Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 26
 18. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Þórshamar býður upp á skemmti- lega nýjung í sumar en félagið heldur leikjanámskeið þar sem krakkarnir læra karate í leiðinni. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og er fyrir börn fædd á ár- unum 1998-2004. Í lok námskeiðs taka krakkarnir próf til að fá nýtt belti í karate. Farið verður í stuttar heimsókn- ir, svo sem í Húsadýragarðinn og á hverjum degi er að minnsta kosti ein karateæfing. Leiðbeinendur eru þjálfarar úr röðum Þórshamars en námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur í karate og krakka sem hafa æft eða æfa íþróttina. - jma Karate-leikja- námskeið Þórshamar kennir krökkum sjálfsvarnar- íþróttina karate á leikjanámskeiðum félagsin í sumar. Yogastöðin Heilsubót býður upp á jóganámskeið fyrir eldri borg- ara. Tímarnir eru að því er fram kemur á heimasíðu Yogastöðvar- innar einstaklega ljúfir og róleg- ir og eiga að auðvelda fólki sem er farið að eldast og stirðna að lifa betra og lengra lífi. Stöðin er rekin af hjónunum Krsta Stanojev og Sigfríði Vil- hjálmsdóttir að Síðumúla 15 og þar er auk þess hægt að stunda jóga fyrir byrjendur, hefðbundið jóga, kraftjóga og jóga fyrir barnshaf- andi. Byrjendatímarnir geta líka hentað eldra fólki og þeim sem eru óvanir en þar er farið hægt og ró- lega í öll undirstöðuatriði jógaiðk- unar. Sjá nánar á www.yogaheilsa. is. - ve Jóga fyrir eldri borgarara Tímarnir eru sérstaklega ljúfir og rólegir. ● SUND FYRIR FULLORÐNA Upplýs- ingar um byrjendanámskeið fyrir fullorðna er að finna á vefsíðunni www.syndaselur. com. Námskeiðin fara fram í grunnri laug í Sundhöll Reykajvíkur við Barónsstíg á þriðju- dögum og laugardögum. Boðið er upp á einstaklings-miðaða kennslu eftir því hvort viðkomandi vill læra skriðsund, bringusund eða eitthvað annað. Námskeiðin eru ætluð ósyndum eða lítt syndum einstaklingum og vatnshræddum. Á vefsíðunni er líka að finna upplýsingar um sund fyrir aldraða, vatns- leikfimi og margt fleira. Kennari er Brynjólf- ur Björnsson. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 31. MAÍ NÁM VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK NÁMSLEIÐIR Á GRUNNNÁMS-, MEISTARA- OG DOKTORSSTIGI: Kynntu þér grunn- og framhaldsnám á www.hr.is VIÐSKIPTADEILD PhD í viðskiptafræði MBA MSc í alþjóðaviðskiptum MSc í fjárfestingarstjórnun MSc í fjármálum fyrirtækja MSc í reikningshaldi og endurskoðun MSc í stjórnun rekstrarbókhalds BSc í viðskiptafræði Diplómanám í viðskiptafræði LAGADEILD PhD í lögfræði ML í lögfræði BA í lögfræði TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD MSc í verkfræði: – Byggingarverkfræði – Ákvarðanaverkfræði – Fjármálaverkfræði – Rekstrarverkfræði – Heilbrigðisverkfræði – Véla- og rafmagnsverkfræði – Orkuverkfræði MSc í skipulagsfræði og samgöngum MSc í framkvæmdastjórnun MSc í verkfræðilegum lífvísindum BSc í tæknifræði – Byggingartæknifræði – Iðnaðartæknifræði – Rafmagnstæknifræði – Vél- og orkutæknifræði BSc í verkfræði – Fjármálaverkfræði – Hátækniverkfræði – Heilbrigðisverkfræði – Rekstrarverkfræði – Vélaverkfræði BSc í byggingafræði Diplómanám í iðnfræði TÖLVUNARFRÆÐIDEILD PhD í tölvunarfræði MSc í tölvunarfræði MSc í hugbúnaðarverkfræði BSc í hugbúnaðarverkfræði BSc í tölvunarfræði Diplómanám í kerfisfræði KENNSLUFRÆÐI- OG LÝÐHEILSUDEILD MSc í íþróttafræði MEd í íþrótta- og uppeldisfræði MPH meistaranám í lýðheilsufræðum Diplómanám í kennslufræði BSc í íþróttafræði BSc í sálfræði Háskólinn í Reykjavík er framsækinn rannsóknarháskóli sem býður nemendum og starfsfólki kraftmikið alþjóðlegt starfsumhverfi. HR hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins og er í dag stærsti tækni- og viðskipta- háskóli Íslands. Við skólann starfa margir af fremstu vísindamönnum landsins, auk þess sem fjölmargir kennarar skólans koma frá virtum erlendum háskólum. Mikil áhersla er lögð á persónuleg tengsl nemenda og kennara, en þau hafa frá upphafi verið grundvallarþáttur í starfi Háskólans í Reykjavík. Við Opna háskólann í HR er boðið upp á frumgreinanám fyrir þá sem stefna að háskólanámi en hafa ekki tilskilinn undirbúning.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.