Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 23

Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 23
miðvikudaginn 26. maí 2010 3 | TEKIÐ TIL Í BORGINNI Samfylkingin varð tíu ára gömul þann 5. maí síðastliðinn – og í staðinn fyrir að halda upp á af mælið með veislu höldum, kokk teil og ræðum var ákveðið að taka til í borg inni. Samfylkingarfólk hitt- ist laugardaginn 8. maí í öllum hverfum borgarinnar og fyllti ótal rauða poka af rusli. Margir vegfarendur voru forvitnir og ánægðir með athæfi ð. Að loknum störfum í hverju hverfi hittist fólk yfi r grill- uðum pylsum. Verjum börnin og skólana Vekjum Reykjavík með alvöru atvinnu stefnu 13. ágúst 2008, DV. Borgarstjóra skipti. Fundi í Ráðhúsinu er lokið. Hanna Birna vildi ekkert segja við fj ölmiðla... 14. ágúst 2008, Vísir. Nýr meirihluti. Þögn hefur ríkt ... frá því að fundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólafs F. Magnús- sonar lauk. 11. nóvember 2008, DV. Milljarða niður- skurður hjá borginni. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur við vinnslu fréttarinnar. 14. janúar 2009, Vísir. Niðurskurður. Niðurskurður kemur helst niður á velferð- ar- og menntasviði. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar stjóra. 13. febrúar 2009, Vísir. Launalækkanir borgarstarfsmanna. Dregið verður úr yfi rvinnu. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra... 16. maí 2009, Vísir. Meiri niðurskurður. „Ég vona að það séu allir af vilja gerðir til að leysa þetta ...,“ segir Sigurður Sævarsson, talsmaður skólastjóra tónlistarskólanna. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra ... 24. nóvember 2009, Fréttablaðið. Breytt viðhorf til fl ugvallar. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjáns dóttur borgarstjóra ... 1. desember 2009, Vísir. Birtir ekki fj ár- hagslegar upplýsingar. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristján sdóttur – en hún hefur ekki svarað hvort hún þáði framlag frá Landsbankanum. 19. janúar 2010, Fréttablaðið. Sagði ekki frá ferð sinni til Feneyja. Ekki náðist í borgarstjóra ... ~ Skólar eru miðstöðvar jafnra tækifæra. Þar eiga börn að njóta sinna styrkleika, óháð atgervi, óháð efnahag og óháð aðstæðum fj ölskyldunnar. Lj ós m yn d: O lg a A le ks ee nk o ~ Við viljum sérstaklega rækta þær greinar sem eiga möguleika á hröðum vexti næstu árin, svo sem ferðaþjónustu, upplýsingatækni, kvikmyndagerð, hönnun og aðrar skapandi greinar. Lj ós m yn d: O lg a A le ks ee nk o Oddný hefur sýnt það og sannað að hún lætur sig mennta málin í borginni varða. Hún styður við uppbyggingu og þróunar starf og lætur sér annt um bæði nemendur og starfsfólk mennta stofnanna. Það er þörf á manneskju eins og Oddnýju í borgar stjórn, með þekkingu, reynslu og áhuga á menntamálum og ekki síst skilning á hvað gerir skóla að góðum skóla. Rósa Harðardóttir, kennari í Grafarvogi Hugverkaiðnaðurinn stendur fyrir 21% af heildarútfl utningi Íslendinga. Stærð og uppbygging þessa iðnaðar er árangur af þrotlausu starfi starfsmanna fyrirtækjanna og þess góða samtarfs sem hefur verið á milli stjórnvalda, samkeppnissjóða og fyrirtækjanna á undanförnum árum. Dofri Hermannsson hefur átt ríkan þátt í þeim árangri sem hugverkaiðnaðurinn hefur náð á undanförnum árum. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku ehf. Stjórnmál í borg snúast að stærst um hluta um börn og unglinga. Skól arnir okkar 46, leikskól- arnir 97, frístundaheimilin og félags miðstöðv- arn ar eru hjartsláttur borgar innar. Leikskólinn geymir fyrstu minn- ingar barna, um vin áttu, leik og gleði. Lítil börn njóta sín þegar þau ná valdi á nýrri færni, þekkja söguna og samfélagið – og sig sjálf. Stærri börn taka til við að kanna næsta nágrenni skólans og stækka radíusinn í kringum miðpunkt- inn: heimilið. Nám fer nefnilega ekki bara fram í skólastofum, það fer fram út um alla borg, í félags- starfi og á frístundaheimilum. Þar læra börn að hafa áhrif á umhverfi sitt, taka lýðræðislegar ákvarð- anir og ná félagsfærni. Unglings- árin eru heillandi heimur og unglingar dagsins í dag eru föð- ur- og móður betrungar, allir með tölu. Sköpun, framkvæmdagleði og samfélagsleg ábyrgð einkennir ungu kynslóðina í dag. Af henni getum við verið stolt. Starfsfólk borgarinnar í leik- og grunnskólum, frístundaheim- ilum og félagsmiðstöðvum fær mikið út úr starfi sínu á hverjum degi. En það er líka strembið að annast um, kenna og miðla og oft eru þeir þreyttir leik- og grunn- skóla kennararnir og frístunda- leið bein endurnir að loknum vinnu degi. Hagræð ingar aðgerðir taka sinn toll og hafa haft áhrif á skóla starf og starfsgleði fólks- ins okkar. Borgarfulltrúarnir sem taka sæti í borgarstjórn eft- ir nokkrar vikur verða að horf- ast blákalt í augu við afl eiðingar niður skurðar – því börn in og allt þeirra lær dóms um hverfi mega ekki líða fyrir kreppuna. Skólar eru miðstöðvar jafnra tækifæra. Þar eiga börn að njóta sinna styrkleika, óháð atgervi, óháð efnahag og óháð aðstæðum fj öl skyldunnar. Við megum aldrei missa sjónar á því. Á hverjum degi opnar kennari augu barns fyrir nýju ævintýri og styrkir sjálfs- mynd þess. Á hverjum degi kvíðir barn fyrir því að fara í skólann sinn. Bæði börnin treysta á mig og þig – að fara vel með það traust sem stefnu mótun skólamála er. Við eig um börnin saman. Oddný Sturludóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Dofri Hermannsson skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík „EKKI NÁÐIST Í HÖNNU BIRNU“ Engum dytti í hug að senda lands liðið í handbolta á alþjóðlegt mót án þess að skipuleggja æfi ngabúð ir og setja upp skothelda áætlun. Atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu á í harðri samkeppni við erlendar borgir um fólk og fyrirtæki og til að standast þá samkeppni þurfum við skothelda áætlun. Mörg þús- und manns eru án atvinnu og það er algerlega óásættanlegt. Vaxtarsamningar eru þraut- reynd aðferð til að efl a atvinnulíf. Í raun er vaxtarsamningur sér- snið ið þjálfunarprógramm þar sem stjórnvöld, fyrirtækin sjálf og stofn anir setja sér skýr tölu- og tíma sett markmið um fj ölgun starfa og aukna veltu, verð mæta- sköp un og útfl utnings tekjur. Ýmsum aðferðum er beitt, t.d. geta fyrirtæki fengið stuðning til að ráða rekstrarráðgjafa, há skólar koma að praktískum nýsköpunar- ver kefnum, fyrirtæki í sama geira vinna saman að erlendri markaðs- setningu, þróunar starfi og hærra þekk ingar- og tæknistigi. Allt eykur þetta afk öst, hagnað og verð mætasköpun atvinnulífsins. Allt fj ölgar þetta störfum. Samfylkingin vill að Reykja- víkur borg bjóði nágranna - sveitar félögum, ríkis stjórn, mennta stofn un um og aðilum vinnu mark að ar ins samstarf um vaxtar samning fyrir atvinnu lífi ð á höfuð borgar s væð inu. Höfuð- borgar svæðið er eitt atvinnu - svæði. Ef sveitar félögin á höfuð- borgar svæð inu hætta ekki í hreppa pólitík inni verða Reykja- vík og ná grenni undir í samkeppni við út lönd um fólk og fyrirtæki. Og atvinnu lausir bíða aðgerða, þeirra þolin mæði er á þrotum. Við viljum sérstaklega rækta þær greinar sem eiga möguleika á hröðum vexti næstu árin, svo sem ferðaþjónustu, upplýsingatækni, kvik myndagerð, hönnun og aðrar skapandi greinar. Áherslur vaxt- arsamningsins eiga þó ekki síður að ná til fyrirtækja í hefðbundn- um iðnaði og þjónustu en til nýrra hátækni- og sprotafyrirtækja. Samfylkingin er ósammála þeim sem telja að afskiptaleysi sé besta leiðin til að skapa sterkt atvinnulíf. Önnur borg ríki hafa frábæra reynslu af vaxtar- samningum – en Reykjavík situr með hendur í skauti. Til að skapa góð lífskjör eig um við að nýta okk- ur bestu lausn ir erlendis frá. Við verðum að vekja Reykjavík, með alvöru atvinnustefnu. Býður einhver betur? Atvinnu lausir í Reykjavík voru 6.800 tals ins þegar þetta blað fór í prentun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.