Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 8
8 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sam- bærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndun- um, segir Jakob Fa lur Garð - arsson, fram- kvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmda- stjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafn- vel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lít- illega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heil- brigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrð- ingu Álfheiðar Ingadóttur heil- brigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sam- bærilegu verði og á hinum Norð- urlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsölu- verð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norður- löndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi aug- ljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslu- nefndar frá því í febrúar síðast- liðnum er tekið saman smásölu- verð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfir- leitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norður- löndunum var 24.941 króna. Verð- ið var því að meðaltali 6,5 prósent- um lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkj- um. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfja- framleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfja- markaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is 1 Hverjir þurfa lögum sam- kvæmt að vera með vinnustaða- skírteini? 2 Hver segir að alþjóðleg lyfja- fyrirtæki kunni að sniðganga Ísland? 3 Hver er ríkisendurskoðandi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 APÓTEK Smásöluverð á fjörutíu algengum lyfjum var að meðaltali um 6,5 prósent- um lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar. JAKOB FALUR GARÐARSSON Lyfjafyrirtæki þegar hætt að skrá ný lyf Stjórnvöld pissa í skóinn með því að krefjast frekari lækkunar á lyfjaverði segir framkvæmdastjóri samtaka framleiðenda frumlyfja. Segir lyfjaverð hér svipað og á hinum Norðurlöndunum. Stjórnvöld geri óraunhæfar kröfur um lækkanir. Dagskrá 1. Fundarsetning 2. „Bankahrunið og lærdómur lífeyrissjóða“ Erindi Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Kaffihlé 3. Almenn ársfundarstörf 4. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 5. Önnur mál löglega upp borin Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Reykjavík 17. maí 2010 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Ársskýrslu, tillögur til samþykktabreytinga og dagskrá fundarins má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á www.lifeyrir.is Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 27. maí nk., kl. 16:00, á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. ÁRSFUNDUR 2010 Borgartún 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu vegna afsagna sinna úr stjórnum bresku fyrirtækjanna House of Fraser og Iceland Foods. Þar segir að ákvörðun um afsagnirn- ar hafi verið tekin í kjölfar mál- sóknar slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fólki sem honum tengist. „Þessi ákvörðun er tekin með eftirsjá, til að forðast það að félög- in verði fyrir óréttmætum skaða á meðan hann [Jón Ásgeir] verst ásökunum Glitnis. Hr. Jóhann- esson á engin hlutabréf í félög- unum,“ segir í yfirlýsingunni og bent er á að hann hyggist verj- ast af fullum krafti gegn hinum fölsku ávirðingum og árétta sak- leysi sitt. Hann hyggist ekki tjá sig frekar á meðan á málarekstr- inum stendur. „Þetta er ekki eingöngu að hans frumkvæði, heldur ekki síður vegna þrýstings frá okkur. Við höfum beitt okkar áhrifum í því að Jón Ásgeir gangi úr stjórn- um House of Fraser og Iceland,“ segir Páll Benediktsson, upplýs- ingafulltrúi skilanefndar Lands- bankans. Skilanefnd bankans á hlut BG Holding, sem áður var í eigu Baugs Group, í House of Fraser og Iceland Foods og sat Jón Ásgeir í stjórnum þeirra í umboði endurskoðunarfyrir- tækisins PriceWaterhouseCoop- er (PWC), sem fer með bú BG Holding fyrir skilanefndina. Páll segir skilanefndina hafa komið því á framfæri við forsvarsmenn PWC að Jón Ásgeir viki úr stjórn- um félaganna. „Þetta er ekkert í tengslum við stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur honum,“ að sögn Páls. - sh/-jab Jón Ásgeir Jóhannesson segir sig úr stjórn House of Fraser og Iceland Foods: Mun verjast af fullum krafti JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Jón Ásgeir ætlar að verjast af fullum krafti sam- kvæmt yfirlýsingu frá honum. ELDGOS Hrina eldgosa í Vatnajökli sem hófst árið 1996 er í samræmi við rann- sóknir sem íslenskir vísindamenn gerðu og voru birtar fyrst fyrir rúmum áratug. „Niðurstöður rannsókna á öskulögum í skriðjöklum Vatnajökuls leiddu í ljós að eldgosin söfnuðust í lotur þar sem virkn- itoppar voru á hér um bil 140 ára fresti,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófess- or í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem vann að rannsókninni ásamt Helga Björns- syni jöklafræðingi undir stjórn Guðrúnar Larsen jarðfræðings. Rannsóknin komst í heimsfréttir um helgina þegar haft var eftir Þorvaldi Þórðarsyni, eldfjalla- fræðingi og prófessor við Edinborgarháskóla, í Times að allt benti til þess að eldvirkni væri að færast í aukana á Íslandi. Magnús Tumi bendir á að vegna þess að Vatnajök- ulseldstöðvar eru lang virkastar af öllum á Íslandi þá ráði þær sveiflunum í eldgosa- fjölda á landinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli tengist þó ekki virkni í Vatnajökli. Hins vegar gæti komið upp sú staða að gysi á nokkrum stöðum á Íslandi í einu á næstunni. Páll Einarsson prófessor í jarð- eðlisfræði benti á það í Fréttablaðinu á dögunum að Grímsvötn í Vatnajökli væru komin í sömu stöðu og árið 2004 þegar síðast gaus í þeim. Auk þess fari að koma tími á eldgos í Heklu, ef miðað sé við að hún hefur gosið á tíu ára fresti um það bil. Hekla gaus síðast árið 2000. - sbt Eldgosahrina á Íslandi á 140 ára fresti segja rannsóknir: Mikil eldvirkni á Íslandi um þessar mundir MAGNÚS TUMI GUÐMUNDSSON Allra augu á gosinu Samanlagt hafa á fjórða tug vísinda- manna á Íslandi varið undanförnum vikum í að fylgjast með eldgosinu í Eyja- fjallajökli segir Magnús Tumi í Háskóla Íslands og á Veðurstofunni. Fólk hafi ýtt öðrum verkum til hliðar. „Fólk hefur ekki talið vinnuna eftir sér enda áhugavert að fylgjast með eldgosi, þó tilfinning- arnar í garð svona eldgoss séu auðvitað blendnar vegna tjónsins sem það veld- ur.“ Magnús Tumi segir magn öskunnar í gosinu hafa komið á óvart og enn sé ómögulegt að spá um lengd þess. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.