Fréttablaðið - 26.05.2010, Page 15

Fréttablaðið - 26.05.2010, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2010 15 Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraft- ur skapað margar eftirminnileg- ar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægi- legan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók „starfsmann á plani“ til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórn- ar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli- tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípn- ir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virð- ist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum tökt- um á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfum- gleði virðist falla vel í kram- ið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður- lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo „leiðinlegir“ en kjósum Jón Gnarr og kó í stað- inn af því hann sé svo „skemmti- legur“. Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mæli- kvarði eigi að gilda um frammi- stöðu skemmtikrafta og stjórn- málamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslending- um sem snúa heim frá fátæk- um þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjöru- tíu prósent þjóðarinnar sam- kvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svik- in. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrir- tækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjár- málasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosning- ar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvænting- una. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreind- inni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukennd- ar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aula- brandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breyting- ar til góðs? Ennfremur: Er trú- legt að Jón Gnarr, sem er sér- fræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmál- um að óhætt sé að skófla stór- um hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleið- ingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðfram- bjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekk- ingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur fram- boð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjós- endum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án ósk- hyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmti- krafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra? Aulabrandaraleg stjórnmálabarátta Borgarstjórnarkosningar Birgir Sigurðsson rithöfundur Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úr- lausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? 100.000.000 +420.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT: 520 MILLJÓNIR Fyrsti vinningur stefnir í 100 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 420 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 26. MAÍ 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42Fí t o n / S Í A AT HU GI Ð AÐ S ÖL U LÝ KU R NÚ K L. 16 A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Opinn fundur í Iðnó Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vil l b ei ta sé r f yr ir ró ttæ ku m þ jó ðf él ag su m bó tu m a lm en ni ng i t il ha gs bó ta , h ef ja v er nd n át tú ru o g um hv er fis ti l v eg s á Ís la nd i o g treysta byggð um allt land. Hreyfingin er samstarfsvettvangur og baráttutæki þeirra, sem vilja útrým a kynjam isrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi og aukinn jöfnuð í sam félaginu. Vinstrihreyfingin - græ nt fram boð ... // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Verið öll velkomin! Vinstri græn í Reykjavík boða til opins borgara- fundar í Iðnó fimmtudaginn 27. maí kl. 20 í tilefni borgarstjórnarkosninga. Ræðumenn verða Steingrímur J. Sigfússon og Sóley Tómasdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.