Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 18
18 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Atvinnuleysi af þeirri stærðargráðu sem við Íslendingar höfum séð und- anfarið er ólíðandi. Reykjavíkurborg á að taka atvinnuleysisvandann innan sinna borgarmarka föstum tökum og leysa hann sem fyrst. Fjölmargt er hægt að gera. Það má stórauka viðhald bygginga í eigu borg- arinnar og leggja í þeim efnum sér- staka áherslu á mannaflsfrek verk- efni. Við eigum að ráðast í fjölbreytt atvinnuátaksverkefni fyrir ólíka ald- urshópa í samvinnu við Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Við þurfum að endur- vekja Aflvaka, atvinnuþróunarfélag Reykjavíkur, og markaðssetja borgina sem aðsetur fyrir atvinnustarfsemi. Við þurfum að setja á fót frumkvöðla- setur fyrir ungt fólk þar sem áhersla verði lögð á þróun hugmynda á sviði ferðaþjónustu og innlends iðnaðar. Borgin á líka að bjóða skólafólki upp á fjölbreytta sumarvinnu. Allt það sem við leggjum af skyn- semi til atvinnumála á þessari stundu mun margborga sig síðar. Við þurf- um að horfa til framtíðar. Við eigum til dæmis Orkuveituna. Í henni felast miklir möguleikar. Á vegum hennar eigum við að bjóða upp á sveigjanlegri orkusölusamninga sem laða að fleiri tegundir af fyrirtækjum en hingað til hefur verið raunin. Við eigum að setja fyrirtæki í forgang sem skapa mörg störf og eru umhverfisvæn. Í ferðaþjón- ustunni finnst líka urmull tækifæra til þess að auka atvinnu. Við þurfum að efla Reykjavík í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála með áherslu á borgina sem áfangastað, þar sem fjölbreytt afþreying er í boði. Lykilatriðið er þetta: Atvinna og aftur atvinna. Það er verkefni borgar- málanna. Atvinna og aftur atvinna Borgarmál Einar Skúlason oddviti Framsóknar- flokksins í Reykjavík Við þurfum að horfa til framtíðar. Við eigum til dæmis Orkuveituna. Í henni felast miklir möguleikar. Hestapest í nefnd Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, vill að nefndin fjalli um hestapestina sem gengur nú yfir landið. Hann óskar eftir því að full- trúar ráðuneytis, Matvælastofnunar, dýralæknir hestasjúkdóma og hagsmunaaðilar verði kallaðir fyrir nefndina í þessu skyni til að varpa ljósi á hvernig sjúkdómurinn muni þróast og hvaða áhrif pestin muni hafa á Landsmót hestamanna. Til hvers? Hér gæti Einar stytt sér leið. Í stað þess að kalla til sín hina og þessa sér- fræðinga gæti hann kynnt sér umfjöll- un Kastljóss fyrr í vikunni, þar sem var einmitt fjallað um þróun sjúkdómsins og áhrif á fyrirhugað landsmót. Niður- staðan var í stuttu máli sú að hrossin muni flest jafna sig en það taki tíma. Þessi fundahöld sem hann leggur til eru því að líkindum tíma- sóun – nema Einar telji sig luma á skyndilækningu við hestapest? Væri ekki skynsamlegra að nefndin fjallaði um það sem hún getur haft raunveruleg áhrif á? Gassalappir „Ég ligg í blóði í mínu,“ stóð stórum stöfum á forsíðu DV á miðvikudag við hliðina á mynd af Björgvin G. Sigurðs- syni, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Mátti ráða af framsetningunni að þar væri vitnað beint í Björgvin, sem segði ekki farir sínar sléttar. Krassandi. Þegar sjálf greinin var lesin kom í ljós að fyrirsögnin var alls ekki höfð eftir Björgvin, heldur ein- hverjum ónafngreindum innan Samfylkingarinnar um Björgvin. Má ekki gera þá lágmarks- kröfu til blaðamanna að þeir kunni að nota gæsalappir? bergsteinn@frettabladid.is F yrir réttu ári var undirrituð viljayfirlýsing milli Sam- taka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Verslunarráðs Íslands þess efnis að fjölga konum í for- ystusveit íslensks atvinnulífs. Markmiðið var að hlutur hvors kyns yrði ekki minni en 40 prósent í stjórnum fyrirtækja. Við það tækifæri kom fram sú skoðun flestra sem að samningn- um stóðu að farsælla væri að aðilar ynnu saman að því að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja en að til lagasetningar um málið kæmi. Síðan hafa þó verið sett lög sem gera fyrirtækjum skylt að skipa stjórnir sínar fólki af báðum kynjum þannig að annað kynið hafi ekki minna en 40 prósenta hlut, tvo fulltrúa í fimm manna stjórn og einn í þriggja manna stjórn. Nú þegar ár er liðið frá undir- ritun viljayfirlýsingarinnar liggja fyrir mælingar Creditinfo á þeim árangri sem náðst hefur sem er minni en enginn. Í ljósi þessara talna er því ekki annað hægt en að fagna því að sett skuli hafa verið lög um málið. Á því ári sem liðið er frá undirritun viljayfirlýsingarinnar hefur hlutfall fyrirtækja með bæði kyn í stjórn lækkað úr 15 prósentum í 14 prósent. Fyrir- tækjum sem hafa stjórnir sem skipaðar eru báðum kynjum hefur fækkað um 16. Fyrirtækjum hefur á tímabilinu fjölgað um liðlega 2.000, einkynja karlastjórnum hefur fjölgað um liðlega 1.800 og einkynja kvennastjórnum um tæplega 400. Þetta eru heldur dapurlegar tölur, svo ekki sé meira sagt. Eink- um í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem skipuð eru stjórnum af báðum kynjum sýna betri afkomu, lifa lengur og líkur á vanskilum eru minni. Íslenskt viðskiptalíf hefur valið að hafna þessum ávinningi. Einnig má nefna að möguleikar kvenna á að veljast til stjórnunar starfa eru 27 prósent í fyrirtækjum sem hafa stjórn sem skipuð er báðum kynjum meðan einungis 5 prósenta líkur eru á að konur veljist til stjórnunarstarfa í fyrirtækjum sem hafa stjórnir sem eingöngu eru skipaðar körlum. Það sætir furðu að að þeir sem fyrir íslenskum fyrirtækjum fara skuli ekki sjá sér hag í því að fá breiðari hóp að stjórnum fyrirtækja. Við þær aðstæður sem nú eru uppi mætti ætla að eftir- sóknarvert væri að leita allra leiða til að bæta rekstur þeirra. Aukinn hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er þannig ekki bara jafnréttismál, sem það er þó að sönnu, Aukinn hlutur kvenna í fyrirtækjum snýst um að bæta afkomu fyrirtækja og auka skil- virkni í atvinnulífinu. það gerir ömurlegan árangur þegar ár er liðið frá undirritun viljayfirlýsingarinnar enn óskiljanlegri en ella. Eins og staðan er virðist atvinnulífið láta íhaldssemi og þrönga hugsun koma í veg fyrir að betri árangur náist. Það er furðuleg nálgun. Hvað óttast menn? Lögin um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja taka ekki gildi fyrr en seinni hluta árs 2013. Vonandi verður íslenskum fyrirtækjum betur ágengt á næstu þremur árum en á árinu sem leið. Við höfum ekki efni á öðru. Ár er liðið frá undirritun yfirlýsingar um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Enginn árangur SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.