Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 6
6 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Gísli Marteinn Bald- ursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, segist sjá eftir því að hafa beðið svo lengi með að gefa upp hverjir styrktu hann fyrir borgar- stjórnarkosningar 2006. Fáránlegt hafi verið að gera það ekki fyrr, en Gísli skilaði sjálfum tölunum, án þess að greina frá því hverjir styrktu hann, til Ríkisendurskoð- unar í fyrra. Hann greindi í gær frá nöfnum fyrirtækjanna sem styrktu hann um hálfa milljón eða meira. Hæsti styrkurinn var frá Lands- banka, 1.050.000 krónur. Baugur reiddi fram milljón og FL Group einnig. Fjórða milljónin kom frá Kaupþingi. Ísfélag Vestmannaeyja, Saxhóll og Tryggingamiðstöðin reiddu svo fram hálfa milljón hvert fyrirtæki. Gísli segir að með þessu sé allt talið, öll framlög fyrir kosningarn- ar. Alls fékk hann rúmar tíu milljón- ir í framlög en segir að flest fram- lögin hafi numið 100.000 krónum og undir. Þegar Gísli skilaði tölunum upp- haflega til Ríkisendurskoðunar sagði í gögnunum að fyrrgreind fyrirtæki hefðu „óskað nafnleynd- ar“. Spurður um þessa nafnleynd segir Gísli: „Við vorum bara ekki búnir að fara í það að tala við fólk og þá stendur það auðvitað. Hins vegar eru þessi fyrirtæki meira og minna í eigu ríkisins núna. Við skrifuð- um þetta bara [óskar nafnleyndar] í merkingunni að við ætluðum ekki að gefa upp nöfnin.“ Margir aðrir frambjóðendur gáfu Ríkisendurskoðun upp styrki frá þessum fyrirtækjum. Af hverju gerði Gísli það ekki? „Það þurfti ekki að gera það og ég var bara að vona að þetta væri nóg en svo er það ekki og ég vildi bara óska að ég hefði gefið þetta allt upp á sínum tíma,“ segir Gísli og bendir á að hann hafi ekki verið skyldugur til að birta neitt. Nokkrir meðframbjóðendur Gísla gáfu engar tölur upp fyrr en Frétta- blaðið sóttist eftir því fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði blaðinu í gær frá styrk sem hann þáði af vini sínum sem þá var í verk- taka- og byggingarstarfsemi, Snorra Hjaltasyni, upp á liðlega 500.000 krónur. Þá hafa hafa allir sitjandi borgarfulltrúar nafngreint fram- lög fyrir síðustu kosningar, upp á 500.000 krónur eða meira. klemens@frettabladid.is Almannafyrirtæki í almannaeigu Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vil l b ei ta sé r f yr ir ró ttæ ku m þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Kynntu þé r málið á vg .is Sóley Tómasdóttir VG Reykjavík Stefnir þú að háskólanámi en vantar tilskilinn undirbúning? HÁSKÓLAGRUNNUR FRUMGREINANÁM HR BRÚAR BILIÐ Sæktu um á www.hr.is Gísli sér eftir leynd sem enginn bað um Gísli Marteinn hefur upplýst um styrki til sín fyrir síðustu kosningar. Allir sitj- andi borgarfulltrúar hafa nafngreint hæstu styrkjendur. Þeir sem styrktu Gísla óskuðu ekki eftir nafnleynd, ólíkt því sem segir í gögnum Ríkisendurskoðunar. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Borgarfulltrúinn fékk styrki frá félögum Jóns Ásgeirs og Landsbanka og Kaupþingi. Einnig frá fólki sem talið er til stuðningsmanna Davíðs Oddssonar. Gísli segir þetta til marks um hversu breiðs stuðnings hann hafi notið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Styrkir Gísla Marteins Fyrirtæki: Upphæð: Landsbankinn: 1.050.000 Baugur: 1.000.000 FL Group: 1.000.000 Kaupþing: 1.000.000 Ísfélagið í Vestmannaeyjum: 500.000 Saxhóll: 500.000 Tryggingamiðstöðin: 500.000 Alls uppgefið: 5.500.000 Aðrir lögaðilar: 2.566.000 * Einstaklingar: 2.251.000* Alls í styrki: 10.367.000 *Styrkir undir 500.000 krónum eru óútskýrðir hjá Gísla eins og öðrum fram- bjóðendum. Á að fækka háskólum landsins? JÁ 72,4% NEI 27,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú rætt beint við ein- hvern af frambjóðendunum fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar í þínu sveitarfélagi? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Böðvar Yngvi Jakobsson og Ari Gísli Bragason hafa verið ákærðir, annar fyrir þjófnað á hundruðum fornbóka og hinn fyrir að taka við bókunum, vitandi að um þýfi var að ræða. Böðvari Yngva er gefið að sök að hafa stolið stolið 296 fágæt- um bókum og átta Íslandskortum, samtals að verðmæti 40 milljónir króna, úr bókasafni Böðvars heitins Kvaran. Safnið var hýst í húsnæði móðurömmu hans í Reykjavík. Ara Gísla Bragasyni er gefið að sök að hafa tekið við um 100 fornbókum og öllum kortunum, þótt hann vissi að um þýfi væri að ræða. Það var í lok sumars 2007 sem Hjörleifur B. Kvaran kærði bóka- þjófnaðinn til lögreglu. Rannsókn- in reyndist umfangsmikil, flókin og tímafrek. Margar bókanna og rit- anna sem stolið var úr safninu eru afar fágæt og geysiverðmæt verk. Má þar nefna gripi eins og útgáfu af Snorra-Eddu og Völuspá frá 17. öld og Konungasögur Snorra Sturlu- sonar frá árinu 1633, Ólafs sögu Tryggvasonar, sem prentuð var í Skálholti árið 1689, rit eftir Nicolo og Antonio Zeno sem prentað var í Feneyjum 1558 og Olaus Magnus, sem prentuð voru í Róm 1555. Í málinu gerir Hjörleifur B. Kvaran þá kröfu, fyrir sína hönd og skyldmenna, að ákærðu verði dæmdir til að greiða skaðabætur að fjárhæð 33.387.500 krónur. - jss Tveir karlmenn ákærðir fyrir þjófnað á hundruðum fornbóka og hylmingu: Þjófnaður á fornbókum fyrir dóm BÓKASAFN Fornbókunum var stolið úr einstæðu bókasafni Böðvars heitins Kvaran. MYND ÚR SAFNI KJARAMÁL Væntingar launafólks eru þær að laun hækki með nýjum kjarasamningum í haust, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Formenn aðildarfé- laga ASÍ funduðu í gær, og segir Gylfi þungt hljóð í formönnunum. Kjarasamningar eru lausir í lok nóvember, og segir Gylfi pirring og ergelsi mikið innan raða ASÍ. Hreyfingin hafi tekið mikið á sig í síðustu samning- um, en almennt telji menn að erfiðlega hafi gengið hjá stjórnvöldum að koma sínum málum í gegn. „Ég spái ekki verkföllum, en reynslan sýnir að stjórnmálamenn hlusta best þegar samningar eru lausir,“ segir Gylfi. Hann segir mikla áherslu lagða á samstöðu launafólks, og því sé undirbúningur fyrir viðræður um nýjan kjarasamning þegar haf- inn. Auk þess að krefjast launahækkana verður lögð áhersla á efnahags- og atvinnumál, segir Gylfi. Hann segir ekki sjálfgefið að menn vilji leggja mikið á sig fyrir loforð um úrbætur í efnahags- og atvinnumálum. Þær fórnir sem launafólk hafi fært í þeim tilgangi í síðustu samningum hafi litlu skilað. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu, sem send var fjölmiðlum í kjölfar fundar formanna ASÍ, er vísað á bug staðhæfingum um aðgerðaleysi stjórn- valda í atvinnumálum. - bj Stefnir í erfiðar viðræður um nýjan kjarasamning í haust segir forseti ASÍ: Launafólk vill launahækkun VERKFALL Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist ekki spá verk- föllum í haust, en ljóst sé að mikil óánægja sé með aðgerða- leysi stjórnvalda meðal aðildarfélaga ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UPPLÝSINGATÆKNI Farsímafélagið Alterna hvetur GSM notendur til að gefa gömlum og ónýtum símum framhaldslíf og koma með þá í endurnýtingu. Ágóði af söfnun félagsins rennur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilkynningu segir að Græn framtíð annist flutning á símunum til vottaðra endurnýtingarfyrir- tækja. „Markmiðið með samstarf- inu er að efla umhverfisvitund og stuðla að almennri endurnýtingu og endurvinnslu á farsímum hér á landi,“ segir þar. - óká Alterna safnar GSM símum: Lamaðir og fatl- aðir fá stuðning Ég vildi bara óska að ég hefði gefið þetta allt upp á sínum tíma. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON BORGARFULLTRÚI KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.