Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 48
20 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jakob Bragi Björnsson frá Neðri-Þverá, Vesturhópi, síðast til heimilis að Rauðarárstíg 36, lést á líknardeild LSH, Landakoti þann 6. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. maí kl. 13.00. Íris Kolbrún Bragadóttir Hannes Eðvarð Ívarsson Jón Þorbergur Jakobsson Virgie Garcia Ragnar Bragason Björn Gísli Bragason Haukur Davíð Grímsson Brynja Hrönn Bjarnadóttir Jóhannes Hauksson Hildur Rut Sigurbjartsdóttir afabörn og langafabörn. MOSAIK Hauks Hafsteins Gíslasonar rakara, Garðavík 3, Borgarnesi og Hönnu Þórönnu Samúelsdóttur húsmóður, Garðavík 3, Borgarnesi. Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur minnar og tengdasonar, foreldra okkar, tengdaforeldra, afa, ömmu, langafa og langömmu, Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða starfsfólki á Sjúkrahúsi Akraness, sem annaðist þau í veikindum þeirra. Margrét Hannesdóttir Bryndís G. Hauksdóttir Hauth Ólafur G. Gunnarsson Ellý Hauksdóttir Hauth Jón Viðar Gunnarsson Gísli Friðrik Hauksson Ragnheiður K. Óladóttir Samúel Smári Hreggviðsson Sigríður Kr. Jóhannsdóttir Ólafur Magnús Hreggviðsson Guðgeir Veigar Hreggviðsson Sigrún Gestsdóttir Margrét Dögg Hreggviðsdóttir Hallgrímur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur mágur okkar og frændi, Jón Jóhannesson frá Leikskálum, er lést aðfaranótt 6. maí, verður jarðsunginn frá Stóra- Vatnshornskirkju laugardaginn 15. maí kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum eða Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal. Aðstandendur. Frumkvöðlar á sviði endurnýtanlegr- ar orku voru heiðraðir af iðnaðar- og orkumálaráðherra nú í vikunni í tengsl- um við námskeiðaröðina Orkubóndann. Eiður Jónsson rafvirki hlaut smíða- og hönnunarverðlaun fyrir framlag sitt til virkjunarmála. Eiður rekur vélaverk- stæði á bænum Árteigi í Þingeyjarsveit í félagi við bróður sinn en þar spannar saga heimavirkjana rúma hálfa öld. „Við höfum smíðað nálægt hundrað túrbínum og sett upp víða um land til dæmis á Vestfjörðum og Austfjörðum og svo eru þrjár virkjanir á Grænlandi og ein í Færeyjum frá okkur,“ segir Eiður. Faðir hans, Jón Sigurgeirsson, hóf að smíða vatnstúrbínur árið 1950 í Árteigi og vann við það alla sína ævi. Árið 1980 fór Eiður að starfa við hlið föður síns og árið 1988 kom bróðir hans Arngrímur til starfa. „Faðir minn byrjaði á að virkja fyrir sjálfan sig. Bændurnir í sveitinni fóru svo að leita til hans og þannig að hann fór að setja upp rafstöðvar í bæjarlæki víða um landið. Við bræðurnir ólumst upp á verkstæðinu með pabba og ég smíðaði mikið úr járni með honum. Í framhaldinu lærði ég rafvirkjun sem hefur nýst mér mjög vel í vinnunni við rafstöðvarnar en Arngrímur er vél- virki.“ Bræðurnir Eiður og Arngrímur framleiða 3 til 4 túrbínur á ári auk þess að sinna viðgerðum og viðhaldi á raf- stöðvum um allt land. Fyrstu rafstöðv- arnar sem faðir þeirra smíðaði voru litlar með 12 eða 24 volta jafnstraums- rafala en með árunum hafa vélarnar stækkað. „Síðan árið 2003 er ég búinn að byggja tvær stórar rafstöðvar heima í Árteigi og sel inn á landsnetið 1,2 megavött. Auk þess fæst ég við ýmis verkefni og er núna að setja upp lista- verk fyrir Vatnajökulsþjóðgarðshúsið á Skriðuklaustri og vinna í járnsmíði fyrir Mývatnsstofu. Eins setti ég upp nýjan vélbúnað fyrir ferðaþjónust- una í Kerlingarfjöllum sem var mjög skemmtilegt verkefni.“ Aðspurður hvort rafstöðvarvinn- an muni ganga niður fleiri kynslóðir í Árteigi segir Eiður allt geta gerst með það. Krakkarnir sniglist á verkstæðinu eins og hann gerði lítill. „Elsti sonur Arngríms er reyndar byrjaður í járn- inu í Verkmenntaskólanum á Akureyri svo það er aldrei að vita.“ Námskeiðið Orkubóndinn er sam- starfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðv- ar Íslands, Mannvits, Orkustofnunar, ÍSOR, Iðnaðarráðuneytisins, Verkís, atvinnuþróunarfélaga og sveitarfélaga víða um land. Í haust fór fram nám- skeið í félagsheimilinu Ljósvetninga- búð í Köldukinn og heimsóttu þátttak- endur meðal annars vélaverkstæðið í Árteigi. „Þeim leist mjög vel á en þetta þykir merkilegt framtak svona úti í sveit. Það hefur frekar aukist að bændur virki heima og við munum halda okkar starfi áfram. Verðlaunin eru hvatning til þess.“ heida@frettabladid.is EIÐUR JÓNSSON RAFVIRKI: HLÝTUR SMÍÐA- OG HÖNNUNARVERÐLAUN HEIMAVIRKJANIR Í HÁLFA ÖLD VIRKJAÐ HEIMA Feðgarnir Jón Sigurgeirsson og Eiður Jónsson við rafstöðina í Árteigi en Jón hóf að smíða vatnstúrbínur árið 1950. MYND/ÚR EINKASAFNI Lionsklúbburinn Njörður átti fimmtíu ára starfsafmæli hinn 20. apríl síðastliðinn og ákvað í tilefni þess að styrkja endurhæfingardeild Landspítala á Grensási með gjöf á ýmis konar tækjum og búnaði fyrir hátt á þriðja tug millj- óna. Áður en til þess kom höfðu allar undirdeildir á Grens- ási farið í nokkurs konar þarfagreiningu, sem lögð var til grundvallar við val á tækjum og búnaði í gjöfina. Afhending fór fram á afmælishátíð klúbbsins sem var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur hinn 21. apríl. Að sögn for- svarsmanna klúbbsins er þetta stærsta gjöf sem nokkur þjónustuklúbbur á Íslandi hefur gefið á einu bretti. - ve Njörður færir Grensásdeild gjafir AFHENDINGIN Á AFMÆLISHÁTÍÐ KLÚBBSINS Lionsklúbburinn Njörður fagnar fimmtíu ára afmæli með rausnarlegri gjöf til Grensásdeildar. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON FORSETI ER 67 ÁRA Í DAG „Gæfan er ekki fólgin í ytri skil- yrðum. Hún býr í okkur sjálfum.“ Ólafur Ragnar fæddist á Ísafirði árið 1943, sonur hjónanna Gríms Kristgeirssonar og Svanhildar Ólafsdóttur. Ólafur er fimmti forseti lýðveldisins en hann var fyrst kos- inn árið 1996. MERKISATBURÐIR: 1912 Friðrik 8. Danakonungur finnst látinn í Hamborg. Sonur hans Kristján 10. tekur við krúnunni. 1919 Átta klukkustunda vinnu- dagur lögfestur í Dan- mörku. 1948 Stofnun Ísraelsríkis lýst yfir af David Ben-Gurion. 1955 Varsjárbandalagið er stofnað í Póllandi. 1959 Pétur Ottesen lætur af þingmennsku eftir 43 ára þingsetu. 1965 Fyrsta Fokker Friendship- flugvél Flugfélags Íslands kemur til landsins. Vélar af þeirri tegund eru notað- ar í flugi innanlands í ára- tugi. Loðvík 14. var einungis fjögurra ára gamall þegar hann varð konungur Frakklands en hann var fæddur þann 5. september árið 1638. Loðvík lést 1. sept- ember árið 1715 sjötíu og sjö ára að aldri og hafði því setið á valdastóli í sjötíu og tvö ár eða allt þar til hann lést. Enginn annar konungur eða einvaldur í Evrópu hafði setið jafn lengi. Loðvík var kallaður „hinn mikli“ og sagt var að sólin snerist um hann. Honum þótti sjálfum mikið til sín koma og á að hafa sagt „Ríkið, það er ég“ þó það sé ekki staðfest. Versalir voru byggðir í valdatíð Loðvíks og þykja tákn um stórhug hans og völd. Loðvík giftist Mariu Theresu árið 1660. Hún fæddi honum sex börn en aðeins elsti sonurinn náði fullorðin- saldri. María Theresa lést 1683 en Loðvík átti allt þeirra hjóna- band, nokkrar hjákonur og eignaðist með þeim mörg börn. Loðvík giftist Madame de Maintenon á laun sama ár og María lést. Henni var hann trúr allt þar til hann lést. ÞETTA GERÐIST: 14. MAÍ 1643 Loðvík 14. tekur við krúnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.