka sameiginlega ábyrgð. Fólkið sem mundi mæta- vel ástandið sem ég drap á hér að ofan barðist hörðum höndum við að koma upp velferðarkerfi til að tryggja að enginn þyrfti að þola sömu örlög og fátæklingar fyrri tíma. Um það velferðarkerfi og velferðarþjónustu þarf að standa dyggan vörð og koma í veg fyrir að bilið á milli fátækra og ríkra verði óbrúanlegt. Fátækt er ekki sjarmerandi, söngelsk eða skemmtileg. Hún er óvættur sem við eigum ekki að þurfa að líða í okkar samfélagi. Lítilmagnar samtímans Velferðarmál Líf Magneudóttir frambjóðandi VG í Reykjavík En við verðum líka að horfast í augu við raunveruleikann, þó að það sé kannski skemmtilegra að láta sig dreyma um lundabjarg í Húsdýra- garðinum og glæsilega golfvelli. Auglýsingasími Allt sem þú þarft… AF NETINU „Hver vinnur?“ í sam- steypustjórn En auðvitað þurfa bæði Íslending- ar og Bretar að skilja að sam- steypustjórnir fela ævinlega í sér ákveðna mála- miðlun og að varlega sé stigið til jarðar. Það getur verið þreytandi þegar mönnum þykir brýn þörf á róttækum breytingum en á hinn bóginn þurfa jafnvel þeir sem vita að þeir hafa rétt fyrir sér líka að gæta þess að fara ekki offari gagnvart þeim sem hafa andstæðar skoðanir. Það er eitt af því sem lýðræðissamfélagið gengur út á. Ármann Jakobsson armannjakobsson.blogspot.com Opnum inn í Þórsmörk strax Hin hefðbundna leið inn í Þórs- mörk er ekki vit- und hættulegri en þjóðvegur númer eitt sem liggur sunnan við Eyja- fjallajökul. Báðum leiðum er hægt að loka í snarhasti ef gosið breyt- ist skyndilega. Skoðunarferðir inn að Gígjökli og inn í Þórsmörk eru vænlegasti og hættuminnsti kosturinn fyrir þá sem vilja sjá þessar náttúruhamfarir ögn nær en í vefmyndavél. Mér finnst tímabært að yfirvöld láti af hræðsluáróðri og ofstjórn og opni þegar í stað leiðina inn í Þórsmörk og leggi þannig sitt af mörkum til þess að draga úr því margþætta tjóni sem gosið veldur. Páll Ásgeir Ásgeirsson blog.eyjan.is/pallasgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.