Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 20
 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haust- ið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmarg- ar stofnanir innan stjórnkerfis- ins bára ábyrgð á ákveðnum þátt- um fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármála- kerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorr- ænni æfingu á viðbúnaði við fjár- málaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu ber- skjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á papp- ír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarn- ir hafa staðið sig frábærlega. Eld- gosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvar- lega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skatt- greiðendur greiða yfir 10 millj- arða króna í beina styrki til fram- leiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutn- ingsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Ösku- gosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræð- ingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrund- völl þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að megin- hluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðs- mynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleið- ingum fyrir útflutningsfram- leiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforku- ver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforku- kerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orku- kerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyr- irhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkj- um og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Fjármálastöðugleiki, matvæla- öryggi og afhending raforku Þegar ég hitti íbúa í öllum hverfum borgarinnar á fund- um mínum með borgarbúum í borgarstjóratíð minni, vorið 2008, fór ekkert á milli mála að það sem lá á hjarta íbúanna næst var öryggið og mannlífið í hverf- unum. Þar bar hæst umferðarör- yggið og slysavarnirnar í nær- umhverfi þeirra. Ég hófst strax handa við úrbætur í þessum málum, þó að borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðisflokksins, hafi í þessum málaflokki, sem öðrum, dregið lappirnar. Þannig var komið fyrir öflug- um hraðahindrandi aðgerðum á Háaleitisbraut, þegar um sumarið 2008 og ætlunin að halda slíkum aðgerðum áfram á allri Háaleit- isbrautinni og síðan á Bústaða- vegi, Réttarholtsvegi, Stjörnu- gróf, Hringbraut, Hofsvallagötu og Suðurgötu, svo dæmi séu nefnd. En aðgerðirnar stöðvuðust, jafn skyndilega og þær hófust. Hanna Birna Krisjánsdóttir vildi verða borgarstjóri og myndaði meirihluta með Framsóknarflokkn- um bak við tjöldin og allar fyrir- ætlanir um umferðaröryggisfram- kvæmdir voru í snarhasti lagðar til hliðar. Stöðug viðleitni mín og til- löguflutningur um áframhaldandi umferðaröryggisframkvæmdir í hverfum borgarinnar hefur síðan verið stöðvuð hvað eftir annað af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Til viðbótar þessu eru nú uppi fyrirætlanir um að leyfa hækkun hámarkshraða úr 30 km upp í 40 km víða í hverfum borgarinnar sem í miðborginni. Gönguleiðir barna í skóla eru þar engin undantekning. Ófrávíkjanleg krafa okkar í H- listanum er sú að í miðborginni sem og í öllum hverfum borgarinn- ar sé ekki leyfður meiri ökuhraði en 30 km. Hraðinn megi ekki vera meiri nema tryggð séu mislæg tengsl gangandi og akandi umferð- ar. Börnum á leið í skóla eða ann- arri leið um hverfið, þar sem þau búa, á einfaldlega ekki að bjóða upp á annað. Þegar margsvikulir borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins koma nú fram nokkrum dögum fyrir kosningar og segjast vilja bæta umferðaröryggið í borginni verð- ur manni einfaldlega flökurt. Hví- lík hræsni og tækifærismennska! Atvinnustjórnmálamönnunum í efstu sætum Sjálfstæðisflokks- ins sem og hinna fjórflokkanna er ekki treystandi. Þess vegna er það brýn nauðsyn að færa völdin úr höndum þeirra til íbúanna í öllum hverfum borg- arinnar. Það munum við fulltrúar H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagmuni, gera. Því má treysta, því að á 20 ára borgar- stjórnarferli mínum, hef ég ávallt staðið við orð mín og hlýtt sann- færingu minni. Það munum við öll, fulltrúar H-listans gera, enda erum við óháð styrkjum og fjár- framlögum hagsmunaaðila, öfugt við fjórflokkinn og fíflalátafram- boð Æ-listans. Öryggi í umferðinni er nefnilega dauðans alvara og borgarbúar verða að styrkja for- varnir og efla mannlífið í hverf- unum með að kjósa þá til áhrifa, sem starfa af alvöru og heiðarleika í þágu almannahagsmuna. Íbúalýðræði og umferðaröryggi Afslátturinn er alfarið á kostnað MerkjaOutlet. KORPUTORGI TAX- FREE DAGAR ALLAR VÖRUR VERSLUNARINNAR ÁN VSK. Opið: Mán.-lau. 11 til 18 Sími 578 9400 LITTLE MISS BOLUM NÝ SENDING AF MYNDABOLUM OG UM HVÍTA- SUNNUHELGINA OPIÐ: FÖSTUDAG OG LAUGARDAG Efnahagsmál Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga af- hendingu matvæla í ótryggum heimi. Borgarmál Ólafur F. Magnússon oddviti H-Lista í Reykjavík Í helgarblaði Fréttablaðsins er hið ágætasta viðtal við færeysku tónlistarkonuna Eivöru. Þar segir í niðurlagi: „Komið hefur fram í fjölmiðlum að tónlistarbloggar- inn Jens Guð sé að skrifa ævisögu Eivarar. Hún kannast við málið en hefur ekkert heyrt í Jens vegna bókarinnar. „Eins lengi og maður má lesa þetta áður og vera með í þessu þá er þetta fínt. Ég er kannski pínu- lítið stressuð ef það kemur eitt- hvað út sem ég er ekki sátt við,“ segir hún. „Hann er búinn að tala við fólk sem þekkir mig en er ekki búinn að tala við mig.“ Þetta hljómar dálítið eins og bókin sé skrifuð að Eivöru for- spurðri; að hún hafi aðeins frétt af vinnslu bókarinnar úti í bæ. Þannig er það ekki. Það kæmi aldrei til greina af minni hálfu að skrifa bók um Eivöru í óþökk hennar. Vinna við bókina hófst ekki fyrr en ég var kominn með grænt ljós á það frá Eivöru. Hins vegar fjallar bókin UM Eivöru en byggist ekki á einu löngu við- tali við hana. Þess vegna hef ég tekið viðtöl við ættingja og æsku- vini Eivarar. En ekkert viðtal við hana. Það er því rétt eftir Eivöru haft; að ég sé búinn að tala við fólk sem þekkir hana en ekki búinn að tala við hana sjálfa. Engu að síður hefur Eivör verið upplýst um gang mála. Þegar texti bókarinn- ar hefur smollið saman mun Eivör lesa hann yfir, fylla upp í eyður, bæta við og ganga úr skugga um að allt sé eins og best verður á kosið. Það verður ekkert í bókinni annað en það sem Eivör er 100% sátt við. Annað – en þó þessu skylt: Eivöru þykir bók um sig vera ótímabær. Í Færeyjum eru einung- is skrifaðar ævisögur um gengn- ar hetjur. Eivöru þykir þess vegna skrýtið að verið sé að skrifa bók um hana, 26 ára og rétt að hefja sinn tónlistarferil fyrir alvöru. Á móti kemur að ég nálgast sex- tugsaldur. Er að auki nýbúinn að ná þeim andlega þroska að geta skrifað þessa líka fínustu bók um Eivöru. Mikilvæg leiðrétting Athugasemd Jens Guð rithöfundur og tónlistarrýnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.