Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 46
30 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR „Við hlökkum mikið til. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum eitt- hvað erlendis í marga mánuði,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason Olsen, söngvari hljómsveitarinn- ar Ultra Mega Technobandið Stef- án (UMTBS). UMTBS kemur fram á tónlist- arhátíðinni Slottsfjell í Noregi um miðjan júlí ásamt hljómsveit- unum Belle & Sebastian og Mew. Bandarísku söngkonurnar Kelis og Juliette Lewis koma einnig fram á hátíðinni sem fer að hluta til fram í glæsilegustu tónleikahöll Nor- egs í bænum Tönsberg, sem svo skemmtilega vill til að er vinabær Ísafjarðar. „Þetta er mjög undarleg blanda og verður algjör snilld,“ segir Sig- urður um þessa sérstöku blöndu listamanna sem koma fram á hátíðinni. UMTBS er ein magn- aðasta tónleikasveit landsins og leikur ærslafulla blöndu af teknó- tónlist og rokki. Belle & Sebastian leikur hins vegar poppaða indítón- list. „Mér finnst Belle & Sebastian alveg frábært band,“ segir Sigurð- ur. „Þeir eru að gera svipaða hluti og við – eru með svona yfirborð. Ég og vinur minn höldum því fram að Belle & Sebastian séu eins og Múmínálfarnir. Fara í dvala á vet- urna og vakna á sumrin og byrja að spila tónlist. Maður heyrir bara í þeim á sumrin. En þeir eru rosa- lega satírískir í því. Eru með yfir- borðskennd og melódísk lög, en svo eru textarnir um dauðann og hatur.“ Lítið hefur farið fyrir Ultra Mega Technobandinu Stefáni und- anfarið, en hljómsveitin kom síðast fram í afmælisveislu Egils Gillzen- eggers. Það var að sögn Sigurðar sérstök upplifun, enda hefðbundni áhorfendahópur hljómsveitarinnar víðsfjarri í veislunni. Hljómsveit- in hyggst vera virkari á næstunni og horfir til meginlands Evrópu í þeim efnum. „Við erum að leita meira til Evrópu vegna þess að maður yrði hálf þunglyndur ef maður væri alltaf að spila hérna heima. Þetta er svo lítill markað- ur,“ segir hann. Sigurður lauk nýlega fyrsta árinu í heimspeki í Háskóla Íslands og hefur verið upptekinn við ýmis- legt sem hefur haldið honum frá hljómsveitarlífinu. „Ég hef ekki haft vettvang til að vera ber að ofan eins og hálfviti,“ útskýrir Sig- urður, sem er yfirleitt ekki lengi að rífa sig úr að ofan á tónleikum. „En nú er komið sumar og maður getur dustað rykið af þessu.“ atlifannar@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. skák, 6. bardagi, 8. skordýr, 9. pili, 11. samanburðartenging, 12. gljái, 14. dúlla, 16. samtök, 17. for, 18. berja, 20. elds- neyti, 21. slæma. LÓÐRÉTT 1. þungi, 3. frá, 4. fjölmörgum, 5. hylur, 7. heimting, 10. meiðsli, 13. nugga, 15. þjappaði, 16. írafár, 19. fisk. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafl, 6. at, 8. fló, 9. rim, 11. en, 12. glans, 14. krútt, 16. aa, 17. aur, 18. slá, 20. mó, 21. illa. LÓÐRÉTT: 1. farg, 3. af, 4. flestum, 5. lón, 7. tilkall, 10. mar, 13. núa, 15. tróð, 16. asi, 19. ál. „Besti bitinn um helgi er falafel á Habibi. Svo finnst mér líka mjög gott að fara á 10 dropa og fá mér samloku. Þær eru svo veglegar og svo líður manni allt- af eins og maður sé í heimsókn hjá langömmu.“ Bergþóra Snæbjörnsdóttir námsmaður. „Þetta er ekki bara fótbolti, þetta er andrúmsloftið. HM er eitthvað sem sameinar fólk og á sér engin landa- mæri,“ segir Eiríkur Einarsson, forsprakki HM-boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið. „Við vorum fjórir sem tókum okkur til og skelltum okkur í stúdíó. Við bara urðum að gera þetta til að fá smá útrás,“ segir Eiríkur, sem samdi bæði lag og texta. Laginu, sem nefnist HM-fjörið, hefur verið dreift á útvarpsstöðvar, sjónvarps- stöðvar, sportbari og á Netið, þar sem það fæst sem frítt niðurhal. Keppnin sjálf hefur göngu sína 11. júní næstkomandi. Eiríkur gaf út sína fyrstu sóló- plötu fyrir síðustu jól, Ég er með hugmynd, og er einnig ritstjóri HM- blaðsins. Sannarlega góð blanda ef menn ætla að semja eitt stykki HM- lag. „Ég smitaðist ´82 þegar það var loksins farið að sýna HM almenni- lega á Rúv. Ég tala nú ekki um ´86, þá var maður alveg orðinn forfall- inn,“ segir Eiríkur, sem flaug til Danmerkur og horfði á keppnina þar til að fá stemninguna beint í æð. Fjórum árum síðar bætti hann um betur og flaug til Ítalíu og sá þar nokkra leiki. Uppáhaldsliðið hans er Brasilía og býst hann við skemmti- legri keppni í ár. „Mér líst rosalega vel á þetta. Ég held að þetta verði óvenju spennandi. Það eru svo mörg lið sem koma til greina. Við getum talið sex til sjö lið og þá erum við ekki með spútnik-liðin inni í því. Núna getur allt gerst.“ - fb Íslenskt lag um HM í fótbolta FORFALLINN HM-AÐDÁANDI Eiríkur er forsprakki HM-boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég hitti strákana í Diktu þegar þeir spiluðu í New York fyrir nokkrum árum. Ég keypti handa þeim Cosmopolitan-kok- teila!“ segir fyrirsætan Shandi Sullivan. Shandi lenti í þriðja sæti í annarri þáttaröð American‘s Next Top Model sem Skjár einn sýndi árið 2004. Hún býr í New York og ásamt því að hafa starfað sem fyrirsæta hefur hún komið fram sem plötusnúður ásamt því að sjá um karókíkvöld á skemmtistöðum Stóra epl- isins. Útvarpskonan Margrét Erla Maack kynnti Shandi fyrir Diktu á sínum tíma, en sú fyrrnefnda bjó í New York fyrir nokkrum misserum. Top Model-stjarnan á þó eftir að sjá Diktu á tónleikum og bíður spennt eftir því. Hún er dugleg við að kynna hljómsveitina fyrir vinum sínum og birtir reglulega lög frá þeim á Face- book- og Myspace-síðum sínum. Það hefur skilað sér í fjölmörgum vinabeiðnum til Diktu frá ungum bandarískum stúlkum. „Ég á líka bol frá þeim,“ segir Shandi sem er ekki ennþá búin að hlusta á nýju plötuna Get it Together. „Ég mun hlusta á hana bráðum.“ Dikta hefur slegið rækilega í gegn á árinu og nánast einokað vin- sældalista landsins með plötunni og útvarpsslögurunum. Shandi gleðst yfir velgengni strákanna. „Mér finnst þeir alveg stórkostlegir og ég er ofuránægð með velgengni þeirra. Þeir eru frábær hópur af strákum!“ - afb Top Model-stjarna elskar Diktu GLEÐST YFIR VELGENGNI DIKTU Shandi úr American‘s Next Top Model er mikill aðdáandi Diktu og segir þá frábæra stráka. SIGURÐUR ÁRNASON: ULTRA MEGA TECHNOBANDIÐ Á FARALDSFÆTI Kemur fram í Noregi ásamt Belle & Sebastian og Mew Á ÚTLEIÐ Ultra Mega Technobandið Stefán kemur fram á tónlistarhátíð í Noregi í sumar. Hér er Siggi söngvari á síðustu Airwaves-hátíð. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Á milli þess sem söng- konan Björk Guð- mundsdóttir tjáir sig um orkumál á Íslandi er hún önnum kafin í hljóðveri við upp- tökur á nýrri tónlist. Upptökurnar hafa að mestu farið fram í Púertó Ríkó og hafa þær gengið vel. Björk er bæði að taka upp efni á nýja sólóplötu og lög fyrir listræna þrívíddarmynd í leikstjórn Michaels Gondry og hefur því í mörg horn að líta. Myndinni hefur verið lýst sem vísindaskáldsögulegum söngleik og verður hún um 40 mínútna löng. Gunnar Þórðarson hefur hitt í mark með tónleikum sínum í Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem hann spilar einn á kassagítarinn og segir skemmtilegar sögur þess á milli. Tónleikar hans síðasta laugardag voru þar engin undantekning. Gestirnir, þar á meðal sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason, fengu heilmikið fyrir aurinn því Gunnar gerði sér lítið fyrir og spilaði í rúma tvo og hálfa klukkustund, án þess að blása úr nös. Líkt og fólki er orðið kunnugt þá var heimildarmyndahátíðin Skjaldborg haldin í fjórða sinn um hvítasunnuhelgina. Mikill fjöldi heimildarmynda var sýndur á hátíðinni og þar á meðal var ein leynimynd þar sem leikstjórinn Dagur Kári Pétursson sást tala í myndavél og virtist hann vera nokkuð kenndur. Dagur Kári talaði um nýja kvikmyndastefnu, Black- Out Cinema, og sagði það vera hið eina sannleiksbíóform en ekki hina vinsælu Dogma stefnu. Black-Out Cinema á að gera undir áhrifum áfengis og líkt og nafnið gefur til kynna þá á leikstjórinn helst að vera í óminnisástandi og muna því ekkert eftir gerð myndarinnar daginn eftir. - fb, sm FRÉTTIR AF FÓLKI Eva töskur svartar og gráar 5995 48 cm 8563 61 cm9995 71 cm Spara spara FRÁBÆRT VE RÐ Á FERÐATÖSK UM!! VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Átta. 2 Hjálmar. 3 Hjálmar Þórarinsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.