Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 36
 14. MAÍ 2010 FÖSTUDAGUR10 ● svanurinn 20 ára KYNNING ● LEIÐANDI UMHVERFISMERKI ■ Kröfur Svansins eru mótaðar af óháðum sér- fræðingum. ■ Vara eða þjónusta þarf að standast ströng skilyrði og úttekt fer ávallt fram áður en leyfi er veitt. ■ Hert er á kröfunum á þriggja til fjögurra ára fresti til að tryggja stöðugar úrbætur. ■ Svanurinn var nýlega valið leiðandi umhverfis- merki í alþjóðlegri könnun. Árið 1997 einsetti ISS Ísland sér að lágmarka efnanotk- un við daglegar ræstingar og vekja starfsmenn til vitundar um hvernig starfsemi fyrirtæk- isins hefur áhrif á umhverfið. Ávinningurinn varð það augljós að ári seinna ákvað fyrirtækið að ganga lengra og fá daglega ræstiþjónustu fyrirtækisins vottaða með Svaninum, opinberu umhverfismerki Norðurlanda. Í vottunarferli ISS kom í ljós að lengi má gott bæta. Annars vegar hvernig Svanurinn tekur á öllum verkferlum og hins vegar áhuga starfsmanna á Svaninum og vilja til að gera betur. Starfs- menn ISS koma gjarnan með tillögur um bætt vinnulag til að minnka neikvæð umhverf- isáhrif. Á hálfu ári frá því að ISS fékk Svansmerkið eru allir mælikvarðar jákvæðir, t.a.m. hefur efna- og eldsneytisnotk- un minnkað verulega og bílar eru valdir eftir umhverfishæfni þeirra. Rekstrarvörur eru nú yfir 90% umhverfismerktar og innkaup hafa minnkað stórlega. Á sama tíma hafa gæði þjónust- unnar aukist. Starfsfólk ISS sem eru um 750 manns hefur tileinkað sér nýja umhverfisvæna hugsun, sem er ekki skilin eftir í vinn- unni. ISS hefur því menntað fjölda nýrra umhverfissendi- herra sem stuðla að sjálfbær- ara samfélagi, í og utan vinnu- tíma. Þó einungis ræstisvið ISS sé Svansmerkt er hugsunarhátt- urinn farin að smita önnur svið fyrirtækisins og hefur einnig vakið athygli systurfyrirtækja ISS erlendis. Mikilvægast er þó að í Svans- vottuninni endurspeglast grunn- gildi ISS. Fyrirtækið sýnir um- hverfinu ábyrgð og umhyggju samtímis því að afhenda gæðar- æstingu. Svanurinn hreiðrar um sig hjá ISS Hjá ISS á Íslandi starfa um 750 manns. Þetta eru einstaklingar sem hafa kynnst og tileinkað sér nýja umhverfisvæna hugsun, hugsun sem er ekki skilin eftir í vinnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Neytendasamtökin gerðu nú í lok apríl verðkönnun á hrein- lætisvörum merktum um- hverfisvottun Svansins og náði könnunin til átta vöruflokka í sjö verslunum. „Fólk virðist telja umhverfisvæn- ar vörur dýrar svo við ákváðum að skoða það,“ segir Brynhildur Pét- ursdóttir, starfsmaður Neytenda- samtakanna. „Niðurstaðan var sú að ekki er hægt að sjá að þessar vörur séu dýrari en aðrar. Við könnun- ina var verð allra tegunda í þeim vöruflokkum þar sem Svansmerkt vara fannst, skráð. Stundum voru þær dýrar en líka ódýrar, allt eftir vöruflokkum.“ Sem dæmi nefnir Brynhildur að sjampó merkt Svan- inum hafi lent fyrir miðju í verði en blautþurrkur fyrir börn voru í dýrari kantinum. Þá mátti finna mjög ódýran Svansmerktan upp- þvottalög. Brynhildur segir úrval umhverf- isvottaðra vara hafa aukist verulega hér á landi á síðustu árum en Svans- merkið hefur verið til í tvo áratugi. Stjórnvöld mættu hins vegar sinna Umhverfisvottaðar vörur reyndust ekki dýrastar Umhverfisvottaðar vörur þarf að auglýsa betur, að sögn Brynhildar Pétursdóttur, starfsmanns Neytendasamtakanna. betur þessum málaflokki. „Meðvitund Íslendinga í þessum efnum hefur ekki verið mikil en nú er hún öll að koma til. Eftirspurn- in er að aukast en árið 2006 skoð- uðu Neytendasamtökin úrvalið af umhverfisvottuðum vörum og það var þá mjög lítið, til dæmis í vörum fyrir ungbörn. Þetta hefur batnað til muna og í þessari könnun sáum við að úrvalið er ágætt í flestum búðunum. Hins vegar þarf að aug- lýsa vöruna og það er líka á ábyrgð stjórnvalda. Svansvottunin er sam- norrænt verkefni og stjórnvöld hafa ekki haldið því á lofti eins og þau gætu gert að okkar mati,“ segir Brynhildur. Verðkönnunin verður birt á vef Neytendasamtakanna innan skamms, www.ns.is undir flokkn- um verðkannanir. - rat DÆMI ÚR SKÝRSLU NEYTENDASAMTAKANNA Fjarðarkaup: Neutral 598 Vex 620 Fairy 731 Ajax 778 Bónus: Clean fresh 625 ml 254 Clean fresh 500 ml 258 Euroshopper 298 Fairy 518 Hagkaup: Euroshopper 309 Fairy 731 Neutral 1006 Samkaup úrval: Easy 302 X-tra 378 Fairy 650 Angelmark 778 Neutral 978 Nettó: Easy 286 X-tra 318 Fairy 598 Angelmark 758 Neutral 778 Uppþvottalögur verð pr. lítra. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.