Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 22
Reykjavík | Málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík | 2 • Gott borgarumhverfi er eitt stærsta hagsmunamál borgarbúa. • Gott borgarumhverfi gerir ekki upp á milli fólks. • Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnu- og búsetusvæði og myndar eina skipulagsheild. • Skipulagið í borginni ætti að leiða þjónustu og verslun inn í hverfi n en ekki út úr þeim. • Það á að vera hafi ð yfi r allan vafa að almannahagsmunir ráði ferð inni þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag, en ekki sér- hagsmunir fj árfesta og verktaka. • Við eigum borgina saman. Berum virðingu fyrir henni. Útgefandi: Samfylkingin í Reykjavík, 2010 Ábm. og ritstjóri: Dagný Ingadóttir KVENNAKVÖLD Það er löng hefð fyrir því að konur í Samfylkingunni komi saman í að drag anda kosninga og geri sér glað an dag, með vænum skammti af kvenna pólitískum skilaboðum í bland. Hátt á þriðja hundrað konur hittust á uppstigningardag í Sjó minjasafninu og hlýddu á ógleyman leg ávörp frá skáldkon- um og leik konum og uppistand hinnar upp rennandi Þórdísar Nadíu Semichat. Sigríður Thorlacius og Bryn hildur Björns dóttir sungu um Fröken Reykja vík og baráttu söngva af „Áfram stelpur“. Myndirnar segja meira en þúsund orð. Lítum okkur nær 16 KÍLÓMETRA GÖNGUTÚR Hjálmar hefur staðið fyrir borgargöngum síðustu laugardaga til þess að draga fram sérstöðu og einkenni hverfanna í borginni. Þessar vinsælu göngur sýna meðal annars fram á kosti samvinnu og samráðs sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Lj ós m yn d: O lg a A le ks ee nk o Um hvað snúast þessar kosning- ar? Í stuttu máli: Í borginni er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur síðan á kreppuárunum. Um 7.000 Reykvíkingar sem vilja vinna, sitja auðum höndum. Þetta er hreint þjóðfélagslegt tap. Stóra spurningin í íslenskum stjórn- málum er: Hvað á að gera? Tillögur Samfylkingarinn- ar byggja á almennri skynsemi, reynslu annarra borga í Evrópu og hagfræðilegum rannsóknum. Tökum eitt lítið dæmi úr þessum tillögum: Flýta skal öllum mann- afl sfrekum verkefnum sem blasa við borginni á næstu árum. Dæmi: Setjum sem svo að tiltekið við- haldsverkefni þurfi að vinna ekki síðar en 2015. Flest bendir til að kreppan verði búin eftir 2–4 ár, ef marka má spár Alþjóðagjald- eyrisjóðsins og miðað við reynslu annarra þjóða af svipuðum krepp- um. Árið 2015 er því líklegt að það verði erfi ðara að fi nna vinnufúsar hendur til að vinna verkið án þess að borga mun meira en í dag. Þess vegna er skynsamlegt að hraða þessum verkefnum og nýta starfs- kraft sem situr auðum höndum. Þessi aðferð stefnir fj árhag borgarinnar ekki í hættu. Ástæð- an er sú að framkvæmdirnar þurfa að fara fram fyrr eða síðar. Er ekki skynsamlegt að þær séu framkvæmdar þegar hið opinbera væri að öðrum kosti að borga fólki bætur? Til lengri tíma getur þetta sparað pening, því í dag er miklu ódýrara að ráðast í viðhaldsverk- efni og framkvæmdir, þegar marg- ir iðnaðarmenn eru atvinnulaus- ir. Til skemmri tíma geta svona aðgerðir ásamt fj ölmörgum öðr- um hugmyndum sem fram koma í aðgerðarlista Samfylkingarinn- ar, orðið lyftistöng úr kreppunni. Nú þegar liggur fyrir tilboð frá lífeyrisjóðum um fj ármögnun á tiltölulega góðum kjörum þannig að ef rétt er að málum staðið þarf dæmið hér að ofan ekki að leiða til aukinna skatta, hvorki til lengri eða skemmri tíma. Það gæti ekki verið meiri munur á stefnu núverandi meiri- hluta og Samfylkingarinnar. Nú- verandi meirihluti gerir ráð fyrir að skera niður framkvæmdir og fj árfestingar um 70 prósent á næstu árum. Þetta er að mínu mati óskynsamleg stefna sem hefði mikinn skaða í för með sér og hreint þjóðahagslegt tap. Hún minnir á þau mistök sem gerð voru af Herbert Hoo- ver Bandaríkjaforseta í Krepp- unni Miklu, á grunni frjálshygg- jukreddu þess tíma, fyrir næstum heilli öld. KOSIÐ UM ATVINNU GAUTI B. EGGERTSSON HAGFRÆÐINGUR SKRIFAR VIÐ MUNUM BERJAST Fjórum árum af lífi borgarbúa hefur verið eytt í ábyrgðarlaust valdabrölt og til rauna- stjórnmál Sjálfstæðisfl okksins og milljörðum sólundað. Fjöldi íbúða stendur galtómur og heilu hverfi n einungis með götum, lögnum og ljósa staurum, án bygginga. Þúsundir eru án atvinnu að berjast fyrir húsnæði sínu, leitandi á náðir líknarsamtaka um brýnustu lífsnauðsynjar. Munum að fjögur ár eru langur tími í lífi barna, unglinga og aldraðra. Fjögur ár í fátækt og vanrækslu geta markað allt líf barns og unglings. Það viljum við ekki. Fjögur ár í lífi aldraðrar mann- eskju í afskiptaleysi og ótta rænir hana innihaldsríku ævikvöldi. Það viljum við ekki. Þess vegna munum við berjast. Samfylkin garfólk sk ilur greinilega að borga rkerfi ð þarf að ve ra samþæ tt út frá sjónar horni barn sins en ekki stofn ananna. Valgerður Halldórsd óttir, félagsráð gjafi , ken nari og formað ur barnah óps Velferðar vaktarinn ar Stefán Benediktsson skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Við höfum kvatt tímaskeið sem einkenndist af út- ópískum áætl un um um endurnýjun borgar inn ar. Þær áætlanir voru í samræmi við vel rökstudda stefnu um þéttingu byggðarinnar sem komst form- lega á dagskrá með aðalskipu- lagi Reykja víkur 2001 til 2024. Skipulagið var varðað fögr um markmiðum en það var í of rík- um mæli fært fj árfestum og v erk - tökum í borginni. Því var trúað að einkaframtakið gæti ekki haft rangt fyrir sér. Hvað gerum við nú þegar komið hefur í ljós að hagkerfi ð sem átti að standa undir stór upp- bygg ingar áformunum reyndist vera þaul hugsað blekkingar kerfi ? Hvað gerum við nú þegar við sitj- um uppi með eitthvað sem líkist auðn og rústum? Falleg, vistvæn og hlý borg Jú, við gerum það sem við hefðum átt að gera fyrir löngu. Við lítum okkur nær. Við ræktum garð- inn okkar, hverfi ð okkar, borgina okkar. Við þurfum að átta okkur á þeim lífsgæðum sem borgin býr yfi r eins og hún er. Við þurfum að átta okkur á staðaranda henn- ar, svo vitnað sé í frábæra bók Hjörleifs Stefánssonar. Við þurf- um að átta okkur á sögu hennar, einkennum og sérstöðu. Það er ágætis ráð að stíga út úr bílnum öðru hvoru og rölta um hverfi borgarinnar. Sá sem keyrir á bíl vill bara komast sem hraðast milli A og B. Það skiptir hann engu máli hvort göturnar eru fallegar, hlýlegar, skjólsælar, sólríkar. En einmitt það skiptir hinn gangandi vegfaranda öllu máli. Þess vegna er hann hinn rétti mælikvarði við skipulagningu borgarinnar, það er að segja ef við viljum búa í fallegri, vistvænni og hlýlegri borg. Hjálmar Sveinsson skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.