Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 6
6 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR FUNDUR UM HLUTVERK BORGA OG BÆJA VIÐ AÐ KOMA OKKUR ÚT ÚR KREPPUNNI NORRÆNA HÚSINU FÖSTUDAGINN 21. MAÍ KL. 16.00 ALLIR VELKOMNIR Athafnir eða aðgerðaleysi? Hlutverk borga á krepputímum Nicolai Wammen borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannafl okksins Hlutverk borga í þekkingarhagkerfi framtíðarinnar Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands Skapandi greinar í Reykjavík - listir, vonir og viðskipti Margrét S. Sigurðardóttir lektor við Háskóla Íslands Reykjavík þarf að taka forystu Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og varaformaður Að loknum framsögum verða umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi www.xs.is LÍKNARMÁL „Þetta gekk bara framar björtustu vonum og krakkarnir eru himinlifandi, enda búnir að standa sig eins og hetjur,“ segir Sif Árnadóttir, móðir Marisol Árnýjar og Michaels Adams Amador, sem ásamt Silju Maren Björnsdóttur, vinkonu þeirra, efndu til tombólu á Akureyri í gær til styrkt- ar bændum undir Eyjafjöllum. Marisol er níu ára, Michael Adam fimm ára og Silja Maren sjö ára. Hugmyndin kviknaði á þriðjudag þegar krakk- arnir höfðu frétt af vandræðum bænda undir Eyja- fjöllum vegna öskugossins úr Eyjafjallajökli. „Þau vildu leggja þeim lið með einhverjum hætti og ákváðu að halda tombólu og byrjuðu strax að safna. Það gekk ótrúlega vel og fjölmargir létu hluti af hendi rakna.“ Tombólan hófst klukkan tvö í gær við kjörbúðina Hrísalund og krakkarnir voru enn að klukkan sex síðdegis í gær. „Ég hef ekki haft tök á því að telja innkomuna en hún hleypur á tugum þúsunda,“ segir Sif. Peningarnir sem söfnuðust ganga til Rang- árvallardeildar Rauða krossins, sem sér um að úthluta þeim þar sem þörf er á. „Það hefur gengið svo vel að við eigum ábyggilega eftir að endurtaka leikinn áður en langt um líður,“ segir Sif. - bs Krakkar á Akureyri efndu til tombólu í þágu bænda undir Eyjafjöllum: Hjálpa bændum í öskuskýi VASKIR KRAKKAR Marisol, Silja og Michael ásamt Sæmundi og Gunnari, vinum þeirra, sem lögðu þeim lið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín Árborg kaupir ekki Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að kaupa ekki björgunarsveitar- miðstöð sem byggð var þar í bæ. Í Sunnlenska fréttablaðinu segir að Íslandsbanki, eigandi hússins, hafi hafnað tveimur tilboðum Árborgar, sem þá hafi fallið frá þreifingunum. SVEITARSTJÓRNARMÁL Segist vera marxisti Dalaí Lama, leiðtogi Tíbetbúa, segist enn vera marxisti í anda og fordæmir kapítalismann, sem hafi það markmið eitt að skapa gróða. Þetta sagði hann á blaðamanna- fundi við upphaf fjögurra daga heimsóknar í New York. BANDARÍKIN TAÍLAND, AP Óttast er að pólitísku átökin á Taílandi brjótist fram með misalvarlegum hætti næstu árin, þótt kyrrð hafi komist á í gær eftir heiftarlegar óeirðir í höfuð- borginni Bangkok á miðvikudag. Ríkisstjórnin sagðist í gær hafa náð tökum á ástandinu, en rauðliðar heita því að halda mótmælunum gegn stjórninni áfram þótt sumir þeirra hafi verið fluttir í fangelsi. „Ég held að þetta sé nýtt upphaf fyrir rauðliða,“ segir Kevin Hewison, sérfræð- ingur um Taíland hjá Norður-Karólíu- háskóla í Bandaríkjunum. „Fram undan er harkalegra og grimmilegra tímabil baráttu og ómarkvissari aðgerða. Það er ekki með nokkru móti hægt að sjá fyrir sér að þessu sé að ljúka.“ Herinn réðst á miðvikudagsmorgun til atlögu gegn mótmælendum, sem höfðu komið sér upp búðum í miðborg Bangkok. Leiðtogar mótmælanna tóku ákvörðun um að gefast upp, en þrátt fyrir það blossuðu upp óeirðir í borginni með dauðsföllum og íkveikjum. Fimmtán manns létu lífið á miðvikudag og yfir hundrað særðust. Alls var kveikt í 40 byggingum, þar á meðal bönkum, kvik- myndahúsi og stórri verslunarmiðstöð. - gb Hreinsað til í Bangkok eftir heiftarlegar óeirðir sem brutust út í borginni á miðvikudag: Búist við langvarandi átökum í Taílandi HREINSAÐ TIL Í BANGKOK Spenna var yfir borginni í gær þótt ró væri komin á. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKKLAND, AP Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrri- nótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljón- um evra, eða um 16 milljörðum króna. Þjófavarnakerfi í nokkrum sala safnsins hefur verið bilað síðan í lok mars, að því er segir í yfir- lýsingu frá Bertrand Delanoe, borgarstjóra í París. Öryggisfyrirtækið hafði pantað varahluti í þjófavarnakerfið, en þeir höfðu ekki enn borist fyrir- tækinu frá framleiðanda. Á öryggismyndavélum sást ein- ungis einn maður að verki innan veggja safnsins, og var hann grímuklæddur. Ekki er vitað hvort aðrir hafi beðið fyrir utan eða hann haft aðra vitorðsmenn. „Þetta er stórþjófnaður, á því leikur ekki vafi,“ segir Stephane Thefo, sérfræðingur alþjóðalög- reglunnar Interpol sem sér um rannsóknir á alþjóðlegum lista- verkaþjófnuðum. „Þessi verk eru ómetanleg.“ Hann sagðist efast um að þjófur- inn hafi verið einn að verki, jafnvel þótt aðrir hafi ekki sést á öryggis- myndavélum. Næturvörður í safninu tók eftir því rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun að málverkin voru horfin. Á svölum fyrir aftan safnið fundust tómir rammar verkanna, en svo virðist sem þjófurinn hafi fjarlægt verkin úr römmunum af mikilli nærgætni. Við svalirn- ar var brotin rúða, sem þjófurinn virðist hafa farið í gegnum. Erfitt hefur reynst að leggja ákveðið mat á verðmæti verkanna, enda þykja þau ómetanleg. Fyrst taldi skrifstofa saksóknara verð- mæti þeirra geta numið allt að 500 milljónum evra, en síðar var sú tala lækkuð niður í 90 milljónir. Christophe Girard, aðstoðar- menningarráðherra Parísarborgar, sagði heildarverðmæti verkanna nema tæplega 100 milljónum. gudsteinn@frettabladid.is Picasso og Matisse stolið af safni í París Grímuklæddur maður stal í fyrrinótt listaverkum eftir Picasso, Matisse og fleiri þekkta listamenn úr Nútímalistasafninu í París. Verkin eru sögð ómetanleg, en þó metin á nærri 16 milljarða króna. Þjófavarnarkerfi safnsins var bilað. GENGIÐ FRÁ RÖMMUNUM Þjófurinn virðist hafa gefið sér góðan tíma þegar hann fjarlægði verkin úr römmunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EITT VERKANNA Þetta málverk eftir Amadeo Modigliani er eitt hinna stolnu. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. 100millj. € KJÖRKASSINN Hefurðu fylgst með fyrstu umferðunum í íslensku knatt- spyrnunni í sumar? Já 33,1% Nei 66,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlarðu í ferðalag um hvíta- sunnuhelgina? Segðu þína skoðun á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.