Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI21. maí 2010 — 118. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Kaffifundahópur karla 67 ára og eldri á Seltjarnarnesi var settur á laggirnar fyrir skemmstu en markmið hans er að efla félags-starf eldri karla í bæjarfélaginu. „Við hittumst í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju á þriðjudög-um og fimmtudögum milli 14 og 16. Þar er skeggrætt um allt milli himins og jarðar auk þess sem hugmyndin er að menn geti komið saman til að sinna hugðarefnum sínum,“ segir Jón Jónsson, sem hefur verið búsettur á Nesinu um áratugaskeið. Þegar hefur verið komið á fót smíða- og matreið lhópi en áh Skeggrætt yfir plokkfiski Karlar 67 ára og eldri á Seltjarnarnesi tóku upp á því fyrir skemmstu að hittast tvisvar í viku í safnaðar- heimili Seltjarnarneskirkju. Nú hafa nokkrir þeirra stofnað matarhóp og elda það sem hugurinn girnist. Plokkfiskurinn fór vel í mannskapinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ný ýsa saltfiskur kartöflur laukur hveiti mjólk fisksoð smjör smjörlíki salt pipar Sjóðið fiskinn og kartöflurnar sér. Setjið smjörlíki í pott ásamt niðursneiddum lauk og látið krauma stundarkorn. Bætið hveiti í pottinn og þynn-ið út með mjólk og fisksoði an, og bætið niðursneiddum kartöflum út í. Stappið vel, hrærið saman og kryddið með salti og pipar. Skellið smjörklípu ofan á og látið malla um stund PLOKKFISKUR að hætti matgæðinga á Seltjarnarnesi UPPSTANDSSÝNINGIN Villidýr/Pólitík verður sýnd í Sam- komuhúsinu á Akureyri á fimmtudaginn og föstudaginn í næstu viku. Þeir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson hafa fengið góða dóma fyrir leik sinn í sýningunni í Borgarleikhúsinu. HUMARSÚPA rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Við mælum með Macon Chanes Domaine de Lalande með þessum rétti. Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar Nýr A la Carte 4ra rétta tilboðsseðillVerð aðeins 7.290 kr. Góð tækifærisgjöf!föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 21. maí 2010 FYLGDI RAGGABJAR 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur FÖSTUDAGUR skoðun 18 veðrið í dag Skráðu þig núna á MINIGOLF í Smáralind Sjáumst! LAGANÁM VIÐ HR LÁTTU TIL ÞÍN TAKA! Sæktu um á www.hr.is Nýr tónleikastaður í Tryggvagötu Nýjan stað vantaði eftir að Batteríið brann. föstudagur 2 Kenna tölvuleikjagerð HR býður upp á nýja námsleið. tímamót 22 HÆGVIÐRI Í dag má búast við breytilegri átt, víða 2-6 m/s. Horfur eru á skúrum eða súld fram eftir degi, síst austan til og á Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 7-16°C, hlýjast A-til. veður 4 12 8 12 16 13 STJÓRNSÝSLA Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rekt- or Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bif- röst og 100 milljónir við að skól- inn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð spar- ast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags próf- essora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagn- ingu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillög- urnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar for- manns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörg- um háskólum. Bent er á að verk- fræði sé kennd við tvo skóla, lög- fræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það tal- ist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóð- ir hafi einn rannsóknar háskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grund- vallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófess- ora við ríkisháskóla upp á nokkr- um leiðum til að ná fram sparn- aði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðar- kennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningar- gjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki veru- lega og mælt er með að bílastæða- gjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórn- unarkostnaðar og meiri stjórnun- arvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér. - bþs Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla telur að tveir milljarðar sparist með því að færa nemendur úr Háskólan- um í Reykjavík til Háskóla Íslands. Ekki sé hægt að réttlæta að kenna sömu greinar í mörgum háskólum. FÓLK 700 milljóna króna landkynn- ingarátaki verður hleypt af stokk- unum í flugskýli 4 á Reykjavíkur- flugvelli í dag. Átakinu er ætlað að bæta ímynd Íslands í kjölfar neikvæðra frétta í erlendum fjölmiðlum vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli. Aug- lýsingar munu birtast í útbreidd- um evrópskum fjölmiðlum og er unnið að því að fá stórstjörnur til að taka þátt í verkefninu. Þegar hefur viðtal við danska leikar- ann Viggo Mortensen verið birt á heimasíðunni inspiredbyiceland. com og breski leikarinn Stephen Fry „twittaði“ um Íslendinga gegn- um Facebook-síðu með sama nafni. Stjórnvöld og fyrirtæki í ferða- þjónustu standa að átakinu. - fgg / sjá síðu 38 Þekktir erlendir leikarar leggja Íslendingum lið í 700 milljóna landkynningu: Fry og Mortensen tala vel um Ísland VIÐSKIPTI Starfsfólk Arion banka mun taka þátt í fræðslufundaröð um siðferði í samstarfi við Sið- fræðistofnun Háskóla Íslands. Þetta var kynnt á aðalfundi bank- ans sem haldinn var í gær. Þar var sagt frá því að hópur starfsmanna hefði þegar farið yfir skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis og starfshópur um siðferði hefði verið skipaður í bankanum. Colin C. Smith tók sæti í stjórn bankans á aðalfund- inum. Enginn lét af störfum og því fjölgaði í stjórninni um einn. Hann hefur starfað í bankageir- anum síðan 1964 þegar hann hóf störf í Midland Bank. Hann var um hríð forstöðumaður alþjóð- legs áhættustýringar- og lána- sviðs bankans, en lét af störfum 2003. - kóp Arion bregst við hrunskýrslu: Starfsfólki Arion kennt siðferði BORGARSTJÓRAR MÓTMÆLA Borgar- og bæjarstjórar frá nokkrum helstu héruðum Ítalíu lögð- ust á Signoria-torgið í Flórens í gær til að mótmæla svonefndum stöðugleikasáttmála, sem ríkisstjórn Silvio Berlus- coni hefur gert þeim að haga fjármálum sveitarfélaga eftir. Borgarstjórunum þykir reglurnar heldur stífar. N O R D IC PH O TO S/A FP Óvænt úrslit ÍBV lagði Íslandsmeistara FH og KR gerði aðeins jafn- tefl i í Garðabæ. sport 34 & 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.