Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 12
 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkó- flóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strend- ur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Mark Proegler, talsmaður fyrir- tækisins, segir að inn í olíurör sem sett var inn í opna olíuleiðslu um helgina streymi nú um fimm þús- und tunnur af olíu á dag. Þetta er einungis hluti af lekanum, en til þessa hefur fyrirtækið haldið því fram að heildarlekinn nemi fimm þúsund tunnum á dag. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að treysta um of á upplýsingar frá BP. Ken Salazaar innanríkisráðherra sagði í gær að stjórnin muni nú láta eigin vísinda- menn kanna lekamagnið. Reynt hefur verið að hamla útbreiðslu olíunnar með flotgirð- ingum og með því að safna saman olíu og brenna hana undir eftirliti. Um helgina á að reyna að stöðva lekann með því að pumpa þungri leðju og síðan steinsteypu ofan á olíuleiðsluna á hafsbotni. Olía tók að streyma út í hafið eftir að sprenging varð í olíubor- palli fyrir mánuði. Ellefu manns fórust. Til þessa hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir að olían berist á land, en nú í vikunni fannst nokkurt magn suðaustast í Louisiana. Bobby Jindal ríkisstjóri sagði að þetta væri aðeins útjaðar lekans, sem gæti valdið gríðarlegu tjóni í viðkvæmu lífríki votlendisins við ósa Missis- sippifljótsins. Þar eru fágætar dýra- og fuglategundir auk fjölskrúðugs sjávarlífs sem nú er stofnað í hættu. gudsteinn@frettabladid.is GRIKKLAND, AP Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerð- um í Aþenu í gær, þegar fjórða alls- herjarverkfall landsins á þessu ári hófst. Verkalýðsfélög og almenningur mótmæla harkalegum sparnaðar- aðgerðum stjórnvalda, sem að nokkru eru kröfur evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Verslunareigendur og embættis- menn borgarinnar bjuggu sig undir átök í miðbænum, meðal annars með því að byrgja rúður verslana. Sautján hundruð manna lögreglulið var sent á vettvang. - gb Bráðskemmtileg ný létt- lestrarbók um æringjann Skúla skelfi Frábær fyrir byrjendur í lestri Guðni Kolbeinsson þýddi Barnabæ kur 12.–18.05.10 OLÍA BRENND Á MEXÍKÓFLÓA Óttast er að olían berist í auknum mæli inn á við- kvæm votlendi við strendur Mexíkóflóa. NORDICPHOTOS/AFP MÓTMÆLA NIÐURSKURÐI Íbúar Aþenu fjölmenntu í miðbænum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir fertugum Banda- ríkjamanni vegna blygðunar- semisbrots gegn konu á Hótel Borg í fyrra. Hæstiréttur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í hálfs árs fangelsi. Maðurinn hafði samræði við konuna á dimmu hótelherbergi. Konan hélt að um væri að ræða annan mann, sem hún hafði fáeinum mínútum áður haft sam- ræði við. Konunni voru dæmdar 800 þúsund í miskabætur. - jss Hæstiréttur stórþyngdi dóm: Fangelsi í tvö ár og miskabætur Allsherjarverkfall í Grikklandi: Þúsundir mótmæla í Aþenu Lekinn reynist meiri Reynt verður að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa um helgina. Hann hefur borist í nokkru magni á land og óttast er um viðkvæmt lífríkið við strendurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.