Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 4
4 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR KÖ N N U N S t uð n i ng u r v ið Sjálfstæðis-flokkinn í Reykja- vík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Sam- fylkingarinnar og Besta flokks- ins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn lang- stærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnun- inni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þrem- ur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkur- inn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosn- inga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokk- urinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja Sjálfstæðisflokk Umta lsver t f lei r i styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentu- stigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnar- kosningum, árið 2006. Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkur- inn fengi þrjá borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðn- ing 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Sam- fylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningur- inn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosn- ingum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manni Framsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosn- ingum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar. Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. H-listi óháðra mælist með stuðn- ing 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjáls- lyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinn Af þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar- stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Neysluvatns- staðan í Árborg er á uppleið. Bæjaryfirvöld höfðu hvatt íbúa til að fara sparlega með vatn þar sem það var orðið af skorn- um skammti. Guðmundur Elías- son, framkvæmdastjóri Fram- kvæmda- og veitusviðs Árborgar, mætti á fund bæjarráðs og upp- lýsti um stöðu vatnsöflunar. „Fram kom að verið er að tengja dælur í nýjum holum þannig að útlit vatnsbirgða stend- ur til bóta og búið er að gera við stóran vatnsleka, upp á um 10 sekúndulítra. Þá kom fram að fyrsti ársfjórðungur ársins er sá þurrasti í sautján ár,“ segir í fundargerð bæjarráðs. - gar Vatnsskortur í Árborg: Sett fyrir leka og útlitið betra MENNTUN Framboðin í Reykjavík virðast ekki vilja skera meira niður til leikskóla, segir formaður Félags leikskólakennara. Þetta hafi komið fram á fjöl- mennum framboðsfundi kennara og fulltrúa flokkanna á miðviku- dag. „Frambjóðendur virtust slegnir yfir hljóðinu í kennurum um áhrif niðurskurðarins,“ segir formaður- inn, Marta Dögg Sigurðardóttir. Hún vill ekki lýsa yfir stuðningi við neinn flokk, en hvetur fólk til að kynna sér stefnumálin og „kjósa svo menntun og leikskóla“. - kóþ Félag leikskólakennara: Enginn vill skera niður Tók lögreglumann hálstaki Tæplega tvítugur piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni í Hafnarfirði í fyrra og tekið hann hálstaki. Lög- reglumaðurinn hafði haft afskipti af piltinum vegna skyldustarfa sinna. DÓMSTÓLAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 20° 18° 12° 21° 18° 14° 14° 24° 20° 25° 21° 33° 15° 19° 18° 15° Á MORGUN Hægviðri. SUNNUDAGUR Hæg suðvestanátt. 8 9 10 10 10 8 12 6 4 5 4 6 4 6 4 5 3 4 5 7 3 2 12 10 10 9 10 14 12 10 10 8 GOTT VEÐUR UM HELGINA Veður verður almennt gott um helgina en það verður hæg- viðri og milt um allt land. Á morg- un lítur út fyrir að bjartast verði um austanvert landið en það dregur fyrir vestan til og má búast stöku skúr- um einkum sunn- an- og vestanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Kosningar 27. maí 2006 Könnun 25. mars Könnun 29. apríl Könnun 20. maí Könnun 27. maí 50 40 30 20 10 0% Fylgi flokka í Reykjavík ■ Framsóknarflokkurinn ■ Sjálfstæðisflokkurinn ■ Frjálslyndi flokkurinn ■ Óháð framboð um heiðarleika ■ Reykjavíkurframboð ■ Samfylkingin ■ Vinstri græn ■ Besti flokkurinn Heimild: Kannanir Fréttablaðsins og Stöðvar 2 D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni Besti flokkurinn fær sjö borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum á morgun samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en fyrir viku, en færri Samfylkingu og Besta flokkinn. STJÓRNMÁL „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir ein- hverjum alvöru breytingum í borginni,“ segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíking- ar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar- innar vill gera betur í kosn- ingunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkur- inn sem er að kynna raun- hæfa aðgerða- áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna,“ segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, von- ast eftir betri niðurstöðu í kosn- ingunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðs- ins þótt aðrar nýlegar skoðana- kannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skatta- hækkana og nýjum vinnubrögð- um í stjórnmálum,“ segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttu- fundi í Iðnó þar sem er brjálæð- isleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast,“ segir Sóley Tómasdóttir. - shá Jón Gnarr oddviti Besta flokksins segir niðurstöðu könnunarinnar vera ákveðin vonbrigði: Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum JÓN GNARR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 27.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,7195 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 130,02 130,64 189,11 190,03 159,73 160,63 21,467 21,593 19,993 20,111 16,518 16,614 1,4359 1,4443 191,09 192,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR www. tengi.is Gæði,þjónusta og ábyrgð - það er TENGI IFÖ INNRÉTTING EINFALDAR Í UPPSETNINGU - KOMA SAMSETTAR! 29.900.- Tilboðsverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.