Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2010 3 Volvo XC60 er fallegur bíll, straumlínulagaður og sportlegur. Útlitið sver sig í Volvo-ættina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mælaborðið er vel hannað bæði hvað varðar útlit og notagildi. Skottið opnast og lokast sjálfkrafa þegar ýtt er á takka. Það er vel stórt og hægt að hólfa það niður. Þegar sest er í leðurklædd sæti nýja Volvo XC60 sportjeppans og bílhurðinni lokað fyllist öku- maður hugarró. Bæði er gott til þess að vita að hugað er að öllum öryggismálum eins og venjan er hjá Volvo, en auk þess er öll hönn- unin til þess fallin að fylla far- þega trausti. Mælaborðið er stíl- hreint og aðgengilegt, rými fyrir bílstjóra og farþega rúmgott. Nú er sett í gang með því að ýta á takka. Lágvært vélarhljóðið kemur á óvart enda um dísilvél að ræða. Þegar ekið er af stað kemur einnig í ljós góð einangrun enda vegahljóð í lágmarki. Ekki vantar kraftinn. Í bílnum sem var reynsluekinn, XC60 Mom- entum D5 Turbo dísil, er 2,4 lítra vél sem skilar 205 hestöflum og 420 Nm togi. Hann hentar því vel þeim sem þurfa að draga fellihýsi eða annan útilegubúnað á eftir sér í sumarfríinu. Eyðslan er einnig ásættan- leg. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 7,5 lítrar á 100 kílómetra sem er talsvert minna en segja má um marga jeppa. Aksturseiginleikar bílsins eru allir í hæsta gæðaflokki. Markmið hönnuðanna var enda að sameina einkenni jeppans annars vegar, með stærri dekkjum, sterkari grind og hærri lægstu punkta og hins vegar aksturseiginleika fólk- bílsins. Eini gallinn sem hugsan- lega mætti nefna er að enn hærra mætti vera undir bílinn svo hann gæti nýst meira sem jeppi. Bíllinn er sjálfskiptur með sex gíra Geartronic sjálfskiptingu og líður yfir þvottabretti íslensku malarveganna eins og draumur. Ekki má fjalla um Volvo án þess að taka öryggið fyrir. Volvo XC60 er búinn ýmsum staðalbúnaði á borð við ABS, EBD hemlajöfnun, sex loftpúðum með loftpúðatjöld- um í hliðargluggum, SIPS hliðar- árekstrarvörn, bakhnykksvörn og spólvörn. Mesta nýjungin er þó svokallað borgaröryggi eða „city safety“. Það er í raun sjálfvirk bremsa því henni er ætlað að koma í veg fyrir aftanákeyrslur í borgar- umferðinni og annars staðar þar sem bílar aka í röð á litlum hraða. Kerfið fylgist með fjarlægð milli bílsins og næsta bíls fyrir framan og hægir sjálfkrafa á bílnum aki ökumaður of nálægt og stöðvar hann alveg áður en hann skellur aftan á bílnum fyrir framan. solveig@frettabladid.is Hreinræktuð akstursánægja Volvo XC60 sportjeppinn er nýjasta viðbótin hjá Volvo. Öryggið er eins og ávallt sett á oddinn en þess utan eru aksturseiginleikar bílsins draumi líkastir enda nægur kraftur í bílnum og gott andrúmsloft. Skagafjörður er víðfeðmt hérað með marga skoðunarverða staði. Gisting er í boði víða, meðal annars á Hólum í Hjalta- dal. Þar eru hús leigð út til gesta að sumri til í svokallaðri Brúsabyggð. Gaman er að ganga um á Hólum og skoða kirkjuna, turninn og Auð- unarstofu auk þess að rölta út að styttunni af Guðmundi góða. Í sýningarsölum skólans er hægt að fræðast um fortíð staðarins og fornleifauppgröftur, sem unnið hefur verið að síðustu ár, er áhuga- verður í því samhengi. Svo er hægt að fá sér sundsprett í lauginni. Um Hólaskóg hlykkjast ótal skemmtilegir stígar og skólinn hefur gefið út göngukort með leið- um um Tröllaskaga þar sem hægt er að velja á milli stuttra göngu- túra og lengri ferða. Í nágrenni Hóla er margt sem gefur ferðamönnum tilefni til að staldra við. Þar má nefna Sam- gönguminjasafn Skagafjarðar í Stóragerði. Hinn forni verslunar- staður Kolkuós er skammt undan, þar er fornleifauppgröftur í gangi við fjörukambinn. Drangey, Málm- ey og Þórðarhöfði setja sterkan svip á útsýnið og stutt er út á Hofs- ós með Vesturfarasetrinu og spán- nýrri sundlaug. Í Lónskoti í Sléttu- hlíð er veitingasala yfir sumarið, þar er Sölva Helgasonar minnst og enn lengra út með ströndinni er hin haganlega gerða Haganesvík. Gist í Brúsabyggð Brúsabyggð nefnist þetta hverfi á Hólum í Hjaltadal sem leigt er út fyrir ferðamenn að sumri til. MYND/SÓLRÚN Á Draflastöðum í Fnjóskadal eru í boði ýmis konar ferðir á fjórhjólum. Allar ferðirnar fela í sér kennslu og leiðbeiningar um hvernig aka eigi hjólunum. www.sveitasetrid.is VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsvagninn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali. VOLVO XC60 MOMENTUM D5 TURBO DÍSIL Vél: 2,4 l dísil Sjálfskiptur geartronic 6 gíra Hö/Nm: 205/420 Eyðsla, bl. akstur: 7,5 l/100 km 0-100 km/klst: 7,5 sek Þyngd: 1.874 kg Farangursrými: 495/1455 l Plús: Mikil akstursánægja. Nægur kraftur. Falleg hönnun. Mínus: Það mætti vera hærra undir hann. Verð: 8.740.000 krónur REYNSLUAKSTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.