Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 32
20 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1989 fóru af stað mikil mótmæli hátt í milljón manna í Peking, höfuðborg Kína. Mótmæl- endurnir kröfðust lýðræðis og bættra mannréttinda og fór spennan í kínversku þjóðfélagi vaxandi dag frá degi. Stúdentar fjölmenntu sérstak- lega í þessi mótmæli og reyndu að koma skilaboðum sínum til yfirvalda áleiðis með friðsamlegum hætti. Mótmæli höfðu verið að ágerast í Kína frá því um 1980 og virtist sem stjórnvöld væru endanlega búin að glata sambandinu við almenning í landinu. Nokkrum vikum síðar létu stjórnvöld til skarar skríða gegn gríðarlegum fjölda fólks sem safnast hafði saman á ýmsum opnun svæðum, sérstaklega í Peking. Þann 3. júní sama ár réðust svo hermenn gegn fjölda fólks á Torgi hins himneska friðar. Fjöldi fólks lét lífið í árásinni og enn fleiri voru hnepptir í varðhald fyrir andbyltingarlegan áróður. Þessi viðbrögð stjórnvalda vöktu mikla reiði víða um heim og létu þjóðarleiðtogar í ljós vanþóknun sína og fordæmdu voðaverkin. ÞETTA GERÐIST: 18. MAÍ 1989 Mótmælendur krefjast lýðræðis Fyrsta heildstæða rannsóknin á dauðs- föllum vegna slysa og ofbeldis á Íslandi verður bráðlega lokið. „Það er von mín að niðurstöðurnar muni veita mikilvæg- ar upplýsingar um dauðsföll af völdum slysa og ofbeldis,“ segir Kristín Bergs- dóttir hjúkrunarfræðingur sem vinnur nú að meistaraverkefni sínu um þetta efni í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. „Slys og ofbeldi er þriðja algeng- asta dánarorsök í Evrópu í dag,“ upp- lýsir Kristín, sem skoðaði dauðsföll af völdum slysa og ofbeldis á Íslandi á tólf ára tímabili, frá 1996 til 2007. „Ég skoða tíðni og áhrifaþætti dauðsfalla af völd- um slysa og ofbeldis. Það er einn hluti rannsóknarinnar,“ segir Kristín. Annar hluti rannsóknarinnar felst í að skoða svokölluð töpuð lífár. „Þá er verið að skoða hversu mikið þjóðhagslegt tap er af völdum þessara dauðsfalla. Ég er að bera saman dauðsföll af völdum slysa og ofbeldis og dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameins.“ Kristín segir að margt fróðlegt sé að koma í ljós. „Á þessu tólf ára tímabili létust 1.032 einstaklingar á Íslandi af völdum slysa og ofbeldis. Mér finnst það svolítið mikið. Dauðsföll af völd- um slysa og ofbeldis skiptast svo næst- um því til helminga. Það eru 597 dauðs- föll af völdum slysa, 406 sjálfsvíg og 29 morð.“ upplýsir Kristín og bætir við að árlega deyi að meðaltali 86 einstakling- ar af völdum slysa og ofbeldis. „Þetta eru sambærilegar tölur og í Noregi og Svíþjóð. Mér finnst þetta mjög mikið. Ég vil meina að þetta séu 1.032 einstakl- ingar sem hefðu ekki átt að deyja.“ Kristínu finnst sláandi hvern- ig kynjahlutfallið skiptist. „Það eru í rauninni helmingi fleiri karlar en konur í heildina. Flestir eru á bilinu tuttugu til sextíu ára. Meðalaldurinn er 53 ár,“ segir Kristín sem sagði það hafa komið sér á óvart að meðalaldur- inn væri þetta hár. „Ég vonast til þess, þegar allar niðurstöður eru komnar fram, að það verði hægt að koma með stefnu- mótanir og markvissar aðgerðir til að sporna við þessum dauðsföllum,“ segir Kristín. Hún mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknarinnar á Evrópuþingi um öruggt samfélag sem haldið verður hér á landi næstu tvo daga. „Það er heiður fyrir mig að fá að kynna verkefnið mitt þar.“ martaf@frettabladid.is KRISTÍN BERGSDÓTTIR: VINNUR AÐ HEILDARRANNSÓKN Á SLYSA- OG OFBELDISDAUÐA Fleiri karlar deyja vegna slysa MIKILL HEIÐUR Kristín kynnir meistaraverkefni sitt um slysa- og ofbeldisdauða á Evrópuþingi um öruggt samfélag á Grand hóteli á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓHANNES PÁLL PÁFI II. (1920- 2005) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Félagslegt réttlæti fæst ekki með ofbeldi. Ofbeldi drepur það sem það ætlar sér að skapa.“ Jóhannes Páll II. var páfi frá árinu 1978 til dauðadags árið 2005, sem er næst- lengsta samfellda seta páfa frá upphafi. Hann er eini Pólverjinn sem hingað til hefur gegnt stöðu páfa. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Huld Kristmannsdóttir, Aflagranda 40, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 10. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 19. maí kl. 15:00. Blóm afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar, vinsamlegast látið minningasjóð Sóltúns eða líknarfélög njóta þess. Edda Árnadóttir Magnús Ólafsson Brynja Hlíðar Jóhann H. Harðarson Árni Harðarson Hörður Harðarson Brynjar S. Harðarson Huld Magnúsdóttir Ólafur M. Magnússon og fjölskyldur. 120 ára afmæli Þessar dásamlegu tvíburasystur, Hafdís og Hulda Magnúsdætur, eiga 120 ára afmæli í dag og sendum við þeim innilegar haming juóskir með þennan merka áfanga. Leiki við ykkur lán og gengi, lifi ð báðar vel og lengi. Systkinin og makar. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðríður Halldórsdóttir dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist þriðjudaginn 11. maí.Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða. Guðríður Halldóra Halldórsdóttir, Haukur Halldórsson, Hrafnhildur Hannibalsdóttir, Magnús Davíð Ingólfsson og ömmubörn. Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur vegna andláts eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Guðna Jóhannesar Stefánssonar, Hámundarstöðum II Vopnafirði Aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Haukur Eiríksson frá Ísafirði, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést þann 10. maí sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. maí kl. 13.00. Guðrún Þorláksdóttir Eiríkur Þ. Einarsson Anna Gísladóttir Óskar S. Einarsson Kristrún Hjaltadóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Benedikt Magnússon, Ljósheimum 2, áður Blesugróf 12, andaðist laugardaginn 15. maí á bráðamóttöku LSH í Fossvogi. Vilborg M. Jóhannesdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.