Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 46
34 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8. 1. Starfsfólk í byggingariðnaði og veitingarekstri. 2. Talsmaður lyfjarisans Roche. 3. Sveinn Arason. LÁRÉTT 2. vafra, 6. kraðak, 8. meðal, 9. eldsneyti, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. gistihús, 16. mun, 17. viður, 18. skörp brún, 20. klaki, 21. réttur. LÓÐRÉTT 1. frásögn, 3. fisk, 4. sumbl, 5. kraftur, 7. sammála, 10. arinn, 13. sigað, 15. dó, 16. ílát, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ráfa, 6. ös, 8. lyf, 9. gas, 11. ll, 12. umtal, 14. hótel, 16. ku, 17. tré, 18. egg, 20. ís, 21. ragú. LÓÐRÉTT: 1. sögu, 3. ál, 4. fyllerí, 5. afl, 7. samhuga, 10. stó, 13. att, 15. lést, 16. ker, 19. gg. Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simp- sons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslend- inga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland“ en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal ann- ars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og svo illskiljan- legar setningar á borð við „neitun Hómer“, „við vilja okkar peninga!“ og „segna upp nú“ en telja verður líklegt að handritshöfundar Simp- sons hafi leitað til Google/translate- forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserf- iðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem fel- ast meðal annars í því að hætt verð- ur að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættu- minnstu föngunum er sleppt. Í kjöl- farið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson- fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann renn- ur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteigna- salinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bak- grunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf,“ segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki.“ - fgg, afb THE SIMPSONS: HÓMER BRENNDUR FYRIR FRAMAN LANDSBANKANN Íslensk mótmæli í Simpsons SKRUMSKÆLD ÍSLENSKA Mótmælin fyrir framan Lands- bankann í The Simpsons eru nokkuð sérstök. Í bakgrunni má sjá ekta íslenskt landslag með hefðbundinni íslenskri kirkju og fagurri fjallasýn. Áletranir mótmælaspjaldanna eru hins vegar augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu google/translate því kröfurn- ar eru flestar óskiljanlegar. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjalda- merkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur. Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík Ink og skemmtistað- anna Sódómu og Ellefunnar, keypti nýverið húsnæðið sem áður hýsti Kaffi Cultura á Hverfisgötu og stendur til að færa hinn goð- sagnakennda Bar 11 þangað yfir. „Við keyptum húsið fyrir nokkr- um dögum og er ætlunin að færa Bar 11 yfir í nýtt og betra hús- næði innan skamms. Til stendur að hafa djasstónleikastað í kjall- ara hússins. Á miðhæðinni verð- ur svo kaffihús og veitingastaður og á efri hæðinni verður barinn,“ segir Össur sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur, Eyvindi Eggerts- syni og Einari Braga Jónssyni. Hinn nýi Bar 11 verður opnaður formlega þann 28. maí næstkom- andi og verður gamla húsnæð- ið kvatt með virktum um næstu helgi. „Ellefan hefur hingað til í raun bara verið virk um helgar en með þessu verður hægt að færa meira líf í staðinn. Þar að auki erum við með fínan pall á bak við húsið þar sem fólk getur notið sól- arinnar á góðviðrisdögum. Veit- ingastaðurinn verður einnig góð viðbót, en við hyggjumst bjóða upp á dvergborgara, sem er upp- skrift frá mér sjálfum, hestaborg- ara auk annarra rétta,“ útskýrir Össur. Inntur eftir því hvað gert verði við gamla húsnæði Ellefunnar segir Össur að þar verði opnað- ur nýr bar sem fær hið skemmti- lega nafn Eyjafjallajökull. „Í gamla húsnæðinu opnum við bar- inn Eyjafjallajökul þar sem trú- badorstemningin verður ríkjandi. Í haust ætlum við svo að breyta þessu í sædýrasafn með utaná- liggjandi vatnsrennibraut. Ég hef heyrt að Hanna Birna borgarstjóri sé mikill dýravinur og geri því ráð fyrir að hún taki vel í þessi áform okkar,“ segir Össur kampakátur. - sm Ellefan flytur á Hverfisgötu Ísland hefur áður komið fyrir í teiknimyndunum frægu um gulu fjölskylduna frá Springfield. Carl Carlson, sem vinnur með Hómer í kjarnorkuverinu, er þannig sagður vera frá Íslandi. Hann eyddi í það minnsta æskuárunum sínum á Íslandi eins og kom fram í fjórtándu seríunni. Þá var bjart allan sólarhringinn í Springfield og Carl minnist þess að svona hafi þetta verið í bernsku hans á Íslandi. Í einum þætti tólftu seríunna ganga Marge og Hómer fram- hjá matsölu sem bar heitið: What They Eat in Iceland eða „Það sem Íslendingar borða.“ ÍSLAND Í THE SIMPSONS Grínistinn Steindi Jr. sló rækilega í gegn með bráðfyndnu tónlistaratriði í þættinum Steindinn okkar á föstudag. Í atriðinu sjást meðal annars Páll Óskar og Jói Fel í hnífaslag og Jón Ársæll grilla á sér hend- ina. Steindi setti atriðið inn á vefsíðuna Youtube um helgina og það hafði verið skoðað um 16.000 sinnum þegar þetta er skrifað. Ekki nóg með það, þá var atriðið í 18. sæti yfir mest skoðuðu grínmyndböndin í gær á þessari vinsælustu myndbanda- síðu heims. Hinn sérstaki saksóknari Ólafur Þór Hauksson hefur vaxið í áliti víða eftir vasklega fram- göngu gegn lykil- mönnum hjá hinum fallna banka Kaup- þingi. Ekki virðast þó allir tilbúnir til að viður- kenna ágæti Ólafs eða sætta sig við aðferðir hans. Þannig heyrast sögur innan úr Arion-banka, sem reistur var á rústum Kaupþings, að Ólafur hafi fengið viðurnefnið „Heavey Special“. Virðist biturðin í bankakerfinu brjótast fram á ýmsa vegu. Tónleikar Sindra Sigfússonar og hljómsveitarinnar Seabear eru taldir upp með tónleikum gítargoðsagnarinnar Erics Clapton og hljómsveitarinnar Dinosaur Jr. meðal þeirra viðburða sem hæst ber þessa vikuna í Bretlandi. Það var blaðið Sunday Times sem útbjó listann, þar sem Seabear er líkt við bandaríska tónlistarmann- inn Sufjan Stevens og kanadísku hljómsveitina Arcade Fire. Seabear er þessa dag- ana á tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, We Built A Fire, sem hefur fengið góðar viðtökur. - afb, hdm, fb FRÉTTIR AF FÓLKI ELLEFAN FLYTUR Össur Hafþórsson, lengst til vinstri, undirbýr flutning Bars 11 á Hverfisgötu. Með honum á mynd- inni eru Linda Mjöll, Eyvindur og Einar Bragi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er reyndar í fæðingarorlofi en ég hef verið að spila disk sem heitir Bíum bíum eftir Halldór B. Warén. Þetta eru barnalög á spiladós og það fylgja textar þannig að maður getur sungið með. Þetta er rosalega sniðugt. Ég mæli með þessu.“ Guðrún Heimisdóttir dagskrárgerðarkona. Fyrsta æfing íslenska Eurovision-hópsins fór fram í Telenor-höllinni í Osló í gær. Hera klæddist Eurovision-kjólnum sem er rauður að lit og góður rómur var gerður að flutningi hópsins. Hera var sjálf ákaflega ánægð með flutninginn þegar Fréttablaðið náði tali af henni skömmu eftir að hún var laus úr klóm eldheitra Eurovision-blaðamanna. „Þetta gekk rosalega vel, núna vinnum við bara með Norðmönnunum til að fá það fram sem við viljum á sviðinu og þeir eru allir af vilja gerð- ir,“ segir Hera. Miðað við myndband sem hægt var að finna á Eurovision-vefsíðunni esctoday.com þá virð- ist sviðið vera eilítið lágstemmt en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur til að „tóna“ aðeins niður Eurovision-glamúrinn sem náði að margra mati hámarki í Rússlandi í fyrra. Hera hefur vakið mikla athygli í Noregi, heitir Eurovision-aðdáendur þekkja hana vel frá síðustu þremur keppnum þar sem Hera hefur sungið bakraddir og söngkonan varð að gefa sér smá tíma til að sinna aðdáendum sínum í strætó í Osló í gær. Söngkonan sló síðan á létta strengi á blaðamannafundi strax eftir æfingu. Þar baðst hún meðal annars afsökunar á öskunni frá Eyjafjallajökli en askan hefur hindrað komu bresku og írsku þátttakendanna til Oslóar með þeim afleiðing- um að þeir misstu af fyrstu æfingu. Þá söng Hera með bakröddunum sínum laglínur bak- radda úr þekktum íslenskum Eurovision-slög- urum undir gítarspili Péturs Arnar. -fgg Hera Björk baðst afsökunar á öskunni MÆTT TIL LEIKS Eurovision-kjóll Heru Bjarkar eftir Birtu Björnsdóttur er rauður. Fyrsta æfing hópsins í Telenor- höllinni gekk vel. MYND/GIEL DOMEN www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan Stjarna 14 kt. gull kr.10.900,- Stjarna úr silfri, næla kr. 4.900,- Rós 14 kt. gull kr. 12.900,- Stúdentastjarnan og -rósin 2010 fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur IPAA RR \ TBW A •SÍA •100954

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.