Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 14
14 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Atvinnumálin eru aðalmál fyrir borg-ir sem glíma við kreppu. Reykjavík þarf nú að grípa til meðalsins sem virk- aði í Árósum, flýta verklegum fram- kvæmdum og fjárfesta í viðhaldsverkefn- um, skólum og endurnýjun eldri hverfa. Einhenda sér í að skapa vöxt. Leggja áherslu á nýsköpun, græna uppbyggingu og að skapa störf strax frekar en að bíða eftir því að eitthvað gerist. Borgir eru og eiga að vera afl til vaxt- ar og breytinga í samfélögum. Í Árósum hefur náðst góður árangur. Borg þar sem venjulega er atvinnuleysi yfir meðaltali í Danmörku, er nú 3,6 prósent atvinnu- leysi, miklu minna en við er að glíma í Reykjavík þar sem 7.000 eru atvinnu- lausir eða 11 prósent vinnuafls og mörg störf í hættu ef ekkert verður að gert. Í Árósum sýndu jafnaðarmenn hvernig hægt er að komast út úr erfiðu efnahags- ástandi með markvissum aðgerðum. Það er hagkvæmt að skapa störfin nú frekar en að bíða. Aðferð Árósa gekk út á að velja þær greinar sem líklegastar væru til vaxtar og styðja þær. Í Reykjavík sjáum við mörg tækifæri í ferðaþjónustu, upplýs- ingatækni, kvikmyndagerð, sprotafyrir- tækjum og viðhaldsverkefnum þar sem hægt verður að koma vinnufúsum til starfa við iðnað og verkamannastörf. Borgaryfirvöld Árósa löðuðu til borgar- innar stærsta vindmylluframleiðanda heims sem ákvað að gera borgina að sínum höfuðstöðvum. Ef við tökumst ekki á við atvinnuleysið, bitnar það á skólunum, frístundastarfinu og öryggi fólksins í borginni. Hvert pró- sent í atvinnuleysi kostar milljarð sem borgaryfirvöld verða þá að finna annars staðar. Hér þarf að vinna með höfuðborg- arsvæðið allt, starfa náið með atvinnulíf- inu og verkalýðsfélögum og ná samstöðu um vaxtaráætlun í samfélaginu. Ekkert annað dugar við erfiðar aðstæður en aðferðir jafnaðarmanna. Við sáum það í kreppunni miklu í Bandaríkj- unum að Repúblikanar vildu bíða og sjá, það væri ekki hlutverk hins opinbera að örva atvinnulífið. Hættan er sú að þetta verði ofaná í Reykjavík því Samfylking- in er eini flokkurinn sem hefur lagt fram áætlun í atvinnumálum. Aðferð frjáls- hyggjunnar að gera ekkert, bíða og bíða og vona að markaðurinn leysi vandann, hefur ekki dugað til. Við þurfum breyt- ingar í Reykjavík. Árósaleiðina í atvinnumálum Atvinnumál Nicolai Wammen borgarstjóri í Árósum Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Allt mælti með því Gísli Marteinn Baldursson upplýsti í gær hverjir hefðu styrkt hann í próf- kjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Gísli segist sjá eftir að hafa ekki gert það fyrr; ekkert hafi verið til fyrirstöðu að upplýsa um styrkveit- endur. „Ég bara hefði átt að gera þetta fyrr,“ segir Gísli Mart- einn í samtali við Mbl.is. Ekki nema von að Gísli Marteinn sjái eftir þessu. Það eru ekki góð með- mæli með stjórnmála- manni í framboði að þráast við að gera eitthvað sem allt mælir með. Kanadamennirnir koma Ólafur Ragnar Grímsson, tók á dögunum á móti rúmlega 60 for- ystumönnum kanadískra fyrirtækja. Ræddi forsetinn við þá um áhrif fjármálakreppunnar á Íslandi, endur- reisn efnahagslífsins og fleira. Þetta er merkilegt, svona í kjölfar þess að kanadíska fyrirtækið Magma hefur náð fullum yfirráðum í HS Orku. Kanadamennirnir sextíu voru hér varla fyrir forvitnisakir einar. Þeir hafa eitthvað á prjónun- um. Líklegt er að innan tíðar muni berast fréttir af kaupum kanadískra fyrirtækja á hinu og þessu. Ólafur og gosið Ólafur Ragnar Grímsson var í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í gær. Þar ræddi hann um viðbrögð Íslend- inga við eldgosum og möguleika ferðaþjónustunnar. Forsetinn hefur eflaust útskýrt fyrir rússneskum áhorfendum að ferðageirinn á Íslandi hafi orðið fyrir búsifjum. Óvíst er hins vegar hvort hann hafi látið fylgja með að hluta af þeim skaða skrifa margir úr ferðaþjónustunni á forsetann og óvarleg ummæli sem hann lét falla í erlend- um fjölmiðlum. bergsteinn@frettabladid.is M ikið er nú rætt um hvernig standa eigi að niðurskurði í háskólakerfinu, sem mun reynast óhjákvæmilegur eins og á öðrum sviðum. Viðbrögð við tillögu Félags prófessora við ríkisháskóla, um að Háskóli Íslands taki að sér kennslu við aðra skóla – og þeir verði þannig í raun lagðir niður – hafa vakið býsna hörð viðbrögð. Það er ekki við öðru að búast en að horft sé til þess að fækka háskólum. Sjö háskólar fyrir rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð er býsna mikið. Sömuleiðis er eðlilegt að horft sé til þess að verja flaggskipið, Háskóla Íslands, sem enn ber höfuð og herðar yfir hina skólana. Hins vegar er að ýmsu að hyggja þegar leitazt er við að spara í háskólakerfinu. Í fyrsta lagi má ekki gleymast, að jafnágætur og Háskóli Íslands er, varð hann miklu betri við til- komu sjálfstæðra háskóla á borð við Háskólann í Reykjavík. Vegna samkeppninnar um nemendur og kennara urðu deildir í HÍ, þar sem kennsla hafði býsna lengi verið í föstum skorðum, að hugsa hlutina upp á nýtt og bjóða betri þjónustu. Ríkiseinokun er ekki holl á markaði fyrir háskólamenntun frekar en á öðrum mörkuðum og röksemdin um að Ísland hafi ekki efni á að kenna sömu greinina í fleiri en einum skóla er því afar vafasöm. Í öðru lagi hefur fjölgun háskóla haldizt í hendur við gífurlega fjölgun þeirra, sem vilja sækja sér háskólamenntun. Nýir háskólar hafa orðið til, en um leið hefur nemendafjöldi við HÍ margfaldazt. Ekki er líklegt að HÍ bjóðist til að kenna þúsundum nemenda til við- bótar án þess að vilja fá þau framlög ríkisins, sem fylgja hverjum nemanda. Þegar leitazt er við að spara, hlýtur að verða horft til þess hvaða háskólar kenna tilteknar greinar með hagkvæmustum hætti, um leið og horft er til gæða námsins. Í þriðja lagi hlýtur nú að vera ástæða til að ræða það, sem lengi hefur verið tabú bæði hjá nemendum og kennurum í Háskóla Íslands, að taka upp skólagjöld við skólann. Skólagjöld, jafnvel hófleg gjöld upp á eitt til tvö hundruð þúsund krónur, myndu ekki aðeins mæta fjárþörf skólans að hluta til heldur líka draga úr þeirri gegndarlausu sóun á fé skattgreiðenda, sem lengi hefur viðgengizt í Háskóla Íslands og felst í því að fólk geti skráð sig í nám án þess að hafa raunverulegan áhuga eða getu til að ljúka því. Ótrúlega margir sækja dýra kennslu árum saman og ljúka prófi seint eða aldrei. Skólagjöld stuðla bæði að aga og sparnaði. Áhyggjum af því að skólagjöldin ógni jafnrétti til náms má mæta með sérstakri aðstoð við efnalitla nemendur, eins og tíðkast við marga háskóla. Reyndar bendir fátt til þess að skólagjöldin við sjálfstæða háskóla hér á landi hafi hingað til fælt efnalítið fólk frá námi, enda hefur Lánasjóður námsmanna lánað fyrir þeim. Í fjórða lagi má ekki gleyma því að sama nálgunin hentar ekki öllum í háskólanámi. Skólar á borð við Háskólann á Bifröst hafa boðið upp á nám, þar sem áherzlan er meiri á hið praktíska en akademísk fræði, en engu að síður náð góðum árangri og útskrifað nemendur, sem ná góðum árangri á vinnumarkaði. Leiðin til að spara kostnað við háskólakennslu á Íslandi er alveg áreiðanlega ekki að hverfa fimmtán ár aftur í tímann og hafa einn ríkisháskóla, heldur að hrista upp í kerfinu öllu með hagkvæmni og gæði að leiðarljósi. Afturhvarf til ríkiseinokunar er ekki leiðin til að spara í rekstri háskólanna. Hagkvæmni og gæði Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.