Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 56
28 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt dans- verk eftir þær Ástrósu Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur sem þær kalla Bræður. Verkið kall- ast á við verk þeirra Syst- ur sem þær unnu fyrir fáum misserum og vakti þá mikla athygli og fékk góða rannsókn. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Bræður er dansverk um karlmenn þar sem dans, leikur, tónar og sjón- list mætast með djörfum og kraft- miklum hætti. Í verkinu er hugar- heimur og veruleiki karlmanna í fyrirrúmi, séður með augum karla og kvenna í gegnum gleði, svita og tár. Samskipti kynjanna og kyn- hlutverk eru sýnd í óvenjulegu og opinskáu samhengi þar sem meðal annars er fjallað um erjur og ástríður, trú og tungumál, sátt og sundurlyndi. Bræður er hug- verk þeirra Ástrósar og Láru Stef- ánsdóttur og kölluðu þær til leik- skáldið Hrafnhildi Hagalín þegar kom að fullvinnslu hugmynda fyrir svið. Útlit og búningar er í höndum Filippíu Elísdóttur og Ragnhildur Gísladóttur semur tónlist. Það hefur löngum verið skort- ur á karldönsurum á Íslandi. Þeir hafa ríkari tilhneigingu til að leita úr landi og enn hefur Íslenska dansflokknum ekki tekist að koma sér upp ungum dönsurum þrátt fyrir merkilega og mikilvæga til- raun að leita í skóla eftir ungum mönnum sem kunni að vilja tjá sig í dansi. Það þarf því að leita víða til að manna stóran korpus karl- dansara hér á landi og verður að leita út fyrir landsteinana: Bræð- urnir eru þeir Jorma Uotinen, Vin- icius, Ívar Örn Sverrisson, Ívar Helgason, Aðalsteinn Kjartans- son, Gunnlaugur Egilsson, Brian Gerke, Aðalsteinn Kjartansson, Karl Friðrik Hjaltason, Oddur Júlí- usson, Sigurður Andrena Sigur- geirsson, Sveinn Breki Hróbjarts- son og Viktor Leifsson. Þá dansa þær báðar í sýningunni, Ástrós og Lára. Það er hópurinn Pars Pro Toto (PPT) sem stendur fyrir sýning- unni en Lára Stefánsdóttur stofn- aði hann fyrir fjölda ára. Þótt dansinn sé í forgrunni verkefna Pars Pro Toto þá leitar sköpunin í samruna ólíkra listgreina; dans, tónlist, myndlist, leiklist, kvik- mynd, ritlist o.fl. PPT gerir for- vitnilegar tilraunir með ný form, sýningar sem krefjast opins huga og skilningarvita frekar en lærðr- ar rökhugsunar, sýningar sem gera væntingar til áhorfandans um smíði nýrra og fordómalausra tenginga, að hann opni fyrir skiln- ingarvitin og leyfi áhrifum sýn- inga að flæða inn í huga og lík- ama. Dansverkið Bræður er sam- starfsverkefni Þjóðleikhússins, Pars Pro Toto og Listahátíðar í Reykjavík og er styrkt af Leiklist- arráði Íslands, menntamálaráðu- neytinu og Reykjavíkurborg. Aðeins tvær sýningar verða á verkinu, í kvöld og annað kvöld. pbb@frettabladid.is Bræður í dansi og leik DANSLIST Hinn heimsþekkti dansari Jorma Uotinen fer fremstur í bræðraflokknum á frumsýningu kvöldsins. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ath. kl. 12.10 í Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Hvenær er ljósmynd list? spyr María Karen Sig- urðardóttur, safnstjóri Ljósmyndasafns Reykja- víkur, í fyrirlestri sínum sem hún flytur í dag. María Karen tók viðtöl við nokkra einstaklinga sem starfa við miðilinn, og í fyrirlestri sínum mun hún velta fyrir sér sjálfsmynd íslenskrar ljós- myndunar, og kannski líka íslenskra ljósmynd- ara. Eru þeir listamenn eða handverksfólk? 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Friðlaus Lee Child 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu Reynir Ingibjartsson Ljóðaúrval Jóhannes úr Kötlum Hálendishandbókin 2010 Páll Ásgeir Ásgeirsson Hrunadans og horfi ð fé Styrmir Gunnarsson Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson Hafmeyjan Camilla Läckberg Þegar orð fá vængi Ritst. Torfi Jónsson Myndlist í 30.000 ár Saga mannsins METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 19.05.10 – 25.05.10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.