Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 12
12 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR UMDEILD AUGLÝSING Ekki eru allir sáttir við þessa auglýsingu um tískuvörur á Sikiley. Á auglýsingunni stendur: „Breyttu um stíl, ekki fylgja leiðtoga þínum.“ NORDICPHOTOS/AFP Kl. 09:00-09:10 Setning ráðstefnu Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands Kl. 09:10-09:30 Endurreisn gæðakerfisins - Saga frá Íslandsbanka Unnur Helga Kristjánsdóttir, gæðastjóri Íslandsbanka Kl. 09:30- 09:50 Verktakar framtíðarinnar Eyjólfur Bjarnason, gæðastjóri Íslenskra aðalverktaka Kl. 09:50- 10:10 Gagnsæ og rekjanleg stjórnsýsla byggð á ferlum og innri úttektum Svala Rún Sigurðardóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs FOCAL HLÉ Kl. 10:30- 10:50 Kostur úttekta? Sigurður M. Harðarson, sérfræðingur hjá Nor Con ehf Kl. 10:50-11:10 Háskólanám í gæðastjórnun - til að gera umbætur í grunnstoðum samfélagsins Dr. Helgi Þór Ingason, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands Kl. 11:10-11:30 Pallborðsumræður Umbætur í grunnstoðum samfélagsins Hvernig getum við nýtt gæðastjórnun? Ráðstefna á vegum Endurmenntunar HÍ og Stjórnvísi Aðgangur ókeypis - allir velkomnir Fundarstjóri: Jón G. Hauksson 27. maí - kl. 9:00 - 11:30 - Endurmenntun HÍ - Dunhaga 7 VIÐSKIPTI „Áhættan er of mikil að fara út í fjárfestingar í þróunar- ríkjum. Því seljum við þekkingu og komum henni á framfæri,“ segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavík- ur (OR). Hann og Hjörleifur Kvar- an, forstjóri OR, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um samstarf átta fyrirtækja um að starfa saman að jarðvarmaverkefnum erlend- is. OR leiðir samstarfið en að því koma þrjár stærstu verkfræði- stofur landsins: Efla, Mannvit og Verkís. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að sérþekking þeirra fyrirtækja sem að viljayfirlýsingunni standi sé á mörgum sviðum jarðvarma- nýtingar, svo sem að finna hugs- anleg nýtingarsvæði, rannsókn á þeim, mat á umhverfisáhrifum, uppbyggingu virkjana og á rekstri þeirra. Leitað verður eftir fjármögnun utanaðkomandi fjárfesta en for- ráðamenn OR áttu í síðasta mánuði fund með ráðamönnum japanskra banka og þróunarsjóða auk stjórn- valda um aðkomu að fjármögnun jarðhitaverkefna í þróunarríkjum. - jab Átta fyrirtæki taka höndum saman um jarðhitanýtingu í þróunarríkjunum: Selja þekkingu sérfræðinga LÖGREGLUMÁL Maður var nef- brotinn á dansgólfi 800 bars á Selfossi aðfaranótt mánudags. Ungur lágvaxinn, ljóshærður maður sló hann hnefahögg í and- litið. Árásarmaðurinn var farinn af staðnum þegar lögreglan kom þar að. Árásarmaðurinn er, ásamt öðrum, sagður hafa verið til leiðinda á staðnum og reynt að stofna til óláta. Lögreglan á Sel- fossi biður þá sem voru vitni að árásinni að hafa samband í síma 480 1010. - jss Ólátaseggs leitað eftir árás: Nefbraut mann á skemmtistað Ísland - næstu skref Þessar og aðrar spurningar verða ræddar í pallborðsumræðum um lausnir á aðsteðjandi vanda í efnahags- og peningamálum á Íslandi. Fimmtudaginn 27. maí kl. 12:00 til 13:30 í Öskju stofu 132 Framsögumenn: Prófessor Charles Wyplosz er höfundur fjölda kennslubóka og fræðigreina um hagfræði. Hann er virtur ráðgjafi ríkisstjórna m.a. Frakklands, Rússlands og Kýpur. Hann situr í stýrihópi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í peninga- og efnahagsmálum Dr. Daniel Gros er höfundur fjölda fræðibóka um myntsamstarf Evrópubandalagsins og er fyrrverandi meðlimur Delors nefndarinnar sem sá um innleiðingu evrópska myntsamstarfsins. Hann er núverandi framkvæmdastjóri Center for European Policy Studies og er stjórnarmaður í Seðlabanka Íslands. Dr. Sigríður Benediktsdóttir er kennari við hagfræðideild Yale Háskóla á sviði fjármála og fjármálamarkaða. Hún er fyrrverandi hagfræðingur hjá bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna og átti sæti í rannsóknarnefnd Alþingis. Ragnar Árnason setur umræðurnar. Ársæll Valfells stýrir fundi. VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Sigríður Daniel Charles Getur Ísland rekið bankakerfi? Er til króna án hafta? Hvernig náum við efnahagslegu jafnvægi? SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR FJARÐABYGGÐ SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 25. MAÍ 50 40 30 20 10 0 322 43 4 Ko sn in ga r 25% 21,5% 32,6% 36,4% 33,8% 42,1% KÖNNUN Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarða- byggð heldur í sveitarstjórn- arkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoð- anakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær- kvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síð- ustu kosningum stærsti flokk- urinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosn- ingunum 2006 var fjórði flokk- urinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfull- trúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta sam- kvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokkn- um atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könn- uninni. Flokkurinn fengi sam- kvæmt þessu sama fjölda bæjar- fulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosn- ingum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveit- arstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 pró- sentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningun- um á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsókn- arflokkurinn haldið áfram meiri- hlutasamstarfi sínu í Fjarða- byggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meiri- hluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 pró- sent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en mun- urinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðju- dagskvöldið 25. maí. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveit- arstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokk- inn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Óbreytt staða í Fjarðabyggð Fjarðalistinn og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Fjarðabyggð samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt könnuninni verða engar breytingar á fjölda bæjarfulltrúa í bænum. FRÁ UNDIRRITUN OR og sjö önnur fyrirtæki ætla að selja þekkingu sína á jarðvarma erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.