Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 30
 14. MAÍ 2010 FÖSTUDAGUR Hefur þú það stundum á tilfinn- ingunni að framleiðendur láti sér í léttu rúmi liggja hvaða áhrif framleiðsla þeirra hefur á heilsu þína, hvað þá umhverfið? Eins og við höfum komist að að undanförnu er því miður oftar en ekki þannig í pottinn búið. Góðu fréttirnar eru að við höfum líka vald til að þrýsta á um breytingar. Ef við nýtum okkur það ekki, gerist ekkert. Þá er ósköp einfalt og þægi- legt fyrir hvern sem er að taka upp á því að framleiða vöru og selja okkur. Ef við skoðum ekki innihald og umbúð- ir og hugleiðum hvaða áhrif varan hefur á okkur og umhverfið þá er framleiðandinn ekk- ert að breyta vörunni eða lagfæra hana svo hún sé óskaðleg. Það sem er svo dásamlegt við vottanir eins og umhverf- ismerki er að eitthvert pott- þétt batterí hefur tekið að sér að grand- skoða fyrirbær- ið og fara fram á að það uppfylli ströngustu skil- yrði. Það getum við neytend- ur ekki gert, við höfum hvorki þekkingu né tíma til að hafa áhyggjur af því hvort hvert ein- asta snitti sem við þurfum á að halda sé eitrað eða skaði nátt- úruna. Þess vegna er ég aðdáandi umhverfismerkinga, þær eru öryggisventill og tæki fyrir mig til að senda skilaboð til allra framleiðanda og þjónustu- aðila. Með því að velja frekar umhverfisvottað erum við að þrýsta á aðra um að uppfylla sömu skilyrðin. Svanurinn er eitt allra virtasta umhverfis- merkið og að baki því liggur þéttriðið öryggisnet fyrir okkur og umhverfið. Hugs- ið ykkur ef allir færu eftir þeim kröfum sem Svanurinn gerir til framleiðslu og þjónustu, þá væri heimur- inn betri. Guðrún A. Tryggvadóttir, framkvæmda- stjóri Náttúran.is. Hverjum vilt þú treysta? Guðrún er hlynnt umhverfismerkingum. Ríkisstjórnin samþykkti í lok mars 2009 stefnu um vistvæn innkaup ríkisins. Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra ræðir um innkaupastefnuna og tengsl hennar við umhverf- ismerkið Svaninn. „Við Íslendingar höfum ekki verið barnanna bestir á vettvangi um- hverfismála en það er ásetningur nýrrar ríkisstjórnar að breyting verði til batnaðar,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. „Við þurfum að ryðja nýjum við- horfum braut og fá bæði fólkið í landinu og atvinnulífið í lið með okkur en árangur næst aðeins ef stjórnvöld ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrga hegðun á sem flestum sviðum, meðal annars með stefnu um vistvæn innkaup.“ Svandís segir ríkið kaupa vörur, þjónustu og verk fyrir meira en 100 milljónir á ári sem er um fjórð- ungur af útgjöldum þess. „Með því að hafa umhverfissjónarmið til hliðsjónar við innkaupin má koma miklu til leiðar í umhverfismál- um því það leiðir til aukins fram- boðs á vistvænum vörum og þjón- ustu,“ útskýrir hún og bætir við að ávinningur geti líka falist í minni kostnaði fyrir fyrirtæki og aukn- um gæðum vöru og þjónustu. „Síð- ast en ekki síst geta vistvæn inn- kaup hvatt til nýsköpunar.“ Innt eftir tengslum Svansins við stefnu ríkisins um vistvæn innkaup segir Svandís: „Með skýrum kröfum um umhverfis- sjónarmið stuðlar ríkið að því að markaðurinn bjóði fram nýja og betri valkosti til að mæta kröf- um um minna álag á umhverf- ið. Þess vegna er innkaupastefn- an ein af ástæðunum fyrir fjölg- un íslenskra Svansleyfa og fjölda umsókna hjá Umhverfisstofnun,“ segir hún og tekur fram að op- inber fyrirtæki og stofnanir séu atkvæðamiklir innkaupaaðilar. „Því ættu mörg fyrirtæki að sjá hag sinn í því að geta boðið upp á vöru og þjónustu sem samræmist vistvænni innkaupastefnu ríkis- ins. Einfaldasta leiðin til að upp- fylla umhverfisskilyrði sem sett eru fram í opinberum útboðum samkvæmt vistvænum innkaup- um er að vera með vöru sína eða þjónustu Svansvottaða.“ - mmf Vistvæn innkaup Svandís telur að fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að geta boðið upp á vöru og þjónustu sem samræmist vistvænni innkaupastefnu ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI náttúruleg vellíðan Natracare hreinlætisvörur eru úr lífrænni bómull og náttúrulegum efnum sem brotna niður í náttúrunni. Lausar við klór, ilmefni og plastefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.