Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 12
12 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR fyrir “efi n” í lífin u Hvað ef... Hver veit? Við vitum aldrei hvað dregur á daga OKKAR. Því er gott að vita að það séu traustar undirstöður til staðar þegar við þurfum á þeim að halda. o þ Fréttir frá blaðinu! Við tökum ekki. RÁÐHÚSIÐ Í REYKJAVÍK 21 listi býður fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri í lok mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Rétt tæplega þrjú þús- und manns eru á þeim 185 listum sem bjóða fram í 76 sveitarstjórn- um í kosningunum í lok mánaðar. Þetta jafngildir 1,2 prósentum af öllum kjörgengu fólki í landinu, að því er fram kemur á kosninga- vef dóms- og mannréttindaráðu- neytis. Flestir eru listarnir í Reykja- vík, eða átta. Þá eru sjö listar í boði í Kópavogi og sex á Akur- eyri. Á vef ráðuneytisins kemur fram að óbundnar kosningar verða í átján sveitarfélögum. Þar eru allir kjósendur í viðkomandi sveitarfélagi í kjöri. - jab Nærri þrjú þúsund fara fram: Flestir listarnir eru í Reykjavík BRUNI Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp á salerni í risi í aust- urhluta Austurbæjarskóla í hádeg- inu í gær. Greiðlega gekk að rýma skólann og engin slys urðu. Eldur- inn var slökktur áður en hann náði að breiða úr sér. Reykræsta þurfti hluta skólans í kjölfarið. Viðvörunarbjöllur fóru í gang og brugðust starfsmenn og kenn- arar skjótt við og rýmdu skólann. Nemendum var mörgum hverjum brugðið. Eldsupptök eru ókunn. Eldur kom upp í risi Austurbæjarskóla: Nemendur skelkaðir en sluppu ómeiddir LOGANDI HRÆDD Þótt engum nemenda Austurbæjarskóla hafi orðið meint af eldin- um var mörgum þeirra brugðið eins og þessari stúlku á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMSKIPTAÞÝÐA Dmitrí Medvedev, forseti Rússlands og Viktor Janúkovitsj forseti Úkraínu í Kænugarði. Forsetarn- ir vinna að þíðu í samskiptum ríkjanna og auknu samstarfi. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Rannsókn sérstaks saksóknara á viðskiptum Exeter Holdings ehf. með stofnfjárbréf í Byr er langt á veg komin þó er óljóst hvenær og hvort ákærur verði gefnar út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Byr lánaði Exeter Holdings 1,4 milljarða króna í tveimur hlut- um í október og desember 2008. Féð nýtti félagið til þess að kaupa 1,8 prósenta stofnfjárhlut í Byr á yfirverði. Seljendur voru eigend- ur og stjórnendur Byrs. Félag- ið var í meirihlutaeigu Ágústs Sindra Karlssonar lögmanns. Til rannsóknar er grunur um brot á auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga í tengsl- um við umrædda sölu á stofn- bréfum og lánagerningum sem tengjast þeim. Um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns. Sérstakur saksóknari fór meðal annars tvisvar í húsleit vegna málsins á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara þá er rannsóknin á lokastigi. Sérstakur saksóknari rannsakar viðskipti fyrrverandi stjórnenda Byrs með stofnfjárbréf: Rannsókn á Exeter Holding vel á veg komin BYR Sérstakur saksóknari rannsakar viðskipti með stofnfjárbréf í Byr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.