Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 38
 ÞRÓUNARMÁL - upplýsingarit Þróunarsamvinnustofnunar Íslands – eftir Ásdísi Bjarnadóttur, sérfræðing á skrifstofu ÞSSÍ í Malaví Í Mangochi-héraði í Malaví eru 249 ríkisreknir grunnskólar og um 180.000 nemendur á grunnskólaaldri. Ég heimsótti einn af þessum skólum á dögunum: Namazizi-skóla í Chirombo-þorpi við Apaflóa sem er mörgum Íslendingum kunnur. Skólinn er fyrsti samstarfsskóli ÞSSÍ í Malaví en stofnunin studdi uppbyggingu hans frá árunum 1995- 2004. Þá hefur skólinn verið vinaskóli Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi frá árinu 2000 og enn syngja nemendur í Namazizi um vini sína á Íslandi. Það var líf og fjör á skólalóðinni þegar mig og íslensku gestina sem voru í för með mér bar að garði. Hópur af börnum við brunninn að fá sér vatnssopa. Einhver í eltingaleik, önnur í boltaleik með heimatilbúinn bolta úr plastpokum. Um eitt þúsund nemendur stunda nám við Namazizi-skóla. Kennarar við skólann eru tólf. Nemendur voru almennt spenntir að hitta okkur, mikið flissað og hlegið, enda ekki á hverjum degi sem útlendingar, eða „azungu“ eins og við erum yfirleitt kölluð, koma og trufla kennslustundirnar. Skólastofurnar með yngstu nemendunum voru þétt setnar, varla þverfótað fyrir börnum. Bekkirnir urðu fámennari eftir því sem börnin voru eldri. Áberandi var hversu mikið stúlkunum fækkaði, í efstu bekkjunum voru stúlkur einungis um fjórðungur nemenda. Stúlkur heltast úr lestinni Þetta endurspeglar að mörgu leyti ástandið í malavíska menntakerfinu. Þótt nánast jafnmargar stúlkur og drengir hefji nám í grunnskóla heltast mun fleiri stúlkur úr lestinni en drengir, sérstaklega þegar komið er á síðari stig skólagöngunnar. Meginástæður þess eru fátækt, snemmbúnar giftingar, ótímabærar þunganir og hin hefðbundnu gildi um ólík hlutverk kynjanna innan fjölskyldunnar og í samfélaginu. Almenn menntun stuðlar beint að félags- og efnahagslegri framþróun, ekki síst grunnmenntun kvenna sem getur haft víðtæk jákvæð félagsleg áhrif. Móðir sem hefur hlotið menntun er einnig líklegri til að senda börnin sín í skóla en sú sem hefur aldrei gengið í skóla. Með stuðningi sínum við grunnskólamenntun hefur ÞSSÍ ekki aðeins unnið að því að auka skólagöngu barna með bættum aðbúnaði í skólum heldur líka leitast sérstaklega eftir að auka hlutfall stúlkna með stuðningi við sérstök námskeið sem ætlað er að vekja kennara og foreldra til vitundar um mikilvægi þess að mennta stúlkur jafnt sem drengi. Einnig hafa verið byggð aðskilin salerni fyrir kynin sem er mikilvægur liður í því að fá stúlkur til að halda áfram námi en skortur á sérhreinlætisaðstöðu í skólum hefur mjög neikvæð áhrif á stúlkur. Þegar fjármálahrunið varð á Íslandi haustið 2008 höfðu 23 skólar, þar af 20 grunnskólar og þrír framhaldsskólar, notið góðs af stuðningi ÞSSÍ á einn eða annan hátt. Skólastofur, kennarahús, stjórnunarálmur, bókasöfn og kamrar höfðu verið reistir og/eða endurbættir og skólunum einnig látið í té skólahúsgögn fyrir nemendur en ÞSSÍ hefur ávallt kappkostað að skila fullbúnum skólum til samfélaganna. Samstarf við menntamálaskrifstofu Mangochi- héraðs hefur verið farsælt og stuðlað að góðum árangri verkefnisins. Héraðsyfirvöld hafa óskað eftir áframhaldi á samstarfi við ÞSSÍ um að stuðla að bættri grunnmenntun. Í dag eru rúmlega 26 þúsund nemendur sem njóta góðs af grunnskólaverkefninu en í Mangochi eru enn mörg börn sem þurfa að lesa undir tré. Það er leikur að læra … Menntun bænda og fiskimanna í Jangamó – eftir Dulce Mungoi, verkefnastjóra félagslegra verkefna hjá ÞSSÍ í Mósambík „Að mennta konu er að mennta þjóð,“ segja þeir sem vinna í fullorðinsfræðslugeiranum. Mósambík var portúgölsk nýlenda og hlaut sjálfstæði árið 1975. Þá var talið að um 94% landsmanna hefðu verið ólæs og óskrifandi. Allt frá þeim tíma hefur fræðsla fullorðinna og lestrarkennsla verið eitt af mikilvægustu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Átak var gert í þessum málum strax á fyrstu árum sjálfstæðisins og komu margir til aðstoðar; ungt mósambískt háskólafólk og sjálfboðaliðar frá öðrum löndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og árið 1982 var tala ólæsra komin niður í 72%. Strax í kjölfar sjálfstæðisbaráttunnar hófst eitt grimmasta borgarastríð álfunnar, sem stóð í hartnær 30 ár og skildi landið eftir í rústum. Á meðan borgarastyrjöldin stóð sem hæst 1980 til 1994 var mikill landflótti frá Mósambík til nágrannaríkja auk þess sem sveitirnar voru einangraðar frá borgunum og engin kennsla fór fram sem nokkru nemur nema í stærri borgum. Mósambík er enn í tölu fátækustu ríkja heims og er ein ástæðan skortur á menntuðu vinnuafli. Í dag er talið að um 50,4% séu enn ólæs og óskrifandi. Fullorðinsfræðsla er því áfram eitt af for- g g j gan smálum ríkisst órnarinnar o er talin mikilvæg til draga úr fátækt, sérstaklega til sveita. Í síðustu þróunaráætlun landsins var lögð áhersla á að veita þannig kennslu að fólk næði grunnfærni í akuryrkju, lærði húsdýrahald og fengi fræðslu um samfélagsleg og lagaleg réttindi, auk lestrarkennslu. Markhópurinn er fólk sem dottið hefur út úr skólakerfinu, sérstaklega konur, en ólæsi á meðal þeirra er mun meira en á meðal karla. Verkleg fræðsla og lestur Þrátt fyrir ofuráherslu á fræðslu fullorðinna eru þeir sjóðir sem ætlaðir eru til að framkvæma áætlanir ríkisstjórnarinnar fremur rýrir. Árið 2008 hóf ÞSSÍ samstarf við menntamálayfirvöld í Mósambík innan fullorðinsfræðslugeirans með sérstökum stuðn- ingi við Jangamó-hérað. Áherslan er á verklega fræðslu auk lestrarkennslunnar og er um að ræða tilraunaverkefni, sem yfirvöld sjá fyrir sér að geti nýst annars staðar ef vel tekst til. Auk þessa verkefnis veitir ÞSSÍ yfirvöldum stuðning og ráðgjöf við samningu kennsluáætlunar og útgáfu kennsluefnis fyrir fullorðinsfræðsluna á landsvísu. Verklega kennslan er einkum á þremur sviðum; í lífrænni garðrækt, handverki, þar sem nemendur læra að byggja hús úr gsementskubbum, o kennsla í undirstöðu- atriðum atvinnureksturs. Þessi kennsla tengist lestrarkennslunni og hefur laðað til sín fleiri karla til þátttöku í fullorðinsfræðslunni en áður. Hingað til hafa ólæsir karlmenn verið tregir til að taka þátt þar sem þeir eiga erfitt með að sjá fyrir sér ávinninginn og viðurkenna að þeir þurfi á slíkri fræðslu að halda. Það er trú stjórnvalda í Mósambík að þessi verklega kunnátta geti hjálpað fátækum bændum og fiskimönnum upp úr sárri neyð og gefið þeim tækifæri á að auka tekjur sínar og lífsgæði. Einn hópurinn sem fór í gegnum þjálfun í mótun sementskubba í apríl 2009 hefur stofnað félag í kringum starfsemi sína og nefnist á bitonga, máli heimamanna, „Hinapua Uwé“ og þýðir „við munum heyra frá þér“. Félagsmenn eru búsettir í Ravena í Jangamó- héraði. Í félaginu eru 30 meðlimir, sem eru einnig að læra að lesa og skrifa, og kennarar þeirra. Meirihlutinn er konur eða 22 á móti 8 körlum. Starfsemin er undir tré þar sem er aðgangur að vatni. Tækið sem mótar sementskubbana er geymt á landskikanum og framtíðardraum- urinn er að byggja yfir starfsemina. Fólk- ið dreymir líka um að byggja yfir fullorðins- fræðslubekkina í Ravena, sem allir eru starfræktir undir krónum trjánna, og þegar rignir verður að gefa frí. Þótt verðið á kubbunum sé í algjöru lágmarki hafa nágrannarnir enn ekki efni á að kaupa slíkt byggingarefni. Helsti markaðurinn í dag eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Meðlimir hópsins munu einnig fá þjálfun í rekstri fyrirtækja. Fram að þessu hafa þeir ekki getað greitt sér laun, en eiga afrakstur, sem samsvarar 70.000 íslenskum krónum. Á þeirra mælikvarða eru þetta miklir peningar. Árangur Ravena-hópsins hefur haft áhrif, þannig að fólk er forvitið og tilbúið að taka þátt í fullorðinsfræðslunni á svæðinu. Einnig hafa önnur alþjóðleg hjálparsamtök á svæðinu skoðað starfsemina í þeim tilgangi að læra og í framhaldinu veita stuðning við að koma á fót svipuðum verkefnum annars staðar í landinu. Fullorðinsfræðsla í fátækum héruðum í Mósambík er mjög erfið og krefst þolinmæði og úthalds. Enn eru margir veikir hlekkir sem ÞSSÍ tekur þátt í að styrkja, samanber menntun og þjálfun þess starfsfólks sem kennir fullorðnum og á að veita leiðsögn og ráðgjöf. Árangur Ravena-hópsins veitir því þeim sem starfa í grasrótinni hvatningu og viðheldur trú á að starf þess geri gagn. Þýtt úr portúgölsku og stílfært af Margréti Einarsdóttur umdæmisstjóra ÞSSÍ í Mósambík. Carolina Fernando og Marta Manuel Guambe, kennarar í fullorðinsfræðslu, með félögum sínum í Ravena- hópnum. „Við getum búið til sementskubba ekki síður en karlarnir. Við erum sterkar og þrautseigar,“ segja þær. 8 Skólabörn í Malaví þurfa enn mörg hver að læra undir tré. LJÓSMYND: GUNNAR SALVARSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.