Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 34
 14. MAÍ 2010 FÖSTUDAGUR8 ● svanurinn 20 ára Kaffitár er fyrsta íslenska kaffi- og veitingahúsið sem hlýtur Svansvottun. Til að fá Svansvottun þarf að upp- fylla ströng skilyrði og er Að- alheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, að vonum ánægð með að hafa náð þeim áfanga að hljóta vottun. Aðalheiður segir um- sóknarferlið krefjast talsverðr- ar skráningar en að öðru leyti sé framkvæmdin ekki óyfirstíganleg og á allra færi. En hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá þjónust- una vottaða? „Þau eru fjölmörg en sem dæmi má nefna það að við bjóðum ein- göngu upp á einnota pappamál og borðbúnað fyrir þá sem ætla með vörurnar út af kaffihúsun- um en ekki fyrir þá sem borða á staðnum. Við bjóðum að hluta til upp á lífrænt og umhverfisvottað te og kaffi, reynum að kaupa inn mat og hráefni úr nærumhverfi til að spara flutningskostnað, notum umhverfisvottuð hreinsiefni, velj- um sem mest af umhverfismerkt- ri vöru og þjónustu í innkaupum og flokkum sorp í fjóra flokka. Umhverfisáherslan er viðskipta- vinum Kaffitárs sýnileg á ýmsan hátt en á kaffihúsum Kaffitárs er viðskiptavinum gert að flokka úr- gang í pappa, plast, ál og stál. „Þá höfum við frá opnun boðið upp á af- slátt af kaffi og tei ef fólk kemur með eigið ferðamál og höfum hækkað hann í þrjátíu krónur en þannig viljum við hvetja fólk til að nota margnota drykkjarmál. Aðalheiður segir ávinninginn af því að fá umhverfisvottun Svans- ins margþættan. „Það er gert ráð fyrir að það náist töluverð hag- kvæmni í framleiðslunni til dæmis með minni orkunotkun og minni úrgangskostnaði en þetta leiðir af sér hagkvæmara verð til við- skiptavina. Þá er umhverfisvottun vafalaust ódýrari fyrir samfélagið vegna minni mengunar og annarra óæskilegra umhverfis- og heilsu- áhrifa.“ Höfuðstöðvar Kaffitárs eru í Reykjanesbæ og vonast Aðalheið- ur til þess að stjórnvöld þar taki við sér. „Þá höfum við kynnt um- hverfisstefnu fyrirtækisins fyrir öðrum fyrirtækjum og vonast ég til að sem flestir feti í okkar fót- spor enda felur Svansvottun í sér ströngustu umhverfis- og gæða- skilyrði og gefur viðskiptavinum fullvissu um að fyrirtækið gæti umhverfisins eftir fremsta megni. - ve Fyrsta vottaða kaffihúsið Aðalheiður vonast til að fleiri kaffi- og veitingahúsaeigendur fylgi í fótspor Kaffitárs og sæki um Svansvottun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI„Það er ekki til nokkur einasta vara sem jafnast á við Sens hvað varðar lykt og losun, enda er málningin með Svansmerki. Þegar starfsmenn á rannsóknarstofu Jotun byrjuðu að þróa Sens var tak- markið að setja nýjan staðal meðal innanhúsmálningar, hvað varð- ar lykt og losun efna,“ segir Einar Lárus Ragnarsson, vörustjóri málningarefna hjá Húsasmiðjunni og vísar þar með til fyrri rann- sókna og þróunar á þessu sviði. „Þarna gerðu þeir strangari kröfur til vörunnar og prófuðu röð samsetninga áður en þeir fundu bestu formúluna. Astma- og of- næmissamtök Noregs fóru yfir allar uppskriftir og gögn sem fyr- irliggja varðandi lykt og uppgufun og hafa metið allt hráefni og samsetningu þess og mæla með málningunni. AO, Astma- og of- næmisfélagið á Íslandi, gerði það sama þegar sala á málningunni hófst hérlendis.“ Einar segir Jotun Sens eina vörumerkið innan málningar sem er bæði með Svansmerkið og vottun Astma- og of- næmissamtaka Noregs og Íslands. „Eins eru Lady og Jotaproff og Jotaplast frá Jotun með Svansmerkið.“ Nýr staðall fyrir inn- anhússmálningu „Jotun Sens er eina vörumerkið innan málningar, sem í dag er bæði með Svansmerkið og vottun Astma- og ofnæmissamtaka Noregs og Íslands,“ segir Einar Lárus, hjá Húsasmiðjunni. MYND/ÚR EINKASAFNI Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is! Mjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbæ ÄNGLAMARK UMHVERFIS- OG HÚÐVÆNAR VÖRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.