Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2010 15 Volkswagen er traustur og skemmtilegur ferðafélagi bæði í borg og sveit. Volkswagen býður upp á fjölbreytt úrval vel búinna bíla á hagstæðu verði. Komdu við hjá okkur og kynntu þér úrvalið og reynsluaktu til dæmis kraftmiklum Golf, sparneytnum Polo eða glæsilegum og umhverfisvænum Passat. Das Auto. Þrjár leiðir til að ferðast innanlands í sumar DÓMSMÁL Tveir menn og tvær konur hafa verið dæmd í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Sá sem þyngstan dóm hlaut, David Erik Crunkleton, var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hinn karl- maðurinn var dæmdur í sex mán- aða fangelsi, þar af þrjá á skilorði. Önnur konan var dæmd í tíu mán- aða fangelsi en hin í fjóra mánuði á skilorði. Skötuhjúunum er þyngstu dóm- anna fengu var gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi á rúm- lega 800 grömmum af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu. Þau földu efnin innvortis. Karlmaðurinn lagði á ráðin um innflutninginn og fjár- mögnun efnanna. Fólkið losaði sig við fíkniefnin á hóteli í Reykjavík. Lögreglan fann þau svo á dvalar- stað mannsins. Sama kvöld handtók lögregl- an hin tvö á heimilum sínum. Hjá báðum fundust fíkniefni, sem þau höfðu fengið hjá samverkamannin- um til dreifingar og sölu. Þá fund- ust 1,2 milljónir króna sem voru ávinningur fólksins af innflutningi og sölu fíkniefna hér á landi. - jss Tveir karlmenn og tvær konur dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur: Kókaínsmygl og peningaþvætti KÓKAÍN Fólkið flutti efnið innvortis til landsins. KOSNINGAR Óvenjulega margir eru nú í fram- boði á Vesturlandi, en það helgast af því að í Dalabyggð er enginn listi í boði. Við slíkar aðstæður eru allir íbúar sveitarfélagsins, sem kjörgengir eru, í fram- boði, nema þeir sem setið hafa í sveitarstjórn og gefa ekki kost á sér. Þetta kemur fram í Skessuhorni, héraðs- fréttablaði Vesturlands. Magnús Magnússon rit- stjóri skrifar um þetta leiðara. Þar segir að sextándi hver íbúi héraðs- ins sé í framboði. „Samkvæmt mínum útreikn- ingum gæti 991 íbúi á Vesturlandi verið í kjöri við kosningarnar í vor. Þar af eru rúmlega 500 í Dölum. Þetta er nátt- úrulega met og jafngild- ir því að sextándi hver íbúi í landshlutanum sé í kjöri. Á framboðslist- um eru þó ekki nema 288 íbúar á Vesturlandi,“ segir Magnús í leiðaran- um. Í kosningum til Alþing- is árið 2009 voru 58.203 á kjörskrá í stærsta kjördæmi landsins, Suðvestur-kjördæmi. Hefði staðan verið eins þar og á Vesturlandi nú, hefðu 3.638 verið í kjöri. Athygli er vakin á því að ekki er verið að ræða um Norðvesturkjördæmi, heldur gamla Vesturlandskjördæmið. - kóp Óvenju margir í kjöri á Vesturlandi þar sem enginn listi er í boði í Dalabyggð: Sextándi hver íbúi á Vesturlandi er í kjöri BÚÐARDALUR Í Dalabyggð verður enginn listi í boði við kosningarnar í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ MAGNÚS MAGNÚSSON DANMÖRK Meiri harka er hlaupin í verkfallsaðgerðir starfsmanna brugghússins Carlsberg í Dan- mörku en starfsmennirnir sam- þykktu að halda verkfalli sínu áfram á stórum fundi í gærmorg- un. Danskar verslanir og krár eru að verða uppiskroppa með Carlsberg og Tuborg bjór. Í frétt um málið á börsen. dk segir að að 1100 starfsmenn Carlsberg hafi nú lagt niður vinnu þrátt fyrir skýrar yfirlýs- ingar frá stjórn brugghússins um að áframhaldandi verkfall muni hafa uppsagnir starfsmanna í för með sér. Verkfallið hefur nú staðið frá 4. maí og því eru bjórtegundir þær sem Carlsberg framleiðir nær horfnar af öllum sölustöðum í Danmörku. Verkfall í brugghúsum: Skortur á vörum frá Carlsberg VIÐSKIPTI Fasteignafélag Íslands ehf., eigandi verslunarmiðstöðv- arinnar Smáralindar, hefur ákveðið að gefa fjárfestum sem áhuga hafa á að kaupa verslunar- miðstöðina, kost á því að kaupa einnig nærliggjandi lóðir í eigu félagsins. Í tilkynningu frá Landsbankan- um kemur fram að lóðirnar séu sunnan Smáralindar við Haga- smára og Hæðasmára. Sala Smáralindarinnar var fyrst auglýst 27. apríl og þá hófst formlegt söluferli. Smáralind í sölumeðferð: Nálægar lóðir líka til sölu OFURAÐDÁANDI Einn af ofuraðdá- endunum sextán sést hér þramma inn í borgina Umlazi í Suður-Afríku, 45 kílómetra suður af borginni Durban. Ofuraðdáendurnir þramma borga á milli í Suður-Afríku til að hvetja fólk til að styðja við bakið á landsliðinu þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst 11. júní. NODICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.