Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 16
16 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Alþingi fjallar nú um frumvarp for-manna stjórnmálaflokkanna um fjár- mögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður – a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stór- kostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargar- menn – ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft stað- ið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðal- spennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlut- verki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihóp- ar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugg- lega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence – það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórn- málaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri. HALLDÓR Eins og Indefence - og fleiri Fjármál stjórnmála- og áhrifa- samtaka Svavar Gestsson fyrrverandi formaður samninganefndar Íslands vegna Icesave- reikninganna En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórn- málaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Ósammála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er ekki par hrifinn af nýrri löggjöf um vinnustaðaskírteini; honum finnst það óhugnanlegt og í anda einræðis- ríkja á borð við Austur-Þýskaland. Því eru ekki allir sammála, til dæmis Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsókn- arflokksins, sem greiddi atkvæði með frumvarp- inu. Kannski má segja að Framsókn sé klofin í málinu – í austur og vestur. Bíður eftir umsögn Hart var lagt að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að segja af sér þing- mennsku á dögunum vegna frétta um að hún hefði þegið um tólf milljónir króna í styrki frá bönkum og einkafyrirtækjum í tveimur próf- kjörum árið 2006. Steinunn varð ekki við því. Þess í stað kvaðst hún ætla að bíða eftir úrskurði umbótanefndar Samfylking- arinnar um þessi mál og taka ákvörðun út frá því. En heppilegt Nú er sú nefnd tekin til starfa. Hún ætlar meðal annars að greina starfshætti Samfylkingarinnar, ábyrgð hennar og aðkomu stofnana flokksins að lykilákvörðunum og lykilmálum í ljósi niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis. Á heimasíðu Samfylkingar- innar stendur enn fremur: „Tímabilið sem starf nefndarinnar beinist að fyrst og fremst er frá maí 2007 til janúar 2009.“ Árið sem Steinunn Valdís þáði tólf milljónir í styrki, og liggur undir ámæli fyrir, er sem sagt ekki undir í rannsókn umbóta- nefndarinnar. bergsteinn@frettabladid.is Verður haldinn miðvikudaginn 2. júní 2010, kl. 17.00 í fundar- sal BSRB á 1. hæð að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar sem og fulltrúar aðildarfélaga BSRB, BHM, KÍ og launagreiðendur eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 14.maí 2010 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga 2010 O fsafengin viðbrögð nokkurra stjórnmálamanna við kaupum Magma Energy á HS Orku komu ekki á óvart. En eins og gildir um svo margt sem sagt er á vettvangi stjórnmálanna virðast þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þeim er ætlað að sefa tiltekna hópa. Engin ástæða er að ætla að menn meini það bókstaflega þegar þeir segja að ríkið eigi að reiða fram meira en þrjátíu milljarða króna til að eignast HS Orku. En sé það raunin væri gagnlegt að þeir tiltækju hvaðan peningarnir eiga að koma og hvaða opinberu verkefni eiga að sitja á hakanum í staðinn. Viðskiptin með HS Orku mörkuðu engin sérstök kafla- skil í sögu lands og þjóðar. Slík skil urðu við sölu ríkisins á hlut í fyrirtækinu til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Auðvitað má enn þá gráta það að Alþingi hafi búið svo um hnútana að hægt var að selja þennan tiltekna hlut einkaaðilum, en að skáka í skjóli þjóðernis eigandans er í besta falli skrum. Það er líka einkennilegt að þeir sem hæst láta nú hafi ekki fyrir löngu beitt sér fyrir lagasetningu sem hamlaði frekari viðskiptum með hlutabréf í tilteknum fyrirtækjum. Nema það hafi verið reynt án árangurs! Látið er eins og nýr eigandi HS Orku sé skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Það er rétt svo langt sem nær en þeir sem nota það orð vilja augljóslega tortryggja eignarhaldið. Gefið er í skyn að þarna fari óprúttnir útlendingar í dulargervi sem hafi illt eitt í huga. Áhættufjárfestar og vogunarsjóðir koma upp í hugann. Staðreyndin er hins vegar sú að HS Orka er nú í eigu kanadísks fyrirtækis sem er sérhæft á sviði jarðhitanýtingar. Magma Energy eignaðist ekki auðlindir á Íslandi. HS Orka á engar slíkar. Hins vegar hefur fyrirtækið rétt á að nýta auðlindir til orkuvinnslu í 65 ár. Það er of langur tími og vonandi auðnast mönnum að breyta lögum og semja upp á nýtt um styttri samn- ingstíma. Látið er að því liggja að mál stæðu öðru vísi ef í stjórnarskrá væri kveðið á um að náttúruauðlindirnar væru sameign þjóðar- innar. Slíkt ákvæði hefði ekkert með nýtingarrétt að gera. Eftir sem áður væri hægt að leigja hann öðrum, væntanlega útlend- ingum sem Íslendingum. Stærsti viðskiptavinur HS Orku er Norðurál í Hvalfirði. Hugs- anlegt er að kvöldmaturinn hafi staðið í forsvarsmönnum þess fyrirtækis þegar þeir heyrðu forstjóra Magma lýsa því yfir að orkuverð til álfyrirtækja á Íslandi væri of lágt og að þau gætu vel greitt hærra verð. Þessi skoðun forstjórans rímar vel við íslenskt almenningsálit. Hugsanlegt er að til verði ný viðmið um orkuverð til álfyrirtækja sem bæði Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkj- un gætu notið góðs af. Öllum er ljóst að Magma er ekki hingað komið til að framleiða rafmagn í góðgerðaskyni. Fyrirtækið ætlar að græða. Það ætlar að greiða upp hlutafjárkaupin og hagnast að auki á starfseminni. Og þar stendur sjálfsagt hnífurinn í kúnni. Gróði er á góðri leið með að verða bannvara á Íslandi. Ys og þys út af viðskiptunum með HS Orku. Grætt á jarðhita SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.