Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 58
26 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Tannburstun dauðans. Ég vona að þú náir á staðina sem erfitt er að nálgast. Hmm. Já... Kannski maður ætti að prófa... Jahá... Þetta gengur bara ágæt- lega... Ókei! Aðeins lengur! Vá! Ég er búinn að gleyma því hvort ég var að klæða mig úr eða í. Hefurðu íhugað að fara fyrr að sofa Palli minn? Lyktin af þér er blanda af upp- þvottalegi, bossakremi, mýking- arefni, pylsum og leir. Og það æsir mig upp! Þú ert fæddur fjöl- skyldumaður... Fyrir stuttu las ég minningargrein í Morgunblaðinu um konu sem varð ung ekkja hér í Reykjavík með lítil börn á framfæri sínu. Hún hafði aldrei mikið á milli handanna. Stundum skemmti hún börnunum sínum með því að fara með þau hring í strætó og dáðist þá að fallegu húsunum sem urðu á vegi þeirra. Þess- ar ferðir voru orðnar að góðum minn- ingum í huga barnanna. Sem betur fer býður Reykjavík nú upp á fleiri ævin- týri en strætóferðir, þótt skemmtilegar séu. Það er gott að alast upp í þess- ari borg. Sér í lagi er hún mögn- uð á sumrin sem mér finnst aldrei fullkomlega komið fyrr en Brúðu- bíllinn hennar Helgu Steffensen mætir til leiks. INNI á milli blokka og raðhúsa finnast nú fagurgræn tún fyrir brennibolta- og stórfiskaleiki og í Laugardalnum breiðir Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn úr sér með klifurgrindum, sjóræningjaskipi og glænýjum grísum. Ég get varla beðið eftir að Árbæjarsafn verði opnað og ljúki upp dyrum allra sögufrægu húsanna. Þar er gaman að klöngrast ofan í trébát og þykjast leggja út net, kaupa sér englaglansmyndir, raða í sig upprúlluðum pönnukökum og heilsa upp á landnámshænurnar. Jafn- vel einmana kamar vekur hrifningu ungviðisins. ÞAÐ besta við Reykjavík eru samt sund- laugarnar. Krakkar sem þora loksins að renna sér mömmulausir niður rennibraut- irnar fyllast sjálfstrausti sem seint líður úr þeim. Gestir Árbæjarlaugar virðast duglegri en flestir aðrir að sækja ljósa- bekki og húðflúrstofur bæjarins. Ég er eins og miðaldamunkur að rýna í skinn- handrit þegar ég kem þangað. Síðast var það maðurinn með æðruleysisbænina yfir bakið á sér sem hafði vinninginn. BRÁÐUM verður efnt til borgarstjórnar- kosninga og því ekki úr vegi að koma sér upp kjarki til að breyta því sem við getum breytt, svo ég vitni í fyrrnefnda bæn. Kjósum fólkið sem stendur vörð um hag barnanna, skólastarfið, tómstundastarfið og menningarlífið í landinu. Kjósum borg með glænýjum grísum, upprúlluðum pönnukökum, kynngimögnuðum kamri og stöku landnámshænu. Gleði barna smitar alltaf út frá sér. Þegar börnunum líður vel, líður öllum vel. Bíddu, sagði ég að sund- laugarnar væru það besta við Reykjavík? Úps, þar hljóp ég á mig. Það besta eru auð- vitað börnin. Þetta á að vera borgin þeirra. Reykjavík, ó, Reykjavík BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Fylkisvegur 6 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Fylkis við Fylkisveg. Í breytingunni felst breyting á fyrirkomulagi mannvirkja og færsla áhorfendastúku innan lóðarinnar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 21. maí 2010 til og með 2. júlí 2010. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 2. júlí 2010. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 21. maí 2010 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið sniff sniff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.