Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 36
24 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Rachel Uchitel, fyrsta hjákona Tig- ers Wood af fjölmörgum, ætlar að fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy. Óvíst er hvenær myndirn- ar birtast, en samkvæmt fréttamiðl- inum TMZ hefur hún þegar gert samning við Playboy um mynda- tökuna. Uchitel neitaði að tjá sig um málið þegar TMZ innti hana eftir svörum. Samkvæmt samn- ingnum þá getur hún hætt við myndatökuna hvenær sem er áður en hún fer fram, þannig að aðdáend- ur hennar geta ekki fagnað strax. Hjákonur Tigers hafa margar hagnast vel á því að hafa hitt kylf- inginn, en fréttastofur og tímarit borga mörg háar upphæðir fyrir við- töl. Uchitel hefur vafalaust hagnast langmest, en sagan segir að hún hafi fengið eingreiðslu upp á 10 millj- ónir dollara fyrir að láta ekk- ert hafa eftir sér um samband sitt við Tiger. Þá er talið að hún geti fengið um 500.000 til eina milljón dollara fyrir að sitja fyrir í Playboy. FÆKKAR FÖTUM Rachel Uchitel, hjákona Tigers Wood, ætlar að sitja fyrir í Playboy á næstunni. Hún hefur hagnast vel eftir að upp komst um sambandið. Fyrsta hjákona Tigers í Playboy „Menn bara brosa hringinn og hafa gaman,“ segir Nonni kjuði, eða Jón Þór Sigurðsson, trommari Diktu. Hljómsveitin hefur fengið gullplötu afhenta fyrir að hafa selt plötu sína Get It Together í yfir fimm þúsund eintökum. Alls hafa sjö þúsund eintök verið framleidd og búast má við því að þau rjúki út eins og heitar lummur á næstunni. Dikta hefur átt miklum vinsældum að fagna síðan platan kom út í nóvember og hafa lögin From Now On og Thank You slegið rækilega í gegn. Til að þakka fyrir sig heldur Dikta ókeypis klukkutíma tónleika á Nasa í kvöld klukkan 18 og vegna fjölda áskorana verða tónleikarnir opnir öllum aldurshóp- um. Nonni viðurkennir að sveitin hafi ekki spil- að nóg fyrir yngri aldurshópana. „Við viljum gefa aðeins til baka og þarna getum við slegið tvær flug- ur í einu höggi,“ segir trommarinn, sem skartar for- láta klippingu í anda Idol-dómarans Simons Cowell. „Strákunum fannst þetta eitthvað Simon Cowell- legt. En ég bað um Tom Cruise. Cruise-arinn er flottur. Hann hefur aðeins dalað í seinni tíð en hann á helling inni.“ Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, er rétt eins og Nonni himinlifandi yfir gullplötunni. Hann segist ekki hafa átt von á þessum árangri þegar upptökur á Get It Together hófust. „Ég get alveg sagt það með góðri samvisku að ég átti engan veg- inn von á því að ég fengi gullplötu upp á vegg. Ég er búinn að finna góðan stað fyrir hana og núna er bara að negla einn nagla og skella henni upp á vegg.“ - fb Diktu-menn brosa hringinn MEÐ GULLPLÖTUR Meðlimir Diktu með gullplöturnar sem þeir fengu úr höndum útgáfufyrirtækisins Kölska fyrir Get It Together. Liam Gallagher segir að nýja hljómsveitin hans muni sjá um alla tónlistina í nýju Bítlamynd- inni sem hann er með í undirbún- ingi. Myndin verður byggð á bók- inni The Longest Cocktail Party frá árinu 1972 sem fjallar um síðustu daga Bítlanna. Gallagher hefði getað notað upphaflegu Bítlalögin í myndinni en vill frek- ar taka þau sjálfur upp á nýjan leik. „Mér finnst meira spenn- andi að bjóða upp á hljóm sem minnir þig á þetta tíma- bil í staðinn fyrir að hafa bara þessi lög eins og Let It Be,“ sagði Gallag- her og bætti við að þetta yrði eina kvik- myndin hans. Hljómsveitin spilar Bítlalög > NÝTT NAFN Mexíkóska leikkonan Salma Hayek hefur tekið upp eftirnafn eiginmanns síns, franska millj- arðamæringsins François- Henri Pinault. „Dóttir mín skildi ekki af hverju ég héti ekki sama nafni og hún og faðir hennar. Eftir smá um- hugsun ákvað ég að taka upp hans eftirnafn,“ sagði leikkonan. Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverr- isson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarð- bundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig- urður. „Mér fannst aðdá- unarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfu- legt með áhorfenda- fjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þr át t f y r i r að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auð- fyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söng va r i Black Sabbath gerði hann þunga- rokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúr- at öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hóp- ferð ÍT-ferða á High Voltage- þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Hea- ven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spil- uð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gaml- ir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Mar- illion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is Goðsögnin Dio var ljúf og jarðbundin manneskja Á ÍSLANDI Ronnie James Dio (til vinstri) á Íslandi árið 1992 ásamt trommaranum Vinny Appice. MYND/ÆGIR MÁR KÁRASON SIGURÐUR SVERRISSON Sig- urður segir að Dio hafi verið ljúfur og jarðbundinn. Parketlakk Ný vara á góðu verði Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.