Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 42
Levi Soko, aðstoðarverkefnisstjóri fullorðinsfræðslu- og vatns- og hreinlætisverkefna ÞSSÍ á Nankumba- skaga í Malaví, tók nýverið Welemu Masina, höfðingjann af Nankumba, tali og ræddi við hann um þróunarverkefni ÞSSÍ á svæðinu, sér í lagi þátttöku hans og heimamanna í verkefnunum. Masina er höfðingi Nankumba en undir hann heyra 144 þorpshöfðingar auk hópþorpahöfðingja. Íbúar svæðisins eru um 120 þúsund.” – Hvernig kom það til að þú varðst höfðingi? „Ég varð höfðingi við andlát frænda míns. Ég erfði höfðingjatignina frá honum. Það er í samræmi við hefðir okkar.“ – Hvað finnst þér um þau þróunarverkefni sem ÞSSÍ styður hér á þínu umráðasvæði? „Ég er afar þakklátur ÞSSÍ fyrir að greiða veginn fyrir framþróun á mínum lendum. ÞSSÍ hefur byggt skóla og eflt fiskveiðar á vatninu. Svo eru það öll vatnsbólin, verndaðar borholur og brunnar um allt svæðið þvert og endilangt sem ÞSSÍ hefur byggt. Það eru því engin vandamál tengd vatnsskorti eða sjúkdómum vegna mengaðs vatns lengur á mínu svæði. ÞSSÍ ýtir undir bættar hreinlætisvenjur í þorpunum með fræðslu og kynningu. Enginn hefur látist af völdum kóleru á þessu ári hér. Ég er afar áhyggjufullur þegar ég heyri orðróm um að ÞSSÍ sé á förum frá svæðinu. Það er mín einlæg ósk að ÞSSÍ haldi áfram að hjálpa okkur við uppbyggingu og framþróun. Þá bæn bið ég daglega.” – Hvaða hlutverki gegnir þú í þessum þróunarverkefnum? „Sem höfðingi hvet ég þorpshöfðingja og hópþorpahöfðingja til þátttöku í verkefnunum. Ég aðstoða líka við fræðslu og kennslu í hinum ýmsu verkefnum þannig að þorpshöfðingjar skilji mikilvægi þessara verkefna fyrir samfélagið í heild. Ég þjóna sem milliliður á milli ÞSSÍ og samfélaga í Nankumba. ÞSSÍ býður mér ávallt á fundi þar sem ég er upplýstur í smáatriðum um framgang verkefna og hvernig hrinda skuli nýjum verkefnum í framkvæmd. Ég kem þeim skilaboðum svo áfram til fólksins – íbúanna á mínu svæði. Þeir þorpshöfðingjar sem ekki eru nægilega kraftmiklir – það er, ekki nægilega viljugir til þátttöku í verkefnum – eru kallaðir til mín og ég segi þeim til syndanna.“ – Hvernig segir þú þeim til syndanna? „Í fyrstu kalla ég þá til mín til viðræðna. Ég minni þá á þá staðreynd að hlutverk þorpshöfðingja er að leiða þróunarverkefni hver í sínu þorpi. Ef það dugar ekki til svipti ég þá embætti tímabundið. Ég hef það vald. Ef þeir sýna hins vegar í verki meiri áhuga og vilja til þátttöku set ég þá aftur í embætti – sýni þeir vilja til að verða góðir þorpshöfðingjar sem vilja vinna í þágu fólksins.“ – Hvernig hefur hagur íbúa vænkast vegna þróunarverkefnanna? „Fólkið hér nýtur nú betri heilsu en nokkru sinni fyrr vegna hreins og ómengaðs vatns og betrumbættra hreinlætisvenja og aðstöðu. Ólæsi er að þurrkast út vegna skólanna sem hafa verið byggðir og börnin okkar njóta nú menntunar. ÞSSÍ hefur byggt sjúkrahús og heilsugæslustöðvar og fólk fær þar aðhlynningu. Mannslífum er bjargað. Svo við sjáum árangurinn afar greinilega. Það er þess vegna sem ég vil ekki fyrir nokkra muni að ÞSSÍ yfirgefi okkur.“ – Ef ÞSSÍ hverfur af vettvangi heldurðu að verkefnin haldi áfram og að þeim verði áfram vel stýrt? „Ég tel að sum þessara verkefna muni halda áfram. Til dæmis vatnsbólin. Það er í okkar verkahring að viðhalda vatnsbólunum og sjá til þess að þau gefi alltaf af sér hreint og tært vatn. Það er óhjákvæmilegt að einhverjir hlutir í vatnsdælum gefi sig og skipta þurfi um þá. Þá þurfa varahlutir að vera til staðar og peningar til að kaupa þá. Þess vegna eru vatnsbólanefndir um hvern brunn og þeirra hlutverk er meðal annars að sjá til þess að sjóðir séu nægir til að kaupa varahluti og þekking og kunnátta til að skipta um þá.“ – Veistu hvar Ísland er? „Nei, ég veit ekki hvar Ísland er. Ég hef aðeins heyrt um Ísland og hitt hvíta menn frá Íslandi. Ég sé þá hér en ég veit ekki hvar Ísland er. En ég veit þó að það er mjög kaldur staður – svo er mér sagt. Það væri gott ef ÞSSÍ gæfi mér færi á að sjá Ísland. Það yrði gaman. Ég ætti að fljúga til Íslands og hitta fólkið þar og þakka því – fyrir hönd alls fólksins míns í Nankumba – fyrir það góða starf sem það hefur innt af hendi á mínu landi.“ – Viltu segja eitthvað að lokum? „Já. Í fyrsta lagi vil ég þakka ÞSSÍ fyrir öll þessi góðu þróunarverkefni í mínu landi. Í öðru lagi vil ég biðla til ÞSSÍ að halda áfram að starfa hér. Ekki fara. Og í þriðja lagi vil ég biðja ÞSSÍ um að gera mér kleift að heimsækja Ísland. Mér þætti afar vænt um að fá að koma og hitta Íslendinga og þakka þeim í eigin persónu.“ – Kærar þakkir höfðingi og eigðu gott kvöld. „Þakka þér fyrir að koma. Far vel sonur sæll.“ - eftir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem fer með þróunarmál Í miðri kreppunni eru Íslendingar eðlilega uppteknir af þeim efnahagslegu hamförum sem skelltu bankakerfinu og lögðu í einu vetfangi fjötra skulda á þúsundir fjölskyldna. Annars staðar í heiminum ganga þó á sama tíma yfir hljóðlátar hamfarir örbirgðar sem á degi hverjum leggja í valinn þúsundir barna. Kastljós fjölmiðla leikur ekki um þá nöturlegu staðreynd að hvern einasta dag deyja um 24 þúsund börn yngri en fimm ára af völdum sjúkdóma og fátæktar víðs vegar um heiminn. Á tveggja vikna fresti sviptir skortur og örbirgð því fast að 350 þúsund lítil börn lífinu, eða fleiri en alla íbúa Íslands. Engin þjóð, ekki heldur þjóð í tímabundinni kreppu, hefur siðferðilegan rétt til að halda að sér höndum. Öllum ber skylda til að reyna af fremsta megni að rétta þeim hjálparhönd, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, og njóta ekki einu sinni þess sjálfsagða réttar að fá að byrja lífið sem þeim þó var gefið í vöggugjöf. Þess vegna tekur Ísland þátt í alþjóðlegri mannúðarhjálp og þróunarstarfi – jafnvel þó að við glímum við efnahagskreppu. Íslendingar hafa um 40 ára skeið verið þátttakendur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Í efnahagskreppunni verðum við vissulega að sníða okkur stakk eftir vexti. Við erum ekki jafn ríkulega aflögufær og á tímum góðærisins, en það munar eigi að síður um þá aðstoð sem íslenska þjóðin veitir til margvíslegra verkefna víðs vegar um heiminn. Hver króna skilar árangri í baráttunni gegn sjúkdómum og bættri líðan þeirra, sem þjást af miklu meiri skorti en Ísland samtímans hefur nokkru sinni kynnst. Hnitmiðuð þróunarsamvinna er hluti af einbeittri viðleitni okkar til að byggja upp traust á Íslandi á nýjan leik og sýna í verki, að við látum okkur varða um hag þeirra verst settu í heiminum. Hinar mannlegu hamfarir sem skekja líf þúsunda á degi hverjum í formi fátæktar, skorts á vatni og mat, lyfjum og umönnun er hægt að fyrirbyggja. Við Íslendingar leggjum fram okkar skerf með því að styðja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og samtök eins og Barnaheill. Við tökum þátt í að byggja upp heilbrigðisþjónustu í Malaví og styðjum sjálfsprottin samtök sem skjóta skjólshúsi yfir foreldralaus börn í fátækustu ríkjum heims. Íslendingar hafa líka lagt sérstaka rækt við aðstoð á gleymdum svæðum, sem eru utan við kastljós fjölmiðlanna, og fáar aðrar hjálparstofnanir utan okkar koma til aðstoðar. Fyrir nokkrum árum skrifaði hagfræðing- urinn Paul Collier einstaka bók um þann mill- jarð jarðarbúa sem er fastur í gildru örbirgðar og fátæktar. Fólkið, sem dregur fram lífið á botni samfélaganna – The Bottom Billion. Ríkin sem Collier fjallaði um er mótuð af hamförum styrjalda og ófriðar, þar sem auðvald misnotar náttúruauðlindir og stjórnarfarið er í molum. Fólkið í þessum ríkjum, sem oftar en ekki dregur fram lífið á voninni einni, þarf á aðstoð okkar að halda. Glíma þeirra við örbirgðina er líka okkar glíma. Í þessu riti er fjallað sérstaklega um þann mikilvæga þátt þróunarstarfsins sem felst í beinni aðstoð Íslands við önnur ríki. Sú tvíhliða aðstoð er unnin af Þróunarsamvinnustofnun Íslands, sem í tæpa þrjá áratugi hefur unnið stórmerkilegt og þakklátt starf. Fyrstu árin miðuðust einkum að liðsinni á sviði sjávarútvegs og fiskveiða, en snerust síðar að heilbrigðis-, mennta- og félagsmálum. Undanfarið höfum við einnig með góðum árangri miðlað sérþekkingu okkar og reynslu á sviði jarðhita og stuðlað þannig að því að svipta af viðkomandi þjóðum fjötrum orkufátæktar sem oftar en ekki er helsti þröskuldur á sviði framfara. Við sníðum okkur stakk eftir vexti og vinnum hvert þróunarverkefni af gaumgæfni. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára áætlun um þátttöku Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Það er von mín að sú framtíðarsýn og markmið sem þar munu birtast skapi traustan grundvöll fyrir þau góðu verk sem lesa má um á þessum síðum. ÞRÓUNARMÁL - upplýsingarit Þróunarsamvinnustofnunar Íslands Réttum hjálpandi hönd „Vil þakka Íslendingum í eigin persónu“ – rætt við Welemu Masina, höfðingjann af Nankumba Welemu Masina, höfðinginn af Nankumba. LJÓSMYND: STEFÁN JÓN HAFSTEIN. Hver króna skilar árangri í baráttunni gegn sjúkdómum og bættri líðan þeirra, sem þjást af miklu meiri skorti en Ísland samtímans hefur nokkru sinni kynnst, segir utanríkisráðherra. LJÓSMYND: GUNNAR SALVARSSON. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.