Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI18. maí 2010 — 115. tölublað — 10. árgangur 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Skólar og námskeið ÞRIÐJUDAGUR skoðun 16 veðrið í dag ÍSLENSK MÓTMÆLI Í SIMPSONS National Bank of Iceland á undir högg að sækja í nýjasta þættinum um Simpson-fjölskylduna. Fyrsta æfi ng gekk vel Hera Björk og íslenski Eurovision-hópurinn vekja athygli í Osló. fólk 34 Sláandi niðurstöður Kristín Bergsdóttir rann- sakaði dauðsföll af völdum ofbeldis og slysa. tímamót 20 MENNTAMÁL Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir, telur að gangi niður- skurðarhugmyndir stjórnvalda í menntamálum eftir muni Háskóli Íslands verða færður ára- tugi aftur í tímann hvað varðar gæði kennslu og rannsókna. Sigurður gengur reyndar svo langt að segja að þjóðin muni sitja uppi með sjö veika háskóla að óbreyttu. Hann segir hagræðingu með sam- einingu eða víðtæku samstarfi háskólanna borðleggjandi lausn í því árferði sem nú ríki hér á landi. „Þetta er staðreynd sem allir veigra sér við að segja upphátt. Fjölgun háskólanna var tilraun sem ég tel að hafi mis- tekist“, segir Sigurður. Fyrir liggur að hagræða þarf um 40 millj- arða hjá ríkinu. Fjárframlög til háskólanna gætu verði skorin niður um 15 til 30 prósent til ársins 2013 miðað við fjárlög ársins 2010. „Ef HÍ, þar sem ég þekki best til, verður skorinn svo grimmilega niður á nokkrum árum verður það ekki sami skólinn og hann er núna.“ Sigurður telur rannsóknir og kennslu við HÍ góða, sama hvaða mælikvarðar séu notaðir við slíkt mat. Það sýni jafnframt úttektir Efna- hags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Hann bendir á að það taki aðeins augnablik að rífa það niður sem fagfólk háskólans hefur byggt upp á 100 árum en áratugi taki að vinna það aftur til baka. „Við erum mörg jafnframt þeirrar skoð- unar að það séu engin rök fyrir því, jafnvel í góðæri, að kenna lögfræði í fjórum skólum, viðskiptafræði í þremur og verkfræði í tveim skólum. Þjóð sem telur rúmlega 300 þúsund manns hefur líklega ekkert með sjö háskóla að gera.“ Sigurður telur að besta leiðin sé samein- ing skólanna eða víðtækt samstarf; undan því verði ekki vikist. Faglega verði þannig hægt að halda úti öflugri kennslu og rannsóknum. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem lætur af störfum í sumar, er Sigurði ósam- mála hvað varðar sameiningu háskólanna. Hann segir að sérhæfing allra skólanna sé með þeim hætti að hún réttlæti rekstur þeirra í óbreyttri mynd. Hins vegar sé það umhugs- unarefni að opinber framlög til háskólastigs- ins sem hlutfall af landsframleiðslu séu mun lægri á Íslandi en á Norðurlöndunum, eða sem nemur 35 til 65 prósentum. -shá Háskólastarfi stefnt í hættu Gangi niðurskurðarhugmyndir í menntamálum eftir getur þjóðin setið uppi með sjö laskaða háskóla, segir forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Framlög til háskólanna hér eru þau lægstu á öllum Norðurlöndunum. MBA-nám við Háskóla Íslands Opið fyrir umsóknir www.mba.is HLÝNAR HELDUR norðanlands í dag. Það verður fremur hægur vindur á landinu og víða þurrt en þó gæti orðið lítilsháttar væta sunnanlands og þar fer að rigna undir kvöld. veður 4 8 5 8 11 6 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég bara mætti þarna í spinning-tíma um hádegi, rappaði nokkur vel valin lög fyrir mannskapinn og kvaddi,“ segir Erpur, sem kom fram að beiðni samstarfsmanns síns og félaga til margra ára Atla Rúnars Hermannssonar sem hefur verið að þeyta skífum í spinning tímum í World Class í Laugum í vetur. „Maður hefur verið að taka klúbbavinkilinn á þetta, svona þétta keyrslu með góðu bíti og ég vinn náið með kennurunum, sem gefa merki eftir því hv th ð Þetta var svolítið eins og að koma fram á hip hop giggi, þar sem allir hreyfðust auðvitað sjálkrafa takt-fast.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Erpur treður upp á líkamsræktarstöð. Hann segist þó vera öllu vanur til dæmis hafi hann í gegnum tíð-ina spilað á Litla-Hrauni, í barna-afmælum, á kvennakvöldum, í afmæli hjá presti, þar sem hann var beðinn um að fara með allar sínar klámfengnustu rímurauk þes k Erpur útilokar því ekki að hann muni einhvern tímann taka aftur lagið í spinning-tíma hjá dj Atla félaga sínum. „Ekki málið, ég er alveg til í þetta allt saman. Það er enginn óhultur,“ segir hann og glottir og Atli segðist hafa gaman af því að fá félagann aftur í heim-sókn við eitthvert gott tækifæri.En eru drengirnir duglegir að taka á því í ræktinni. „Já, já éger að æfa á full Rappaði í spinning-tíma Þátttakendur í hádegisspinning í World Class í Laugum fengu óvæntan glaðning á dögunum þegar tón- listarmaðurinn Erpur Eyvindarsson skaut upp kollinum og rappaði nokkur lög fyrir mannskapinn. Atli Rúnar Hermannsson, dj Atli, kom þátttakendum í spinning í Laugum heldur betur á óvart þegar hann fékk félag sinn Erp Eyvindarson til að rappa í tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERÐANDI MÆÐUR velja oft ráð mæðra sinna frekar en ráð lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Þetta kemur fram í nýlegri breskri rannsókn sem kannaði hug kvenna á ýmsum tímabilum. Konur sem eignuðust börn eftir 2000 voru þó líklegri til að leita að þekkingu víða, úr bókum, frá læknum, af Netinu og frá fjölskyldu. www.bbc.co.uk Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 kynnum nýju línuna Kynning artilboð Hornsóf i 2H2 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 286.110 kr Písa 2H2 Verð frá afsláttur út maí%10 skólar og námskeiðÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 FÓLK Landsbankinn og bálreiðir íslenskir mótmælendur eru við- fangsefni nýjasta þáttar Simp- son-fjölskyldunnar, sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnu- dagskvöld. Um 6,3 milljónir Bandaríkja- manna horfðu á þáttinn. Í þætt- inum sést hópur Íslendinga brjóta sér leið inn í „The Nation- al Bank of Iceland“ sem er nafn Landsbankans á ensku. Á mót- mælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „Neitun Hómer“, „Við vilja okkar peningar!“ og „Segna upp nú“. Þættirnir um Simpson-fjöl- skylduna eru farsælustu sjón- varpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkj- unum. Fyrsti þátturinn fór í loft- ið 17. desember árið 1989. - afb, fgg / sjá síðu 34 Landsbankinn í Simpsons: Hómer flækist í bankahrunið Ú R M YN D A SA FN I Baráttustig hjá ÍBV Tíu Eyjamenn nældu í stig gegn Val og Kefl avík vann í Grindavík. íþróttir 30 LÖGREGLUMÁL Hreiðar Már Sigurðs- son, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings, og Ingólfur Helgason, fyrr- verandi bankastjóri Kaupþings á Íslandi, voru leystir úr gæslu- varðhaldi í gær. Að óbreyttu hefði úrskurður um gæsluvarðhald þeirra átt að renna út í dag. Hreiðar Már og Ingólfur voru báðir úrskurðaðir í farbann til 27. maí næstkomandi. Hreiðar hefur kært farbannið til Hæstaréttar. „Rannsóknarhagsmunir stóðu ekki til þess að hafa þá lengur í gæsluvarðhaldi,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Því hafi ekki verið óskað eftir framleng- ingu á því. Hreiðar var upphaflega úrskurð- aður í tólf daga varðhald en Ingólf- ur, sem handtekinn var við komuna til landsins í síðustu viku, sat inni í viku. Magnús Guðmundsson, fyrrver- andi bankastjóri Kaupþings í Lúx- emborg og Steingrímur P. Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings eru sömuleiðis í farbanni. Sérstakur saksóknari segir að þótt gæsluvarðhaldið hafi ekki verið framlengt sé málinu hvergi nærri lokið. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur enn ekki verið yfirheyrður. - jab Hreiðar Már Sigurðsson og Ingólfur Helgason lausir úr gæsluvarðhaldi: Fjórir úrskurðaðir í farbann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.