Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 50
22 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja þá! Hamsun? Ertu veikur? Sko! Ég hef ákveðið að ég verð að koma einhverju öðru inn á harða diskinn en staðreyndum um enska boltann! Það er kominn tími til að prófa heimsbókmenntirnar! Ef ég væri með jafn margar taugar og þú þá myndi ég fara til læknis. Þegar allir eru komnir í háskóla. Ertu enn að lesa þessu sömu bók? Hvenær ætlarðu að klára hana? Hvað er klukkan ? Ég finn ekki bleiku skóna mína! Frisbí-diskur- inn er fastur uppi á þaki! Hvar e r skóflan ? Ég er svangur! LEI ÐIN LEEEGT! Vá! Þú entist alveg í nokkrar sekúndur! Ég vona að þú sért þá hætt að biðja mig um að elda. Á heimilinu hafa verið gerðar hundr-að tilraunir til að hætta að reykja. Enn á ný stendur tilraun yfir, við illan leik. Heimilisfaðirinn, sem ég elskaði einu sinni svo blint að ég leyfði honum að reykja ofan í baðkerinu með öskubakka á Habitat-grind, gerir yfirleitt áhlaup á sumrin, einhvern tímann í kringum varp- tímann. Kannski af því eitt sinn kallaði ég hann „dúfuna mína“. SEM auðsveip og eftirlátssöm móðir, með kexkökur í öllum vösum, tilbúin til að skrúfa í sundur jarðmöndulinn fyrir hann, mændi ég upp í reykinn, tæmdi öskubakkana samviskusam- lega og tékkaði hvort hann ætti ekki örugglega nóg í pakkanum. Hann fékk að raka sig í stofunni og þegar hann talaði fannst mér hvert orð sem hann sagði stórkostlegt. Hefði hann beðið um að fá að vera bara í náttföt- unum í fínum veislum hefði ég leyft honum að ganga um í mjúkum slopp í staðinn fyrir að vera í þröngum og óþægilegum jakkafötum. ÁSTIN er blind, bragðdauf og heyrnarlaus. Hún leyfir ást- manninum að setja skóna sína upp á eldhúsborð og þíða svínahakk við hliðina á silkitrefli úr Kisunni. Í öllum nýjum samböndum er allt svo æðislegt og það má allt. Þetta er falska tímabil- ið og þegar fólk er á falska tímabilinu er enginn heiðarlegur. Þótt mér þyki hann enn þá skemmtilegur og fyndinn læt ég það skýrt og berlega í ljós, nú fimm árum síðar, að ég vildi helst að hann rakaði sig úti á svölum og banna honum hiklaust að koma inn í stofu ef gömlu bekkjar- systurnar úr fínu húsunum í Árbænum eru að koma í heimsókn. Hann má ekki einu sinni drekka nýmjólk fyrir framan fallegu hillurnar mínar, annars grætur hönnunarguðinn inni í mér. SMÁ sýndardansleikur gengur kannski upp í málefnum ástarinnar en það er kannski minna sigurstranglegt þegar kemur að fjármálunum þar sem það hefur sýnt sig að ástin endist ekki ef sverfa fer að. Fyrir nokkrum árum hefði hver einasti nýútskrifaði viðskiptafræðing- ur gefið eyra til að fá Sigga Einars heim í kaffi. Í dag myndi Lalli Johns ekki einu sinni lána honum hárkollu til að fela hann. Ástarþokunni hefur létt í nágrenni bank- anna og bankastjórunum og útrásarvík- ingunum sem við elskuðum er ekki einu sinni forðað inn á Keisarann. Sambands- slitin eru opinber, ástmönnunum er sagt upp á netinu og hinsta kveðjan er meira að segja alþjóðleg þar sem ort er á heima- síðu Interpol. Alþjóðlegt dömp Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.