Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 4
4 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Í fréttaskýringu um sveitarstjórnarmál í Vestmannaeyjum á laugardaginn var sagt að Framsóknarflokkurinn hafi boðið fram í samstarfi við V-listann í síðustu tvennum kosningum. Það er ekki rétt. Framsókn og óháðir buðu fram sér 2002, en buðu ekki fram 2006. LEIÐRÉTTING ORKUMÁL Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæð- ingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einka- aðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóð- in fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geys- is Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfest- ing Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaups- rétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helgu- vík, stækkun álvers í Straumsvík og gagna- ver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugað- ar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim fram- kvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is Stjórnvöld vilja stytta leigu- tíma Magma á auðlindum Geysir Green Energy hefur selt hlut sinn í HS Orku til Magma Energy. Fjárfestingar fyrirtækisins verða á fjórða tug milljarða króna. Iðnaðarráðherra á í samningaviðræðum um að stytta leigutíma Magma í 40 ár. KAUPIN KYNNT Kanadíska fyrirtækið Magma á nú tæp 99 prósent í HS Orku. Ross Beatty forstjóri situr fyrir miðju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvö fyrirtæki, HS orku og HS veitu, samkvæmt lögum frá Alþingi. Magma á nú 98,53% í HS orku, en afgangurinn er í eigu sveitarfélaganna Garðs, Grindavíkur, Reykjanesbæjar og Voga. HS orka framleiðir orku og eigur þess saman- standa af orkuverunum í Svartsengi og á Reykja- nesi, auk stofnæðar og geymslutanka. HS orka selur HS veitu orku, sem dreifir henni til sveitar- félaganna. Sveitarfélögin eiga auðlindirnar. Auk þess selur fyrirtækið rafmagn til álvers Norðuráls, sem Landsnet dreifir. Fyrirtækið hefur framtíðar- áform um nýtingu orku á Reykjanesskaga. HS orka og HS veita STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grund- vallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðar- innar eigi að vera sameign hennar. Þingflokkurinn beinir því til ríkisstjórn- arinnar að skoða alla möguleika til að vinda ofan af einkavæðingu HS Orku og tryggja orkuauðlindirnar og orkufyrirtækin varan- lega í almannaeign. Þá telur þingflokkurinn fulla þörf á að rannsaka allt ferlið í kringum söluna á HS orku Í yfirlýsingunni er sagt að aðdraganda kaupa Magma Energy á hlut Geysis Green Energy megi rekja til ákvörðunar ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar árið 2007 um sölu á 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Opinberum aðilum hafi verið meinað að bjóða í þann hlut. Þingflokkur Vinstri grænna telur óviðun- andi að HS orka, þriðja stærsta orkufyrir- tæki landsins, fari undir yfirráð erlends einkafyrirtækis, eins og segir í yfirlýsing- unni. Þá er minnt á að allir flokkar á Alþingi, aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn, studdu stjórn- arskrárbreytingu fyrir síðustu Alþingis- kosningar þess efnis að allar auðlindir yrðu þjóðareign. Þingflokkurinn væntir því víð- tæks stuðnings við þessa stefnu og nauðsyn- legar aðgerðir til þess að framfylgja henni og er sannfærður um víðtækan stuðning þjóðar- innar í því efni. - kh Þingflokkur Vg ítrekar að allar auðlindir eigi að vera sameign þjóðarinnar: Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku ÞINGFLOKKUR VG Flokkurinn ítrekar þá stefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign henn- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL Þingmenn Hreyfingar- innar mótmæla harðlega vinnu- brögðum ríkisstjórnarinnar sem leitt hafa til sölu á mikilvægustu auðlind þjóðarinnar úr landi, að því er segir í yfirlýsingu. Þar er fulltrúi Samfylkingarinnar í nefnd um erlenda fjárfestingu sakaður um að hafa beitt sér harðast allra fyrir sölu HS Orku til skúffufyrirtækisins Magma Energy. Sú niðurstaða hafi með þegjandi samþykki Vg leitt til þess að orkuauðlindir Suður- nesja verði nýttar af erlendu gervifyrirtæki meira en manns- aldur fram í tímann og arðurinn hverfi úr landi í stað þess að nýt- ast þjóðinni. Þingmenn Hreyfingarinnar: Mótmæla sölu ORKUMÁL Grindavíkurbær keypti í gær 63 hektara land og jarðhita- réttindi í Svartsengi af HS Orku hf. fyrir 447 milljónir króna. Bær- inn hefur jafnframt gert hagnýt- ingarsamning um náttúruauðlindir á svæðinu við fyrirtækið sem í staðinn greiðir auðlindagjald til bæjarins. Í júlí 2009 keypti Reykjanesbær landspildu í Svartsengi af HS Orku hf. Eftir þríhliða viðræður HS Orku, Reykjanesbæjar og Grinda- víkurbæjar ganga þessir samning- ar til baka. Samningurinn er gerð- ur með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Grindavíkur. Grindavíkurbær: Kaupir umdeilt land af HS orku AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 17.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 209,1796 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 131,94 132,56 190,11 191,03 162,5 163,4 21,837 21,965 21,1 21,224 16,888 16,986 1,4256 1,434 193,33 194,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Sparnaði þínum er vel varið hjá Auði Opinn kynningarfundur miðvikudaginn 19. maí kl. 17:15 að Borgartúni 29. Taktu góða ákvörðun Eignastýring og séreignarsparnaður Allir velkomnir VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 22° 13° 15° 17° 13° 15° 15° 21° 18° 21° 16° 32° 18° 19° 18° 15°Á MORGUN Sums staðar strekkingur um tíma. FIMMTUDAGUR Hæg suðlæg eða breytileg átt. 9 9 12 137 10 11 13 128 8 7 5 7 8 6 11 8 6 7 4 1 3 4 2 5 5 6 8 4 2 5 ÞURRT AÐ MESTU Það verður þurrt að mestu á landinu fram eftir degi en undir kvöld fer að rigna sunnanlands. Það ganga skil með tilheyrandi úrkomu yfi r landið í nótt en á morgun verður úrkomusvæðið lík- lega komið norður fyrir land og þá fylgir skúraveður í kjölfarið. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.