Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 13 BANDARÍKIN, AP Úrslit nokkurra for- kosninga bandarísku stjórnmálaflokk- anna benda til þess að mikil uppstokk- un sé í vændum í þingkosningunum þar vestra næsta haust. Forkosningar voru í fjórum ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag, en helstu tíðindin þar voru forkosningar demó- krata í Pennsylvaníu, þar sem Arlen Spector náði ekki kjöri, en hann var talinn eiga nokkuð öruggt þingsæti í öldungadeildinni eftir þrjátíu ára setu þar. Stuðningur Baracks Obama for- seta við Specter hafði þar engin áhrif á kjósendur, sem þykir benda til þess að staða forsetans meðal almennings sé orðin nokkuð veik. Í Kentucky tap- aði annar þungavigtarmaður í pólit- íkinni, repúblikaninn Trey Greyson, fyrir nýliðanum Rand Paul sem hefur verið fyrirferðarmikill í teboðshreyf- ingu Söruh Palin, fyrrverandi varafor- setaframbjóðanda flokksins. Fréttaskýrendur hafa túlkað úrslit- in þannig að nýliðar í flokkunum eigi almennt meiri möguleika í ár en þeir sem hafa verið áhrifamenn innan flokkanna til lengri tíma. Forkosningar halda áfram næstu vikurnar en þingkosningarnar verða haldnar 2. nóvember. - gb Grannt fylgst með þróuninni í forkosningum stjórnmálaflokkanna vestanhafs: Stuðningur Baracks Obama fælir frá ARLEN SCPECTER ÁSAMT EIGINKONU SINNI Náði ekki kjöri þrátt fyrir ein- dreginn stuðning forsetans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐAMÁL Fyrsta skemmtiferða- skip sumarsins lagðist að bryggju við Strandarbakka hér á Seyðisfirði í gær. Með skipinu eru rúmlega 500 farþegar. Gestirnir fóru fyrst í Skálanes, menningar- og náttúrusetur sem stendur út við mynni Seyðis- fjarðar. Þá var Borgarfjörður eystri sóttur heim þar sem farið var í gönguferðir um bæinn með leiðsögn. Sumir völdu að fara ekki í skipulegar ferðir og gengu þess í stað um bæinn og náttúruna. - shá Skemmtiferðaskipin koma: Fyrsta skipið til Seyðisfjarðar Í SEYÐISFJARÐARHÖFN Athena lagði að bryggju í gær með 500 farþega. MYND/ALLA Sparkaði í andlit lögreglu Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann um fimmtugt fyrir að sparka í andlit lögreglumanns. Atvikið átti sér stað á síðasta ári í lögreglubifreið á bifreiða- plani við Álfaskeið í Hafnarfirði. LÖGREGLUFRÉTTIR Eignasamsetning Sameinaða lífeyrissjóðsins í árslok 2008 og 2009 Árið 2009 var að ýmsu leyti hagfellt sjóðnum en afleiðingar bankahrunsins í október 2008 höfðu þó enn veruleg áhrif á afkomu ársins. Hrein eign sjóðsins óx um tæpa 9 milljarða króna á árinu og var 99,2 milljarðar í lok ársins. Nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins var 7,1% á árinu 2009, sem jafngildir 1,4% neikvæðri raunávöxtun. Staða stærstu fyrirtækja á Íslandi sem skráð voru í kauphöll reyndist enn verri en ætlað var fyrir ári og eru flest þeirra nú gjaldþrota eða í nauðasamningum. Það leiddi til 4,6 milljarða króna viðbótar varúðarniðurfærslu á verðbréfaeign sjóðsins á árinu. Hins vegar vegur nokkuð á móti í ávöxtun eigna sjóðsins á árinu að erlendir hlutabréfamarkaðir tóku vel við sér. Starfsemi Sameinaða lífeyrissjóðsins 2009 Borgartúni 30 105 Reykjavík S. 510 5000 lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 41 79 2 Séreignardeild Ávöxtun séreignarsparnaðar sjóðsins var ágæt á síðasta ári eins og taflan sýnir. Alls voru eignir séreignardeildar 4.463 millj. króna í árslok 2009. Lífeyrisgreiðslur úr deildinni jukust á árinu vegna laga um tímabundna heimild til úttektar séreignar og námu 755 millj. króna samanborið við 106 millj. króna árið 2008. Hins vegar stóð fjöldi virkra iðgjaldagreiðenda til séreignardeildar nánast í stað milli ára. Tryggingafræðileg staða – tillaga um lækkun áunninna lífeyrisréttinda Í árslok 2009 var tryggingafræðileg staða sjóðsins neikvæð um 9,7%. Í stað þess að mæta þessum halla með því að skerða réttindi strax sem honum nemur hefur stjórn sjóðsins ákveðið, að höfðu samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins, að leggja fyrir ársfund tillögu um lækkun áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga um 3,5% frá og með 1. júlí 2010 og aftur um 3,5% frá og með 1. desember 2010. Lífeyrisréttindi og lífeyrisgreiðslur fylgja eftir sem áður vísitölu neysluverðs. Sé horft til spár Seðlabanka Íslands um vísitölubreytingu til loka árs 2010 má ætla að lífeyrisgreiðslur lækki lítið í krónum talið, miðað við það sem lífeyrisþegar fengu greitt í upphafi árs – að því gefnu að tillagan verði samþykkt. Samþykki ársfundur tillögu sjóðstjórnar verður tryggingafræðileg staða Sameinaða lífeyrissjóðsins neikvæð um 5,5%, miðað við stöðu um sl. áramót. ÁRSFUNDUR 2010 Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 27. maí nk. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Stjórn sjóðsins: Haraldur Þór Ólason, formaður Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður Auður Hallgrímsdóttir Georg Páll Skúlason Hilmar Harðarson Sveinbjörn Hjálmarsson Framkvæmdastjóri: Kristján Örn Sigurðsson 2009 2008 Heildariðgjöld ..................................................................................... 5.032 millj. kr. 5.926 millj. kr. Heildarlífeyrisgreiðslur .................................................................... 3.818 millj. kr. 2.710 millj. kr. Nafnávöxtun ....................................................................................... 7,1% -9,8% Raunávöxtun ...................................................................................... -1,4% -22,5% Raunávöxtun sl. 5 ára (árlegt meðaltal) ..................................... -0,9% 0,7% Raunávöxtun frá stofnun sjóðsins, 1992 (árlegt meðaltal) .. 3,5% 3,8% Rekstrarkostnaður ............................................................................. 119 millj. kr. 119 millj. kr. Rekstrarkostnaður sem hlutfall eigna ......................................... 0,12% 0,13% Fjárfestingartekjur ............................................................................ 7.046 millj.kr. - 9.195 millj. kr. Hrein eign til greiðslu lífeyris ........................................................ 99.208 millj.kr. 90.474 millj. kr. Tryggingafræðileg staða ................................................................. -9,7% -13% Fjöldi virkra sjóðfélaga .................................................................... 10.550 12.213 Fjöldi lífeyrisþega .............................................................................. 4.849 4.610 Fjöldi stöðugilda ................................................................................ 16 16 Helstu kennitölur Bankainnstæður Ríkisskuldabréf Skuldabréf sveitarfélaga Skráð markaðsskuldabréf fyrirtækja Skuldabréf fjármálafyrirtækja Veðskuldabréf Erlend skuldabréf Erlend hlutabréf Innlend hlutabréf 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 2009 2008 LÖGREGLUMÁL Lögreglan fann fíkniefni við húsleit í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Um var að ræða kannabisefni sem voru ætluð til sölu. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og játaði hann aðild sína að málinu. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lög- reglan á fíkniefnasímann 800- 5005. Í hann má hringja nafn- laust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. - jss Fann fíkniefni í Hafnarfirði: Fíkniefnasali var handtekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.